Leita í fréttum mbl.is

160 þýskir skattheimtumenn svífa til jarðar í Grikklandi

Um er að ræða 160 manna setulið þýskra skattheimtusérfræðinga sem aðstoða eiga við innheimtu skatta og gjalda af almenningi í ESB- og evruríkinu Grikklandi. Matsfyrirtækið Standard & Poor's flokkar nú Grikki sem gjaldþrota þjóð í gjaldþrota ríki. Stjórnmálamenn Grikklands hafa sumir hverjir verið fyrri til og þegar flutt peninga sína úr landi. Kannski þeir hvíli í sama skattaskjóli og lúxuslífeyrissjóðir 1.100 embættis- og stjórnmálamanna Evrópusambandsins gerðu í byrjun ársins 2009.

Reuters - evruríkið Grikkland
Fjármálaráðherra Norður-Rínar fylkis í Þýskalandi, Norbert Walter-Borjans, segir að Grikkland standi nú í svipuðum sporum og Austur-Þýskaland gerði þegar það kom gjaldþrota og eyðilagt undan kommúnisma Sovétríkjanna. Afleiðing 30 ára aðildar Grikklands að Evrópusambandinu og 10 ár þess í myntvafningi sambandsins, er sem sagt ekki nein hörmungaleg smásmíði. Svo virðist sem evran hafi jafnvel virkað betur en til var ætlast; sem gereyðingarvopn. Hver kann að umgangast gereyðingarvopn? Aðeins tveir möguleikar eru; on eða off

Almennt er talið að síðsta innheimtuferð Þýskalands inn í Grikkland hafi ekki verið nægilega hámörkuð. Þessi gangi þó betur, þar sem Þjóðverjar telja sig orðna sérfræðinga í Evrópufræðum.

Fyrri færsla
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Verða þeir ekki bara að semja um að borga das Reich til baka í geitaosti, eða er landbúnaðurinn dauður út af evrunni?

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 28.2.2012 kl. 12:07

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er skelfilegt og inn í þetta vilja VG og Samfylkingin teyma okkur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.2.2012 kl. 12:46

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur innlitið 

Eini seðlabanki Grikklands sem gefa má út peninga er í Þýskalandi. Hann hefur frá og með í dag neitað að taka við ríkispappírum gríska lýðveldisins sem tryggingu fyrir að fá seðla til baka út úr þessu erlenda peningayfirvaldi landsins í Frankfurt í Þýskalandi.

Nú hefur Grikkland engan seðlabanka og má ekki gera neitt. Ekki gefa út peninga. Og ekki ráðstafa peningum samkvæt stjórnarsrká eða í umboði kjóenda. Landið getur ekkert gert nema dáið: ECB Suspends Greek Debt as Collateral After S&P Downgrade

Gunnar Rögnvaldsson, 28.2.2012 kl. 14:02

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Og enn er til fólk hér á Íslandi sem heldur að við getum kíkt í einhvern pakka og kosið svo um málið.  Skelfilegt að upplifa slíkan þorskaskap.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.2.2012 kl. 14:09

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þorskur er miklu meira virði en evra. Hann er gull. 

Ég leyfi mér því, Ásthildur, að umskrifa þetta orð yfir í bjána-skap. En þeim skap er alltaf nóg til af í ESB.

Gunnar Rögnvaldsson, 28.2.2012 kl. 17:12

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég verð víst að biðja þorskinn afsökunar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.2.2012 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband