Leita í fréttum mbl.is

Ítalía kemst frá A til B, þökk sé evrunni

4 Grikkland EPA október 2011

Mynd; úr Sovétríki Evrópusambandsins.

Lánshæfnismatsfyrirtækið Standard & Poor’s lækkaði í dag lánshæfniseinkunn ríkissjóðs Ítalíu frá A niður í BBB+ sem er þar-næsti flokkur fyrir ofan rusl. Ítalía er þriðji stærsti ríkisskuldari í heiminum, þriðja stærsta hagkerfi evrulanda, tíunda stærsta hagkerfi heimsins en hefur ekki séð hagvöxt í samfellt 10 ár. Samkvæmt tilskipun frá seðlabanka Evrópusambandsins hefur ókjörinn ESB-embættismaður verið settur inn í embætti forsætisráðherra á Ítalíu. 

Mikilvægt: "Hans & Grétu þensluskapandi niðurskurðaraðgerðir" (e. Emu's Expansionary Austerity Fairy Tail Ritual); Þessi athöfn fer svona fram; þú stingur hníf í hagkerfið og býst við að blæðandi hag þess vaxi kraftur. Þegar árangurinn kemur til þín í formi hrynjandi landsframleiðslu, minnkandi tiltrú markaðarins, versnandi lánskjörum og súgþurrkun skattatekna ríkisins, þá endurtekur þú athöfnina þangað til kenning Einsteins um heimsku mannanna er að fullu sönnuð. Svona fara "Hans & Grétu þensluskapandi niðurskurðaraðgerðir Evrópusambandsins" fram. 

Þetta stóra BBBplús skref ESB Ítalíu mun svo leiða af sér einkunnina BBB og síðan BBB mínus. Púðurtunnuaðild landsins — undir yfirstjórn Hans & Grétu þensluskapandi niðurskurðaraðgerða Brussels og seðlabanka Evrópusambandsins, með aðstoð AGS — mun svo sjá um do deska den skiptimiðaferðalag Ítalíu ofan í ruslið.

Skuldatryggingaálagið á ríkissjóð Ítalíu var 502 punktar nú fyrir helgina — tæplega 70 prósent þyngra en á ríkissjóð íslensku krónunnar — og mun líklega þyngjast mikið eftir þessa atburði föstudagsins, frönskum bönkum til ógleði.

Loksins komst ESB-frystikistan Ítalía frá A til B, þökk sé þeim afglöpum að hafa kastað sjálfstæðri mynt landsins fyrir róða. Landið tók upp keppikeflið evruna sem orðin er helsta teiknið á lofti fyrir sjálfsmorðskapphlaupi 17 ríkja Evrópu niður á botn hins svo kallaða alþjóðasamfélags Samfylkingarinnar. Holræsið sem Vinstri grænir standa nú fallnir fastir með hausinn í.

Það kom miklu meira frá S&P í dag - og enn meira er í vændum. Mbl: Lánshæfismat evruríkja lækkað 

Evrulandið Ítalía á enga mynt

Í nóvember heimtaði miðstjórn Sovétríkja Evrópusambandsins í Brussel að matsfyrirtækin birtu ekki niðurstöður sínar fyrr en eftir lokun markaða og viðskipta. Standard & Poor’s tilkynnti því ekki opinberlega um lækkað lánshæfnismat níu evruríkja til viðbótar í dag fyrr en eftir lokun markaða alla leið vestur yfir Atlantshaf til Bandaríkjanna. En fréttin hafði þá fyrir löngu borist út því faglegar feitar skattfrjálsar kjaftakerlingar embættismannaveldis Brussels höfðu þá lekið fréttinni í alla heimsins fjölmiðla; jafnvel löngu fyrir lokun putalands markaða í svo þýðingarlausu pleisi sem Evrópu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo er maður sakaður um Þórðargleði fyrir það 1 að benda á hið augljósa!

GB (IP-tala skráð) 14.1.2012 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband