Leita í fréttum mbl.is

Spákaupmenn Vinstrisins

Föstudagurinn endar afar illa. Þú pakkar saman og ekur heim í helgi. Staðráðinn í því að endurmeta stöðuna. Yfir eina rólega og yfirvegaða helgi kemstu að þeirri niðurstöðu að markaðurinn sé á villigötum. Að burðargeta raunveruleikans sé lítil sem engin og að vísitalan sé komin út í loftin blá. Þetta heldur ekki. Ákvörðun er tekin. Á mánudag ætlar þú að mæta til vinnu og selja allt. Koma þér þurrfóta út úr markaðnum áður en hann hrynur yfir þig. Þetta er bjargföst niðurstaða hugsana helgarinnar. Það var sko gott að komast burt frá ys og þys kauphallarinnar í helgarfrí. Þá getur maður vandað sig. 

Á mánudag mætir þú þungbúinn í vinnu með þína bjargföstu ákvörðun. Hana ætlar þú að setja í framkvæmd um leið og markaðsdruslan opnar. Execute, execute, execute immed! En hvað er að gerast? Þegar þú stígur út á dansgólf vísitölunnar þá mæta þér bara glaðir menn. Allir eru kátir og kalla hátt; ég ætla að kaupa A og ég ætla kaupa B. Markaðurinn æðir upp. Allir brosa nema þú. Ætlar þú einn að ganga á móti öllum. Þessum öllum? Nei, þú hikar um stund, stekkur svo á vagninn og dansar. 

Þetta var sagan af spákaupmönnum markaðarins. Þessir eiga ekkert skylt við fjárfestingar. Þetta eru bara drengirnir. Raunverulegir fjárfestar eru maraþonhlauparar markaðarins. Þeim haggar ekkert. Þeir spila ekki póker. Þeir dansa ekki. Þeir standa við ákvaðarnir, sama þó ALLIR segi; seldu og seldu nú!

En þetta ER reyndar sagan af pólitískum spákaupmönnum Vinstrisins. Svona mættu Vinstri gæjar grænir til þingkosninga vorið 2009. En nú er allt selt. Selt, selt og selt. Gjaldþrotið blasir við. Þeir spiluðu póker með atkvæði kjósenda. Fjárfestu vörslufé kjósenda í pólitískri neðanjarðarstarfsemi. Umboðssviku allt, jafnvel áður en markaðurinn opnaði. Og þeir eru enn að spila póker; með sjálft fullveldi íslenska lýðveldisins. Svona leikur pólitísk græðgi smámennin.

Ekkert er ömurlegra en pólitísk græðgi. Hún er margfalt verri, afdrifaríkari og óæðri hinni efnahagslegu græðgi. Hún tortímir löndum, samfélögum og þjóðum þeirra. Slátrar milljónum. Tugum milljóna

Fyrri færsla
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband