Leita í fréttum mbl.is

Börsen-Zeitung: Ende des Eurosystems

Das Eurosystem ist am Ende

Þýska fjármálablaðið Börsen-Zeitung, sem hóf göngu sína í febrúar 1952, segir að hér með hafi evrukerfið eins og við þekkjum það látið lífið. Það sem blaðið á við er eftirfarandi:

Sumir hafa kannski tekið eftir því að í fyrradag breytti ECB seðlabanki Evrópusambandsins reglum þeim er lúta að veðhæfni þeirra eigna sem seðlabankar evruríkja geta notað sem tryggingu fyrir því að fá peninga út úr sköpunarvél ECB seðlabanka evrunnar. En hér er þó eitt stórt og mikilvægt EN. Reglunum var ekki breytt fyrir alla seðlabanka evruríkja. Þeim var aðeins breytt fyrir suma. Þessir sumir seðlabankar eru:

Central Bank of Ireland (bust? Ja)
Banco de España (bust? Ja)
Banque de France (bust? tja, hvað sagði ríkisendurskoðun?)
Banca d’Italia (bust? Ja)
Central Bank of Cyprus (bust? Ja)
Oesterreichische Nationalbank (bust? Ja)
Banco de Portugal (bust? Ja) 

Til hamingju ESB
Þessir seðlabankar evruríkja geta nú komið til ECB seðlabanka Evrópusambandsins og sótt sér seðla gegn því að láta af hendi veðhæfar eignir sem ekki væru teknar gildar þegar um aðra seðlabanka evrukerfisins er að ræða. Þetta þýðir að evrukerfið, eins og við þekktum það, er hér með bráðkvatt. Og þá vitum við einnig á hvers(u) hangandi eina hári bankakerfi ofangreindra sjö evruríkja eru í raun og veru. Þetta, var okkur sagt, átti ekki að geta gerst.

Næsta skref tilvistarkreppu evrunnar, spái ég, verður tekið niður á við. Þessi tilvistarkreppa myntbandalagsins mun færast úr höndum stjórnmálamanna, niður og út á götur og stræti til borgaranna. Fyrirtækin hafa jú mörg hver þegar brugðist við. Borgararnir munu hætta að treysta á evruseðla og fullþroskuð verðmætakreppa mun brjótast út (e. value crisis). Þessir seðlar eru ekki lengur eins. Eru ekki allir eins. Ekki eins.
 
 
JSB 
Whene'er I take my pipe and stuff; JSB
 
 
 
 
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Grunn kerfi þjóðverja og Frakka er úthugsuð til næstu hundrað ára að mínu mati. Það er ekki verið tjalda til einnar nætur eða stofna margra alda valda yfirburðum í hættu.  Þess vegna er oft hægt að álita mörgum árum síðar, þvílíkir snillingar. Hvað var plottað í ára dag. Auðvelt er apa sauði, sannar sagan. 80% heila eru sauðir og þessvega er auðvelt að apa 80%.  Hér er 80% vegið meðtal, hinsvegar eru til 100% sauða leppríki.  

Júlíus Björnsson, 10.2.2012 kl. 22:29

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Megi evruland RIP

Ragnhildur Kolka, 11.2.2012 kl. 08:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband