Leita í fréttum mbl.is

Lokun landamæra: tímabær undirbúningur undir hrun evrunnar?

Hví skyldi eitt lokaðasta hagkerfi Evrópusambandsins og OECD-landa þurfa á enn meiri lokun af frá heiminum að halda? Enn meiri lokun en landið glímir við þegar í dag. Frakkland er eitt lokaðasta hagkerfi hins Vestræna heims og á svipuðu lokunarstigi og Grikkland. Svífur um sjálft sig i sínu 400 lokaða osta veldi. Heimsveldinu þar sem herra De Gaulle gékk án árangurs á ostavegg.

Væri nú ekki heppilegt ef hægt væri að setja upp landamæravörslu út um allt þegar bankakerfi Ítalíu hrynja ofan á bankakerfi Frakklands. Sem síðan hrynja yfir evruna. Þá væri nú gott að geta stöðvað alla umferð í svona eins og 30 daga og leitað vel. Eða bara yfir eina langa helgi. Á meðan skipt er um peningalegar kennitölur og búsáhaldabylting barinn inn. Og svo eru það hin rafmögnuðu viðskipti á milli landa. Að loka á rafmagnið til þeirra í þágu þjóðaröryggis?
 
Ég trúi ekki nema helmingnum af helmings spuna þessarar fréttar. Hér liggur meira á bak við
 

  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Er þetta ekki bara hversdagslega innantómt kosningaloforð?

Ragnhildur Kolka, 23.4.2012 kl. 07:15

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Ragnhildur

Hmm. Kosningar já.

Það verður að teljast nokkuð merkilegt að á sjálfri fæðingardeild Evrópusambandsins sé 1/3 hluti kjósenda nú orðinn svo andsnúinn óskabarni frammámanna landsisn að þeir vilji helst bera það út og loka útidyrunum á eftir sér.

Væri Frakkland ekki svona landfræðilega límt við Þýskaland að þá efast ég hreint um að þeir væru í ESB. Ef þeir væru í landfræðilegum sporum Íslands, þá væri aðild að ESB algerlega útilokuð.

Gunnar Rögnvaldsson, 23.4.2012 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband