Leita í fréttum mbl.is

Hirðlaus

Sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi segir að sú umræða sem fram fer um ESB á Íslandi sé ekki sú rétta umræða sem eigi að fara fram. Finnst engum skrýtið að það sem kynnt var hér sem tollabandalag, sé nú komið með heilt sendiráð á Íslandi og önnum kafið við að hella hundruðum milljóna króna inn í pólitískan áróður fyrir sjálfu sér, - sem sagt; hér í sjálfu lýðveldi Íslendinga. Finnst mönnum þetta eðlilegt? Í sjálfu lýðveldi okkar sem enn er svo ungt að það öðlaðist sjálfstæði sitt fyrir aðeins 67 árum síðan. Og það eftir árhundruða harða baráttu forfeðra okkar.

Hér er sendiherranum vorkunn, því Ísland tilheyrir ekki hinni gömlu aristókratíu Evrópu. Þar sem því var bókstaflega trúað að blátt blóð rynni í æðum þeirra sem fæddust inn í korrréttar fjölskyldur. Aristókratía þessi er enn við lýði í Evrópu og hún er enn allsherjar smekksdómari yfir þeim skoðunum sem almenningur með rautt blóð í Evrópu má hafa. Þetta gildir enn um alla afkima samfélaga Evrópu.
 
Kúltúrelítan í ESB segir t.d. enn dauðlegum hvaða skoðanir á menningarmálum menn megi hafa. Hvað þeir megi og megi ekki borða, hvað þeir megi segja og hvar. Og enn fremur hvaða skoðanir á svo mörgu öðru dauðlegir menn megi hafa.

Fyrir vikið fyllist almenningur í Evrópu oft frústrasjónum þegar óskir hans eru dæmdar sem "ólögmætar" eða "rangar" af elítu ESB-landa. Og þá er Bandaríkjunum yfirleitt kennt um þessa vanlíðan. Almenningur í Evrópu má ekki eiga sér draum, nema að hann sé fyrst blástimplaður af elítunni. Þetta er einn munurinn á Bandaríkjunum og Evrópu.

Bandaríkjamenn búa í ameríska draumnum. Þeir þurfa ekki leyfi smekksdómara fyrir því að lita hárið á sér fjólublátt, borða bollur með múrskeið eða kaupa sér bifreið sem er trukksígildi. Þeir gera það sem þeim sýnist og þegar þeim sýnist. Í Evrópu þarf fólk að fá leyfi elítunnar fyrst. Hún ræður enn hvað, hvenær og hvernig. 

Í 27 ríkjum Evrópusambandsins hefur bláæða fólki Brusselveldis ESB tekist að selja þetta nýja konungsríki sitt sem fiðurfjaðrað Evrópusamband. Og sem fyrir elítunnnar tilstilli, hefur fengið kolaða stálvængi friðardúfu. Þessi friðardúfa á spariperum er að sögn forseta Evrópusambandsins, sem enginn kaus, komin svo hátt til flugs að hún hefur — að flestum forspurðum — útrýmt þjóðþingum 27 ríkja. Og enginn segir neitt. Já þetta er Evrópa; meginland tapara, einu sinni enn

Um helgina ætlum við að hafa svið. Saltinu er stráð
 
Fyrri færsla

mbl.is Þjóðþingin orðin að ESB-stofnunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Gaman væri að vita hvað hinum trúlausu finnst um slíka innrætingu.

Helga Kristjánsdóttir, 3.3.2012 kl. 01:01

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Umræðan um EES var byggð á fölsku forsendum, og ef hér hefið verið rétt umræða og væri, þá væri Ísland í talvert betri langtíma fjármálum.

Júlíus Björnsson, 4.3.2012 kl. 15:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband