Leita í fréttum mbl.is

Sprakk á sandi

Konan mín opnaði með vilja fyrir útvarpsþátt sem ber nafnið Sprengisandur. Þar var því blákalt haldið fram að sitjandi ríkisstjórn hefði bjargað Íslandi frá gjaldþroti. Og þessu var ekki einu sinni andmælt af blaða- svo kölluðum mönnum. Stalíngrad.

Staðreyndin er sú að Geir Haarde og stjórn hans bjargaði Íslandi frá gjaldþroti með neyðarlögum sem sett voru. Sjálfstæði og fullveldi Íslands var virkjað til þess að setja neyðarlög. Lögin var hægt að setja í praxís og með virkni því Ísland á sína eigin mynt. Það gat og getur varist. Vinstri grænir gátu ekki stutt þessa björgun Íslands frá gjaldþroti og sátu því hjá.
 
Helsti kjarkmaður þess að Íslandi var þrátt fyrir allt bjargað, var síðan —ásamt tveim heiðursmönnum— varpað á dyr Seðlabanka Íslands. Strámaður Vinstri grænna og Samfylkingarinnar var síðan ólöglega settur í öll þrjú embætti þeirra. Kreml. 

Svo var í þættinum sagt að Geir Haarde ætti að sitja áfram sem sakborningur í ríkisréttinum því sökum fátæktar landsins hefði ákærulið alþingismanna ríkisstjórnarflokkanna ekki annan stól til að bjóða honum sæti í. Sem sagt; eini lausi stóllinn sem til er handa Geir H. Haarde er ragmagnsstóll ríkisréttarins. Og þar skal maðurinn sem bjargaði Íslandi frá gjaldþroti dúsa fyrir að hafa bjargað Íslandi frá gjaldþroti. Moskva.

Svo var ekki sagt frá því í þættinum að ríkisstjórn kommúnista og Samfylkingarsukks reyndi í tvígang að annúllera björgun Íslands frá gjaldþroti með því að semja austurþýska stasisamninga við óvini kjósenda landsins og þannig reyna að færa áhættuna aftur yfir á herðar fólksins. Þetta mátti þjóðin tvívegis halda út að horfa upp á. Steingrímur þreytti.   

Svo var sagt að eitthvað uppgjör við svo kallaða "frjálshyggju" hefði ekki farið fram og því þyrfti maðurinn sem bjargaði Íslandi frá gjaldþroti að dúsa áfram í eina stólnum sem hægt var að finna handa honum einum.
 
Þetta finnst mér merkilegt, því uppgjörið við kommúnismann, sem er versta manngerða plága sem yfir mannkynið hefur dunið, hefur aldrei farið fram. Hér hangir Lenín- og Stalín gengið ennþá uppi á vegg hjá stjórnmálamönnum, blaðamönnum og rithöfundum sem síðan steyta hnefa uppi á lofti þar sem enginn sér til - nema á fyrsta í maí. Þetta endurspeglast á þeim Stalínstól sem Geir Haarde hefur verið settur í. Og þeir sem voru með honum í ríkisstjórn hafa komið honum þangað.
 
Skítapakk.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband