Leita í fréttum mbl.is

Nýtt normal - a new normal - hefur myndast

Að í rústum evrulands skuli enn einn og einn draga andann anno 2012

Eins og lífið í neðanjarðarbyrgjum. Sem stóðust hvað?

Allir búnir að gleyma því að evran átti að bjarga Evrópu frá því sem varð þess valdandi að hún er nú komin niður í byrgin. Og frá því sem nú er að gerast í rústum hennar. Þetta var boðskapurinn frá 1992 til 2002. Þannig var lyfið selt

En sjúklingurinn þoldi ekki evru-lyfin

Hann verður því fyrst að verða heilbrigður til að geta þolað þau, er okkur sagt nú.

En hvað var þá að sjúklingnum í upphafi? Af hverju var hann settur á lyfin?

Svona myndast nýtt normal. En áhrifin og afleiðingarnar verða hins vegar stigmögnun (escalation). Þið vitið hvers

ESCALATION
 
Fyrri færsla
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér er sagt að við losnum við gjaldeyrishöftin ef við göngum í ESB, það er til mikils að vinna. Gallinn er bara sá að við getum ekki gengið í ESB fyrr en við losum okkur við gjaldeyrishöftin.

Mér er sagt að verðtryggingin verði úr sögunni ef við göngum í ESB, en þó getum við ekki gengið í ESB fyrr en við afnemum verðtrygginguna. 

Mér er sagt að til þess að ganga í ESB, þurfi að breyta stjórnarskránni á þann veg að heimilt verði að framselja fullveldið allt í hendur ESB. Þegar búið er að breyta henni á þann veg, þá þurfum við enga stjórnarskrá hvort eð er. 

Mér er sagt að ef við göngum í ESB, þá munum við komast í efnahagslegt jafnvægi. Við komumst þó ekki inn í ESB nema að koma jafnvægi á efnahagsmálin. 

Annars er eitt sem ég er að velta fyrir mér Gunnar, þegar talað er um allan mnaðin og gnægtirnar, sem fylgja inngöngu...af hverju minnast menn aldrei á láglaunalandið Pólland, sem einu sinni var voldugt iðnríki? Þeir gengu í ESB 2004 og síðan þá hafa 2 milljónir pólverja flúið land. Wonder why?

Jón Steinar Ragnarsson, 30.3.2012 kl. 02:14

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér

Tengdadóttir mín er pólsk. Við höfum rætt þetta. Og ekki án sársauka.

Og svo segir dóttir mín að borgin Brussel sé á hausnum, því þar greiða svo fáir íbúar skatt. Hefur ekki efni á rulsatæmingu. Íbúarnir ganga því með rusl sitt í vösunum.

Gunnar Rögnvaldsson, 30.3.2012 kl. 02:29

3 Smámynd: Magnús Jónsson

Jón Steinar, er hérað ofan  með eina, hreinskilnustu og tæpitungulausustu, útskíringu á hví ekkert vit er í inngöngu í ESB sem ég hef séð á prenti, haf þökk fyrir Jón, þó ekki haf þurft að sannfæra mig, húmar verður aldrei ofmetinn:-) .

Magnús Jónsson, 1.4.2012 kl. 01:11

4 Smámynd: Haraldur Baldursson

Ég er býsan hrifinn af lýsingum þínum Jón Steinar um nauðsynlegar aðgerðir til að komast inn í ESB, Við ættum endilega að koma þeim á sem fyrst....en sleppa samt inngöngunni.

Haraldur Baldursson, 1.4.2012 kl. 12:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband