Leita í fréttum mbl.is

Hæsta einkunn breska pundsins staðfest. Evrunni hent út úr seðlabönkum heimsins

"Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur staðfest óbreytt lánshæfismat breska ríkisins. Bretlands verður því áfram með hæstu einkunn eða AAA", segir í frétt Morgunblaðsins hér að neðan.

Central Banks Dump Euros for Dollars

Við þetta get ég bætt þeirri staðreynd að hlutfall evru sem alþjóðleg mynt í forðabúrum seðlabanka heimsins fer mjög hratt minnkandi. Evrum Evrópusambandsins er skipað þaðan út - og Bandaríkjadölum þangað inn - með því að seðlabankar heimsins losa sig við ríkisskuldabréf evrulanda. Þannig minnka þeir evruforða sína og áhættuna sem samfara er því að sitja fastir uppi með þann ráfandi svarta pétur sem nú þrammar heimilislaus á snjóþrúgum um næfurþunnt peningagólf seðlabanka Evrópusambandsins. Tilraunin með evru sem alþjóðleg mynt, hefur mistekist. Og enn verr hefur tiltekist á heimavelli hennar.

Ríkisskuldabréf evruríkja eru orðin áhættusöm fjárfesting í mjög vafasömu fyrirbæri sögunnar. Gengisáhættan sem lækna átti með tilkomu evru hefur nú stökkbreytst yfir í fyrirvaralausa ríkisgjaldþrota áhættu. Hagkerfi margra evrulanda riða til falls. Draumórar um þjóðríkislausan seðlabanka sem handhafa peningamála, var frá byrjun fráleitt fölsk hugmynd, eins og bandarískir hagfræðingar margbentu Evrópumönnum á frá byrjun. Hlutfall evru sem forðamynt hjá seðlabönkum heimsins hefur því hrunið frá 34 prósenta hámarks hlutfalli árið 2009 og niður í 23 prósent. Og fer hlutfallið enn lækkandi.

Hér verða seðlabankar heimsins þó að fara varlega því ef þeir ætla allir að henda fullveldishaftamynt Evrópusambandsins út samtímis og samstundis, þá myndast hrun. Þær eru því látnar seytla út eins hratt og kostur er. ECB-seðlabanki Evrópusambandsins hefur misst tökin á peningamálum myntsvæðisins í núverandi mynd þess, til frambúðar. Evran endurspeglar nú lítið annað en 34 ára samfellt mistakaferli Evrópusambandselítunnar

Krækjur 

Fyrri færsla

Mynt Evrópusambandsins ER evra 


mbl.is Hæsta einkunn og stöðugar horfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Portúgalarnir með tæmingarnar á hreinu eða hitt þó heldur.

Sneddý hvernig er krækt fram hjá þjóðaratkvæðum þeirra sem eftir eru. Aðeins tólf ríki þurfa að samþykkja hann og þá verður hann rekinn ofan í kokið á rest.

Potúgal er búið að fremja sjálfsmorð í beinni og enginn þegn var spurður álits.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.4.2012 kl. 00:53

2 Smámynd: Kristinn Pétursson

Voru ekki þessir sömu álitsgjafar að gefa Íslenskum bönkum sömu einkun - skömmu fyrir hrun? - Standard, Moodys, og allt draslið...

Nú rembast þessir aðilar við að "ljúga áfram"  til að viðhalda þeim loftbólum sem enn virðast víða til staðar - líka á Íslandi.

Þetta alþjóðlega speningaspilavíti þar sem siðblindir fjármálafurstar ganga lausum hala - með stuðningin þessara banka og fjárfesta nú eins og óðir í hrávörumarkaði - (til að búa til nýtt loft?)

Ég vil sjá gömlu "Roosewelt lögin" frá 1936 - koma aftur jafn ströng -  en auðvitað í "uppfærðri" útgáfu.

Þessir spilafíklar virðast ekki ælta að hætta neinum af þessum skítatrikkum -  ekki fyrr en þeir rústa þessu öllu með kreppu sem verður engu lík.,..

Spilafíkn með hrávörumarkaði - þannif að hrávörur hafi hækkað um 30% á stuttum tíma - það ber  bara feigðina í sér - og varla neitt annað

Hvað ætli þau 30% sé mikil loft - í  milljörðum Dollara?

Kristinn Pétursson, 15.4.2012 kl. 08:11

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Rakst á þetta á Bloomberg í gær og sýnist þarna koma fram grafísk útfærsla af tilfærslu evrunnar. Myndin er grípandi og ætti að sannfæra alla hvernig ástandið er.

http://www.bloomberg.com/news/2012-04-12/europe-s-capital-flight-betrays-currency-s-fragility.html

Ragnhildur Kolka, 15.4.2012 kl. 09:37

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Og Egill Helgason boðar viðtal við norn í sjónvarpssal.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 15.4.2012 kl. 11:57

5 Smámynd: Jón Ásgeir Bjarnason

Er vor ágæti kratíski seðlabankastjóri ekki alveg örugglega búin að vera vinna hörðum höndum að því að auka einmitt "eign" seðlabankans á Kalkofnsvegi í Evrum?

Svona einn í heiminum þar um bil.

Jón Ásgeir Bjarnason, 15.4.2012 kl. 13:17

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur fyrir innlitið

Minni Kristinn minn kæra á að á tímum fyrri (og seinni) krossferða var einnig kvartað yfir "spákaupmennsku" á hrávörumarkaði og yfir svindli, svikum og prettum með t.d. "leyfisveitingar" fyrir skyndibitamatsölutjöld og verð á skyndibitamat á vissum stöðum vissra leiða.  

Sem betur fer gerir náttúrufyrirbærið tíminn það að verkum að allt gerist ekki samtímis alls staðar. Þá væri þetta allt saman bara eitt blípp hjá okkur. Við lærum og lærum. En sumir þó seinna en aðrir.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 15.4.2012 kl. 22:56

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Nú er að duga eða drepast;

Halda sem fastast öllum þeim höftum sem ríkisstjórin mögulega getur viðhaldið.

Eyðileggja gangandi orkufrekar erlendrar stór-fjárfestingar á Íslandi og koma í veg fyrir nýjar. Og skapa algjöra óvissu um allt.

Fórna landhelginni, eyðileggja sjávarútveg og landbúnað

Viðhalda algerri óvissu svo enginn þori að frjáfesta, græða né gróðursetja neitt.

Aðeins þannig er hægt að troða ESB ofan í Íslendinga - með dyggri aðstoð DDRÚV.

Gunnar Rögnvaldsson, 15.4.2012 kl. 23:11

8 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Gunnar. Á Bretlandsstjórnin ekki Standars & Poor's, eða á Standars & Poor's Bretlandsstjórnina?

Kristinn. Þetta matsfyrirtækja-rugllið og keyptir flokka-forrmenn og "rétthugsandi" ráðherrar (sem virðast hafa lent í heilaþvottavél auðvaldsins), virðist vera í sama litlalausa/hugsjónalausa lygaflokks-hjörðinni.

Þetta sérvalda lið kom Íslandi með skipulögðum hætti á hnéskeljarnar, fyrir AGS-EES-ESB, í gegnum svikult Evrópusamband-regluverk, sem er með skipulögð reglu-klækja-göt, sem ekki eru látin virka í raun. Allt til þess gert að veiða þjóðir í ESB-"herlegheitin".

En þær þjóðir og manneskjur sem hafa bognað niður á hnén, geta risið upp aftur og staðið í lappirnar. Það er þakkarverður öryggisventill að bogna undan álagi og kúgun, til að sleppa við að brotna. 

Jón Ásgeir. Már Guðmundsson (seðló) er ekki einn í heiminum, heldur hefur hann ráðgjafa frá matsfyrirtækjum, AGS, EES og ESB.

Heimir L. Að gera lítið úr Agli Helgasyni og viðmælanda hans í; Evu Hauksdóttur, finnst mér jaðra við afneitun á ömurlegum staðreyndum, í íslensku samfélags-siðrofinu, sem við getum við engan veginn sloppið undan að takast á við. Við ættum að meta það sem þessi ágæta kona hafði kjark til að segja, UM SANNLEIKANN Í ÍSLENSKU SAMFÉLAGI!

Það er satt sem síðuhöfundur segir hér, að nú er að duga eða drepast.

Duga til að segja sannleikann, (sem allt of fáir þora að segja), eða drepast með siðblindri ofurgræðgi pólitískra embættismanna, í vel launuðum valdastöðum (sem eru í eigu pólitískra elítu-klíkuflokka). Peningar eru ekki einu sinni til í bönkum VILLTA VESTURSINS!

Það fjárfestir ekki nokkurt fyrirtæki eða einstaklingur fyrir innistæðulausar tölur á blaði. Það er óskiljanlegt að langskólamenntuðu fólki skuli ennþá detta slík vitleysa í hug! Og meira að segja lífeyrissjóðs-formennirnir trúa að tómir lífeyrissjóðir geti fjárfest!

Hvað er að? 

Hvað hefur gerst í höfðinu á því fólki, sem ekki skilur, að það þarf að auka verðmætasköpun, með framleiðslu á nauðsynjum, til að skapa gjaldeyri, (raunverulega peninga), og vermæti/veltu?

Góð lífskjör byggjast á raunveruleikanum, en ekki spákaupmennsku siðblindra og keyptra pólitískra hagfræðinga-klíkuflokka-fjármálastofnana/banka.

Til hvers höfum við pólitíska háskóla, sem banna heilbrigða hugsun og brjóstvitið sem okkur var gefið til heiðarlegra góðra verka?

Kannski Jesús Kristur Jósefsson gæti sagt "sannkristnum" íslendingum eitthvað um þann sannleika? Þ.e.a.s. ef við næðum sambandi við uppáhalds-afmælisbarnið, sem kenndur er við "kristin trúarbrögð" Á SIÐBLINDUM OG VILLTUM VIÐSKIPTA-KAUPMENNSKU-OKURBANKA-VESTURLÖNDUM.

Skrumskælingin og hræsnin á vesturlöndum er hryllileg.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.4.2012 kl. 12:31

9 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Nei Anna: 


Standard & Poors er bandarískt dótturfélag bandaríska útgáfufélagsins The McGraw-Hill Companies, sem er almenningshlutafélag og skráð í kauphöllinni í New York undir merkinu; NYSE:MHP

Kveðjur


Gunnar Rögnvaldsson, 16.4.2012 kl. 15:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband