Leita í fréttum mbl.is

Pumpuverk ESB-Titanic tekið úr sambandi

Myntbandalagið sekkur
 
Standard & Poor's (S&P) tók rétt í þessu pípulögn Evrópusambandsins út í sökkvandi evruskipið úr sambandi með því að klippa fyrsta bókstafinn úr sjóhæfnisskírteini hins svo kallaða björgunarsjóðs evruríkja, sem öll eru að sökkva ofan á sjálfan björgunarbátinn. Sjóðurinn hefur hér með misst eitt A af þremur mögulegum í lánshæfni. Hann er ekki lengur það sem hann átti að vera; skuldabréfaútgefandi með traust lánshæfnismat. Bara AA+ stendur eftir og fjara mun hratt undan þeim tveim. Fyrir helgina lækkaði S&P lánshæfniseinkunn 13 evruríkja samtímis. Lækkun S&P á lánshæfniseinkunn sjóðsins í dag staðfestir að þessi björgunarsjóður sé ekkert annað en skottið á evruríkjunum sjálfum, sem þau elta. Hah ha ha hah ha. Þau keppast við að pissa í sameiginlegan skóinn. Enda passaði hann engum.

Þann fyrsta júlí í fyrra skrifaði ég eftirfarandi í athugasemd til bloggvinar míns, Einars Björns Bjarnasonar, um þennan svo kallaða björgunarsjóð evrulanda;

"Þarna í ESB er skalkað og valkað með það sem fólkinu var sagt í byrjun að gæti og mætti ekki gerast.

Reynt er að leggja lag (layer) á milli þess sem fer raunverulega fram og þess sem regluverkið átti að gæta þ.e. að lögunum og að anda laganna væri framfylgt. Þetta er eins konar "intermediate-layer" til að komast framhjá reglum þessi svo kallaði björgunarsjóður. Hann var sagður vera "general purpose vehicle", en allir vita þó fyrir hverja hann er ætlaður.

Átti ekki ESFS-björgunarsjóðurinn að vera AAA-rated fyrirbæri þar sem á bak við liggjandi lönd, með sem flestar AAA eða svipaðar einkunnir, áttu að standa í ábyrgð? Og því gæti sjóðurinn gefið úr AAA-klassa-skuldabréf (govt.backed.bonds) sem markaðurinn væri sólginn í og sem kæmu í stað verðlausra ríkispappíra stakra evrulanda á leið í ríkisgjaldþrot?

Ef þessu (downgrades/lækkun á lánshæfni) heldur svona áfram þá munu skuldabréf EFSF missa AAA einkunnina, eða þá að færri og færri evrulönd geta komið að stuðningi við þennan sjóð og þannig þyngja og þyngja álagið á þau lönd sem enn eru með AAA eða svipaða lánshæfni og sem standa enn á bak við sjóðinn.

Á endanum munu þau öll þurfa lán úr sjóðnum, þ.e. nema þau forði sér úr evrusvælunni.

Þetta er eins og menn sem ætla að koma skipi sínu af strandstað með því að henda vélinni fyrir borð. Eða þá reyna að synda með björgunarbát fullan af fólki í bandi vegna þess að það var ekki pláss fyrir alla, en hoppa síðan um borð þegar hákarl kemur og þá sökkva allir."
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband