Leita í fréttum mbl.is

TARGET2: Luftwaffe sem innheimtustofnun?

Fæstir stjórnmálamenn á Íslandi vita hvað TARGET2 er. Og ekki ætla ég að segja þeim hvað það kerfi er. En þér að segja, þá er þetta sjálft greiðslukerfi seðlabanka myntbandalags Evrópusambandsins. The Euro System.

Það er einnig of flókið mál að útskýra fyrir þeim sömu að í þessu greiðslukerfi evruseðlabanka — á barmi gjaldþrots — hafa seðlabankamenn um rúmlega fjögurra ára skeið leikið þann leik að senda innistæðulausar evrupeningaávísanir sínar niður í kjallara seðlabanka Þýskalands. Þar hafa nú hrúgast upp tölur sem innan skamms nálgast eina billjón evra (gríski bókstafurinn € með a trillion fyrir aftan). Tala þessi sýnir þær kröfur sem seðlabanki Þýskalands heldur nú í höndum sér gagnvart öllu seðlabankakerfi evrunnar. 

Bjartsýnismenn sögðu lengi vel að þetta væri ekkert mál, því það væri hlutverk ECB-seðlabanka Evrópusambandsins (evrunnar) að sjá um að innheimta þessar kröfur einstakra seðlabanka á hendur hvor öðrum. Ef illa færi þá myndi seðlabankinn bara prenta fyrir þessu (og um leið kaffæra Þjóðverja í verðbólgu). 

En þegar sökkulinn brast undan þessari ríkislausu ECB-peningamálastofnun fáráðlinga, þá er þeim sem seint hugsa að verða ljóst, að ECB mun ekki geta gegnt þessu útjöfnunar hlutverki þegar myntvafningurinn evra fellur saman og leysist upp í hinar upphaflegu öreindir sínar. Þetta mun óhagganlega gerast í bara einni af tveimur mögulegum útgáfum; 1) Sjálf evran fer inn í kjarnakljúfinn og verður leyst upp. 2) Sjálf evruríkin fara inn í kjarnakljúfinn og verða leyst upp sem sjálfstæð ríki. Hér er því miður engin lausn því evran er í eðli sínu eins og sníkjudýr úr hitabelti.

Þessi staðreynd stöðunnar er byrjuð að seytla agnar örlítið inn í meðvitund þýsku þjóðarinnar. Enginn hafði sagt henni frá neinu og allra síst frá eðli evrukerfisins. Seðlabankastjóri Þýskalands hefur nú lekið bréfi sínu til höfuðsalats ECB — sem órjúfanlega er nátengt pasta, tómatsósu og grískum bókstaf — til þýskra fjölmiðla. Lekinn fann sér stað fyrri parts síðustu viku.

Evrusjúkir eru orðnir það hræddir að þeir segja að kröfurnar í sendibréfi Jens seðlabankastjóra Weidmann í Bundesbankanum, til pastabanka evrunnar, um tryggingar fyrir innistæðulausum greiðslum, séu það alvarlega meintar að einungis sé hægt að uppfylla og innheima þær með hernaðarmætti (a military intervention). Þetta skrifa þeir í Financial Times í dag. Ég talaði þó um þetta við börnin mín um þar síðustu jól. Þau búa jú í ESB en vissu minna en ekki neitt, eins og flestir aðrir þar. 

Sem sagt; senda herinn til að innheimta þá gúmmítékka sem aðrir seðlabankar evruríkja hafa sent niður í kjallara þýska seðlabankans — og eiga ekki fyrir — því öngvar peningaprentvélar hafa þeir til þess. Þýski seðlabankinn er eini seðlabankinn í kerfinu sem ennþá á eftir pening fyrir kerfisgreiðslum. Það fer því að lækka risið á þaki ECB-seðlabankans, svo brátt gefst fólki tækifæri á komast þar að til að henda inn í hann matvælum.

Þessu til frekari staðfestingar leyfi ég mér að greina frá því hér að í ríkisstjórn Íslands sitja nú skjalfastir hættulega heimskustu menn allrar peningamálasögu Íslendinga. Það var og er sorglegt að Ísland skyldi þurfa að fara úr ösku banka- og útrásarvíkinga og yfir í eldborgargíg ESB-ríkisstjórnar Jóhönnu, Össurar og Steingríms
 
Fyrri færsla
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bragi

Sæll Gunnar, litli Bragi hérna megin :) Þegar þú ræðir um TARGET2, ertu þá að ræða um það sem er byrjað að tala um á bls. 6 í þessari skýrslu hér, http://www.piie.com/publications/pb/pb11-13.pdf ?

Bragi, 6.3.2012 kl. 23:43

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll kæri Bragi B.

Já, það voru og eru einmitt Simon Johnson og Peter Poone (ásamt Þjóðverjanum Hans-Werner Sinn hjá CesIfo Institute) sem byrjuðu að vekja athygli á þessu máli er varðar T.A.R.G.E.T 2 (Trans-European Automated Real-time Gross Settlement Express Transfer System)

Peter, Simon og Sinn segja að þetta sé hinn raunverulegi "bail-out mechanism" (og komi ofan í allt annað) sem hafi verið í gangi í EMU frá 2007 án vitunar amlennings, eða frá því að jöfnuður kerfisins byrjaði fyrir alvöru að skekkjast árið 2007 og kerfið hætt að hreinsa sig á ný.  
 
BuBa Target2 balance 450pix
 
Hér er kynning Simon Johnson og Peter Poone ásamt Jacob Kirkegaard á þessu pappír sínum sem þú minnist á; "Europe on the Brink". Einnig er Q&A á eftir
 
Fyrirlestur; Evrusvæðið á bjargbrúninni
Fyrirlesturinn er í þrem hlutum
Glærur; Europe on the Brink  
 
Peter Boone
 
Simon Johnson
 
Jacob Kirkegaard og spurningar og svör 
 
 
Og nú hefur sem sagt Jens Weidmann sent bréf. Hann sér hættuna út frá öðru sjónarhorni en þeir sem sjá hana frá framhliðinni á gúmmítékk og blindri trú á ódauðleika allra annarra en sín sjálfra. En það er nauðsynlegt að skilja kerfið (bókhald kerfisins) til sjá hvernig þessar kröfur verða til. . þ.e.a.s. írski bódninn sem ætlar að kaupa sér traktor frá Þýskalandi, engir peningar eru millifærðir, bara tölur á milli seðlabanka kerfisins sem síðan díla við viðeigandi viðskiptabanka: "a claim system".
 
Kveðjur 
 

Gunnar Rögnvaldsson, 7.3.2012 kl. 03:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband