Leita í fréttum mbl.is

Öldrunarhagkerfi Evrópusambandsins rafmagnslaus innan 30 ára? Hver á ađ borga?

Minnkandi summa Evrópusambandsins í Litháen hefur stađiđ í ráđagerđum og samningum um ađ byggja ţar nýtt raforkuver knúiđ kjarnorku. Ţađ gćti hugsanlega komiđ úr byggingu í slippnum í kringum áriđ 2022. Á ţá ekki bara ađ byggja orkuveriđ fyrst allt er svona gott í ESB? Bara byggja og byggja?

Nei. Ţađ eru ţarna viss vandamál sem of fáir hér á landi hafa velt fyrir sér. Hver á ađ greiđa fyrir bygginguna og hver á ađ greiđa af ţeim lánum sem taka ţarf á mörkuđum svo af bygginu orkuversins geti orđiđ. Viđ rćddum ţetta mál síđast hér ţegar stór Summa ESB fór til bankastjóra.

HLUTFALL ALDRAĐRA Í EVRÓPULÖNDUM Morgunblađiđ 31 mars 2012
Ţađ vill svo til ađ fólksfćkkun og frjósemi í Litháen er nćstum ţví orđin banvćn fyrir ţjóđina. Eins og er reyndar ađ gerast í flestum löndum Evrópusambandsins. Ferli fólksfćkkunar vegna of lágrar frjósemi í ESB áratugum saman er ţannig innréttađ ađ fólkinu í ESB getur fćkkađ úr 500 milljónum manns og niđur í 250 milljón manns á innan viđ nćstu 80-150 árum. Og öngvir nema fátćklingar vilja utan frá flytja inn í deyjandi hagkerfi.

Svo nú spyrja ţeir sem beđnir eru um ađ fjármagna rafmagniđ til deyjandi ţjóđar í Litháen; hver á ađ greiđa af lánunum í framtíđinni? Hver á ađ borga ţegar unga fólkiđ er fariđ fyrir fullt og allt úr landinu, og ađeins ţeir sem gátu ekki flúiđ neitt eru ţar eftir til ađ borga af lánunum. Hitachi group og fleirum langar til ađ vita ţetta. Ţetta eru langtíma samningar. Langtíma fjárfestingar. Hver á ađ greiđa af lánunum inni í framtíđinni sem ţarna er svo kolsvört.

Svo láta sumir hér á landi eins og blindar beljur ţegar ađ eđli og framtíđ hins efnahagslega öryrkjubandalags Evrópusambandsins kemur. Sambandiđ verđur kolanáma framtíđarinnar. Mannlegt svarthol. Eins konar manngerđur Svarti dauđi sem tćki 500 til 1000 ár ađ lćknast.
 
 
Fyrri fćrsla
 
 

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband