Leita í fréttum mbl.is

Króatía: já aðeins tekið gilt. Tilgangslaust að mæta á kjörstað

Kosningabúr Evrópusambandsins eru og hafa alltaf verið innréttuð sem pyntingaklefar gegn lýðræði og frelsi. Um tíma leit út fyrir að það kæmi nei út úr meirihluta þess minnihluta Króata sem töldu það ómaksins vert að mæta á kjörstað í svo kölluðu "þjóðaratkvæði" Króatíu um ESB-innlimun landsins á sunnudaginn. Aðeins 44 af hverjum 100 kjósendum greiddu atkvæði.  

Þetta voru ekki góðar fréttir fyrir boðbera sovétlýðræðis Evrópusambandsins. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar voru því þau að segja og gefa í skyn að kosið yrði þá bara aftur um sama hlutinn. Afleiðingin í praxís varð sú að tilgangslaust var fyrir Króata að mæta á kjörstað og greiða moskvuatkvæði um það sem hvort sem er aldrei var í boðinu. Því réðu 28 prósent þjóðarinnar örlögum landsins í þessum moskvukosningum Evrópusambandsins. 

Og nú er Ísland að komast í þennan pyntingarklefa ESB, því yfirkommúnistar landsins - eins og alltaf áður - ætla lýðveldi okkar þau örlög að verða lagt niður og sameinað nýju stórríki Evrópu. Áður hét þetta stórríki Sovétríkin, sem um tíma voru ný og girnileg of mörgum fáráðlingum á Íslandi. Nú heitir stórríkið hins vegar Evrópusambandið, og er næstum því glænýtt fyrir nokkuð sömu fáráðlinga landsins og fleiri. Gardínuræður fáráðlinga um gluggatjöld ESB eru því daglega haldnar á Íslandi í dag.

Þöglir Króatar neita þátttöku í sovétríki Evrópusambandsins


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Örlög Íslands, glóandi stimpill og þú tilheyrir okkar hjörð,viðurstyggð.

Helga Kristjánsdóttir, 25.1.2012 kl. 02:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband