Leita í fréttum mbl.is

Langtímavextir í evruríkjum

Langtímavextir í evruríkjum

Stækka.

Áminning - Tímaritið Þjóðmál, haustið 2008, þriðja hefti, fjórði árgangur:

"Umræðan á Íslandi er orðin þannig að menn eru farnir á líta á evru sem fyrsta flokks hagstjórnartæki, en ekki sem þá annarsflokks pólitísku lausn sem hún fyrst og fremst er hugsuð á vandamálum meginlands Evrópu.

Þegar Helmut Kohl kom með hattinn í hendinni til að biðja bandamenn um leyfi fyrir sameiningu Þýskalands, sá François Mitterrand samstundis að þarna opnuðust sjaldgæfar dyr til svo að segja að þvinga Þjóðverja með í myntsamstarf. Þjóðverjar höfðu aldrei haft mikinn áhuga á sameiginlegu myntsvæði, því þýska markið hafði reynst þeim vel, svo sameiginleg mynt var þeim aldrei ofarlega í huga.

Öll undirbúningsvinnan við evru var hastverk og lítið sem ekkert var farið eftir skoðunum akademískra hagfræðinga og sérfræðinga á forsendum og skilyrðum fyrir því að svona myntsamstarf gæti heppnast vel. Werneráætlunin frá 1970 var því tekin fram aftur, eftir að hafa verið kistulögð árum saman, stílfærð og sett í framkvæmd. Aðeins eitt land af ellefu uppfyllti öll upptökuskilyrðin þegar ákveðið var hvaða lönd gætu tekið upp evru, nefnilega Lúxemburg, en Werneráætlunin er verk Pierre Werner fyrrverandi forsætisráðherra Lúxemburgar." Lesa alla greinina; Þrífst frelsið í faðmi ESB og evru?

Og nú ræður Þýskaland yfir Evrópu á ný. Þetta tókst! Loksins, loksins er Evrópa fallin!

Grikkir minnast orða Thatchers

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hvað merkir leppríki á Íslensku frá 830 til 1970?  Hver voru fyrrvarandi leppríki Kreml. Malta er hún ennþá Leppríki UK?  Hvernig fer Leppríkjum þegar kreppa skellur á hjá Miðstýringunni, sjá sögu Rómar í 1000 ár. Grunnur sem öll síðar tíma stöndug stofnanna ríki byggja á. Reynsla 1000 ár.     "Commission" merkti hér áður Ráðstjórn og "Regulations" er lagalegir reglurammar sem eiga að halda en alls ekki verka og stjórna óbeint vali. Regluverk er líka hluti af ranghugmyndum sem plantað hefur verið inn í Íslenska heila síða útvíkkunar áfrom ráðstjórnar voru upplýst í baklandi untanríkjaþjónusta núverandi ósjálfstæðra skuldaþræla. Íslend eitt sér er sannarlega búið að skuldsetja sína þegna upp á að því er virðist óþvingað.  Langtímavextir eru um 5,0% í UK min. vegna þess að inflation er þar um 150% á öllum 30 árum hingað til. Raunvaxta karfan hér hinsvegar undir verðbólgu vörnum er um 8,0% á sérhverja heimilisstofnun á 30 árum.  UK er með 1,99% raunvexti á nýjum verðtyggingar veðsöfum, fyrstu 30 árin það er þroska tímabilið. EU ráðstjórn hefur alltaf vitað um þennan veikleika hér.  Hvert markmiðsríki útvíkkunar herferðarinnir fær og hefur fengið sína meðferð með tilliti til innanríks mála verðandi og núverandi Leppríkja.   

Júlíus Björnsson, 28.1.2012 kl. 14:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband