Leita í fréttum mbl.is

Innvortis fjármálaleg borgarastyrjöld: hvað er það?

 
Evru- og ERM II svæði Evrópusambandsins, mars 2009
Þegar fjármálakreppan skall á myntsvæði evru og allt brást
- nema saklausir skattgreiðendur
- fjármálalegur störuleikur eftir Gunnar Rögnvaldsson
 
E. Hlutabréfamarkaðir byrjuðu að gefa sig

V. Hlutabréf banka- og fjármálastofnana urðu verst úti því hér var einmitt bankabóla að springa

R. "Fjármálamiðstöðin Írland" sem átti orðið mikið undir bankastarfsemi komið, horfði fyrst evrulanda á hlutabréfaverð banka- og fjármálastofnana nálgast fastfrosin blómabeð millibankamarkaðs evrusvæðis á ljóshraða. Sumir bankar áttu aðeins fjögur cent eftir niður í ekki neitt, eftir hafa fallið frá 21 evru hátindi og niður í það núll sem þeir eru enn þann dag í dag

U. Í örvæntingu — og af því að Írar vissu að þeir höfðu enga mynt né seðlapressu — þá ákvað ríkisstjórnin að gangast í ábyrgð fyrir öllum skuldbindingum innlendra banka í landinu. Þetta var örvænting áttavilltra manna og gert til að reyna að sporna við því að allir peningar færu á brott til útlanda úr bankakerfi landsins. Þetta er að sumu leyti sænska EMS-örvæntingar-líkanið frá því í nóvember 1992. En Svíar gátu þetta þá, af því að þeir áttu sína eigin mynt og seðlabanka — og gátu í kjölfarið fellt gengi sænsku krónunnar um 35 prósent til að koma hjólunum í gang á ný — og þannig varðveitt ytra lánstraust og greiðslugetu ríkissjóðs sem þurfti þá ekki, einnar myntar vegna, að þurrausa út í ekki neitt í atvinnuleysisbætur. Sænska ofurríkið er þó ekki, 20 árum síðar, alveg komið út úr bönkunum enn

S. Við þetta minnkaði fjármagnsflóttinn frá Írlandi nokkuð og hrun hlutabréfaverðs fjármálastofnana landsins hægði dálítið á sér

V. En við þetta hófst ofsafenginn fjármagnsflótti frá þeim evruríkjum sem gáfu ekki út auknar ábyrgðir handa sínum bönkum. Hlutabréfaverð þeirra féll hraðar og hraðar. Fjármagnsflótti úr löndum þeirra jókst og jókst  þannig að eiginfé bankanna tók að gefa eftir og nálgast lögleysu

A. Þá kom ríkisstjórn Austurríkis sem peningalegur klæðaumskiptingur út úr skápnum og gekkst í auknar ábyrgðir fyrir sínu bankakerfi
 
Ð. Þar með voru fordæmin sett á myntsvæðinu og þau ríki sem gengust ekki í auknar ábyrgðir fyrir sínum bankakerfum, gátu valið um að horfa á hlutabréfaverð fjármálastofnana sinna keyrt niður í jörðina og peningana yfirgefa landið — þ.e. flýja til þeirra evrulanda sem buðu betri ábyrgðir - eða að öðrum kosti hósta upp þeim ábyrgðum sem þeim af bjálfum í Brussel hafði verið sagt að aldrei myndu þurfa að koma til. Löndin væru jú í skjóli stærstu fljótandi peningavitleysu heimsins; þ.e. í myntbandalagi Evrópusambandsins og seðlabanka þess. Þeim hafði verið sagt að sóttvarnargirðing Maastrichtsáttmálans myndi koma í veg fyrir að áhættutöku einkageirans væri smyglað svona yfir á herðar skattgreiðenda (ríkissjóðs). En nú er Maastrichtsáttmálinn sem sagt brotinn í spón og orðinn að gjalli á 20 ára afmæli sínu.

I. Þarna geisaði eins konar innvortis fjármálaleg borgarastyrjöld á milli evruríkja. Ríkin yfirbuðu hvert annað með ábyrgðum til þess að reyna að sporna við fjármagnsflótta og hruni hlutabréfaverðs fjármálastofnana í sínu landi, hvert fyrir sig. Svona er að vera á hættusvæði

Ð. Danska ríkisstjórnin, sem síðar varð að láta undan þrýstingi, kom frekar seint út til að veita aukna bankaábyrgð. Og í þeirri fréttatilkynningu sem danska ríkisstjórinn sendi frá sér, voru nokkrir frekar óljósir punktar um það winding-up company (hluti af Finansiel Stabilitet) sem átti að taka sig af föllnum bönkum undir líkfylgd ERM-II fyrirkomulagsins. Þetta varð til þess að Danske Bank í mars 2009 var aðeins hársbreidd frá því að verða lagður í rúst með þeim 30 krónum sem eftir voru af 230 króna hlutabréfaverði bankans. Danmörk er í ERM II og því bundið á báðar fætur og hendur. Hún varð að hlýða hjörðinni til heljar, því annars væri hætta á gengishruni og þá myndi umsaminn svo kallaður gagnkvæmur "ERM-II stuðningur" frá ECB-seðlabanka Evrópusambandsins gufa upp eins hratt og hann gerði gagnvart seðlabanka Bretlands, haustið 1992. Ný fréttatilkynning var því send út í hasti til að reyna að róa markaði, hindra fullkominn fjármagnsflótta úr landinu og þurrð. Nú er svo komið að fjórum björgunarpökkum hefur verið hent til bankakerfis Danmerkur og sá fimmti er í smíðum. Því góði minn, Þýskalandið sjálft hefur nefnilega varið einum stærsta hluta landsframleiðslu allra evruríkja til bjargar sínu eigin bankakerfi. Þýskaland ræður alltaf í praxís. Og þú fylgir eftir sem ESB hundur

Þegar þarna er komið sögu er peningagólfið á myntsvæði ECB-seðlabanka evrusvæðis orðið að eggjaskurn. Það er orðið svo þunnt að hundrað þrjátíu og sex tommu snjóþrúgur þurfti að panta fyrir hættuför bankastjórnar ECB út á það. Einn maður, stuttu síðar, stóð þó af eigin sannfæringu nægilega uppréttur til að geta náð því að kasta af sér þvaginu yfir lotnar axlir kanslara Þýskalands. Hún fékk í kjölfarið hárþurrku að gjöf frá Braun. Þetta var Axel Weber seðlabankastjóri Þýskalands, sem síðan gekk út og hætti af beinum viðbjóði. En vatn hans situr þó enn á sínum stað. Framundan er því browning burst lagning fyrir öll lönd ESB í hárþurrku kanslarans

Og þarna sitja þessar ríkisstjórnir og Brussel evrulanda nú, með makkverk sín. Heimavinnan fór aldrei fram. Af evrum urðu þær apar. Gagnslausasta mynt veraldar var svo illa upp hugsuð að Evrópa liggur nú í rústum, hennar vegna

Það var gott að á Íslandi sátu ekki svona aular í forsæti og við peningavöld haustið 2008. Það hefði orðið óbærilegt fyrir okkur öll. Fullveldi Íslands var þá notað og sjálfstæð íslensk króna gerði þeim það mögulegt. Annars værum við bust
 
Það þarf að nota vöðva frelsisins. Annars visna þeir
 
. . framhald gæti orðið á sögu þessari
 
Fyrri færsla
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Vonandi að opnaðar verði Frelsisræktarstöðvar....fólk er kannski á villigötum að pumpa á fullu í líkamsræktarstöðvunum....LOL ;)

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 21.3.2012 kl. 10:21

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Hjördís


Visna vöðvar frelsisins ef þeir eru ekki notaðir?  

Sumir vilja líkja frelsinu við vöðva heilans. Ég er sammála þessari samlíkingu. Hvaða þýðingu hefur frelsið fyrir velmegun og hvað er það sem fær velmegun til að vaxa og dafna? Það er frelsið, kæru lesendur. Frelsi einstaklinga sem svo verður að frelsi heillar þjóðar. 

Frelsið er vöðvabúnt heilans og þegar það dafnar með ágætum þá eykst velmegun okkar allra. Það er þó einn hængur á þessu máli, það þarf að nota frelsið. Það þarf að koma í veg fyrir að þetta vöðvabúnt heilans visni. Með því að iðka frelsið og nota vöðvabúnt heilans þá er hægt að koma í veg fyrir að þessir dýrmætu vöðvar visni og þar með að velmegun okkar minnki. 

Ef auka á velmegun okkar allra þá þarf að standa vörð um frelsið, viðhalda því og oft að kaupa það dýru verði. Sífellt þarf að vinna að því að auka frelsi því frelsisaukning á, andstætt frelsisskerðingu, oft erfitt uppdráttar.  Þegar frelsið og sjálfsábyrgðin hverfur hjá einstaklingum og þjóðum, þá munu þær sjálfkrafa verða fátækari og fátækari.


Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 21.3.2012 kl. 15:39

3 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Aldagamall frelsisslappleiki þjóðarinnar er evt örsok þrælsóttans ?

Áhugverð pæling hjá þér,mjög svo.Takk fyrir þetta Gunnar. Við fáum svosem litla þjálfun eða fræðslu í raun hvað frelsi er. Fáum svo sem að vita að þeir sem nýta sér málfrelsi sitt eru umsvifalaust dæmdir og sektaðir svo það er kannski ekki sá hvati sem þarf til þess að fólk kaupi sér árskort í Frelsisræktinni. Kíki á framhaldið við tækifæri ;)

Það er alveg rétt, því minna frelsi því fátækari enda stefnir í það ,því miður, að s.k. millistétt verði útþurkuð í okkar heimshluta. Sá sem er láglaunaður er ekki í betri stöðu en þrælar fortíðarinnar. Þannig hef ég séð það í mörg mörg ár.  En auðvelt að blekkjast vegna þess að það sjást engir hlekkir lengur. En kjör þeirra og frelsi er vel hægt að segja að sé eins, því miður. Það eina sem fæst , í báðum tilfellum, að launum fyrir stritið er húsaskjól og matur og oft af skornum gæðum í þokkabót.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 21.3.2012 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband