Leita í fréttum mbl.is

Ég spila ekki póker með fullveldi Íslands

Eins og við fengum að vita í nýrri skýrslu um húsnæðismarkaðinn í evruríkinu Írlandi, þá er evru-ástandið í því landi orðið þannig að þeir einir sem hafa bestu og tryggustu stöður hjá hinu opinbera — eða eru að öðrum kosti í vinnu hjá erlendum stórfyrirtækjum — geta fengið lán til húsnæðiskaupa. Og þá fá þeir ekki meira en sem svarar til 60 prósentum af kaupverði. Þessu greindi ég frá í síðustu bloggfærslu.

Og nú eru danskar húsnæðislánastofnanir hættar að lána Dönum til húsnæðiskaupa ef þeir búa úti á landi þar sem svo vill til að verð margra fasteigna er fallið niður í hálfa milljón danskra króna, eða sem svarar til 11,5 milljónum íslenskra króna. Upphaflega ástæðan fyrir þessari þróun er sú að Danmörk gekk í Evrópusambandið árið 1973. Á þeim tíma sem liðinn er frá inngöngu Dana í sambandið, hefur dönskum landbúnaði hrakað það mikið að hann er að deyja. Og með landbúnaðinum deyr danska landsbyggðin. Hið samfélagslega hlutverk dansks landbúnaðar og afleiddra atvinnugreina var það mikið. Ég þekki þetta því ég bjó í jóskri mold í 25 ár. Atburðarásin hefur nú náð því stigi að danskar húsnæðislánastofnanir, sem allar eru evrutengdar, vilja ekki lengur lána fólki peninga til þess að kaupa sér húsnæði í ESB-kirkjugarði Danmerkur á landsbyggðinni. Gott og vel segja kratar.

Á Hvanneyrarfundi Sjálfstæðismanna í Borgarfirði í haust kom ég og jós úr mér að verið væri að drepa Ísland með engri alvöru og pólitískt djúpri byggðastefnu* í landinu. Fyrir góðra —og vonandi tryggra— flokksmanna tilstilli, rataði neisti af þessu inn í Landsfundarályktun flokksins í byggðamálum. Það búa jafn margir á Íslandi í dag og á tímum Snorra Sturlusonar. Höfuðborgarsvæðið hér frátalið. Það var heldur ekki til þá. Þetta er í einu orði sagt brjálæði! Fullkomið brjálæði. Land sem ekki er notað verður á endanum tekið af okkur. Tekið af okkur. Numið af öðrum. Skiljið þið þetta?

Helstu afleiðingar engrar alvöru stefnu í þessu lífsnauðsynlega máli eru; bólugrafið hagkerfi áratugum saman, með tilheyrandi ónauðsynlegri verðbólgu. Svæsin eignaupptaka. Miklu minni nýsköpun. Glötun verðmæta. Minni samkeppni. Meiri fákeppni. Og afkynjun höfuðborgarsvæðisins (svo ég þurfi ekki að nota hér orðið úrkynjun), sem komið er úr tengslum og tryggum festum við landið. Það er orðið að skráargati Íslands. Það er ekki heppilegt að allir búi í skráargati. Í engu ríki heimsins getur þessu verið svona farið nema í Mónakó og Andorra. Ósló er bara 500.000 manns. En í landinu búa fimm milljón manns. Okkar höfuðborg er því miður ekki lengur höfuðborg fyrir land fiskimanna, bænda og smærri atvinnurekendur. Býrð þú í skráargati Íslands?

Ég sagðist ekki spila póker með fullveldi Íslands. Þess vegna hef ég ekki enn þorað að gerast meðlimur í stjórnmálaflokki. Að mínu mati eru menn að spila póker í stjórnmálum ef þeir segja eitt við kjósendur en gera svo allt annað og öfugt eftir kosningar. Sjálfstæðisflokkurinn, sem er mér kær, hefur ekki enn afneitað nógu skýrt og afdráttarlaust fyrir mér og öðrum, að hann, undir ENGUM kringumstæðum, vilji EKKERT með NEITT af neinni Evrópusambandsaðild hafa með að gera. Að þar standi 0,00000 og void inni á bankabók flokksins. Að Ísland gangi ALDREI í neitt ríkjasamband og ekki í neitt Evrópusamband. Flokkurinn hefur heldur ekki enn eiðsvarið óskertu fullveldi landsins í peningamálum algera hollustu sína. Ég bíð. Á meðan hleður Vigdís Hauksdóttir og Sigmundur Davíð fullveldispunktum Framsóknarflokksins inn á kjörseðil minn. Hvað á ég að gera? Ég spila ekki póker á kjörstað.

Hér eru tvö viðtöl: Davíð Oddsson og Vigdís Hauksdóttir. Af hverju eru þau ekki þrjú, viðtölin? Því miður eru þau ekki bæði í kjöri. Þá væri val mitt ljúft og létt. Gerðu eitthvað maður!
 
* Nei: Byggðastefna er ekki það að ríkissjóður kjördæmapoti trilljón krónum inn í Göt á fjöllum

Fyrri færsla:
 
 
Tengt:
 
Ný rannsókn Íslandsbanka, PDF; Þýðing sjávarklasans í íslensku efnahagslífi + Heimasíðan 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hér voru allir með æviráðingar samning hjá ríkun í klíku í gamla daga og gætu fengið með 33% útborgun raunvaxtalaus en verðtryggð til fasteign kaupa.  Þetta gétu líka flestir sem áttu 33% úborgun , aldrei kvörtuð mínir ættingjar í öllum stéttum  fæddir fyrir og eftir 1900 yfir vaxtaokri. Almenningur á Íslandi ræður ekki stærð á fasteignum í boði eða hefur val um lánstíma eða lánform hér fyrir hrun. Írland er ekkert líkt, þar voru það skammtíma UK bygginga fjáfestar sem töpuðu slatta á innfæddum. Í nýbyggðum fasteignum.  

Ef við [þjóðverjar og Frakkar og Bretar] byggjum ekki og nýtum okkar land allt mun það verða annarra í framtíðinn. Sönn voru þau orð á sínum tíma varnaðarorðinn. Stóru hákarlarnir éta þá minni og svo koll af kolli.  Nú er bara eftir slátra eignalega þeim 10% sérhagsmunasekkjum sem eftir eru Íslandingar í þrjá kyslóðir.

Bolchevisminn hann finnur sér farvegi.  Þökkum Guði fyrir að sumir mætir eru komnir undir græna torfu. 

Júlíus Björnsson, 27.2.2012 kl. 03:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband