Leita í fréttum mbl.is

Bankakerfi evrulanda nagandi gulnaðar rætur lokuð af frá umheiminum

Maður með minna en hundsvit á peningamálum veit auðvitað ekki að evruríkin urðu frá og með fyrsta upptökudegi evru að litlum varnarlausum en opnum hagkerfum, sem þar með mynduðu hið stóra en lokaða hagkerfi einræðis; sem í daglegu tali kallast evrusvæðið. Réttnefni þessa svæðis er druslusvaðið í dag. Þannig standa mál þessa myntsvæðis.

Maður með minna en hundsvit á peningamálum fyrir tveim áratugum síðan hefði að sjálfsögðu trúað því sem nýju neti þá að land hans dytti dautt og ómerkt niður tæki það ekki hundakexið evru upp og þjösnaði því þurru niður kok þjóðar sinnar. Sautján hundsvit í evrubúri hafa þannig í askana verið látin, engum til gagns, en öllum til ógagns.

Fyrst fór evrusvæðið inn í lausafjárkreppu heimsbyggðar. En af því að evrusvæðið samanstendur af litlum varnarlausum opnum hagkerfum sem mynda eitt stórt lokað hagkerfi evru-einræðis, þá varð þeim þar allt að ríkisskuldakreppu, sem síðan stökkbreyttist í ríkistilvistarkreppu evruríkja, og sem nú — eina ferðina enn — er reynt að leysa með því að hella enn meiru af snöggvast losuðu fé ofan í þessi granúleruðu bankakerfi evruríkja. Nú í þeirri von að bankar þeirra geti á einhvern dularfullan hátt lánað hinum varnarlausu ríkisstjórnum evruríkja þessa sömu peninga með því að kaupa af þeim ríkisskuldabréfin sem enginn ódrukkinn fjármálari með bara hálfu viti vill kaupa.

Svona verður þessu fyrirbæri er evrusvæði nefnist sparkað áfram niður götuna inn í hundabúrið til hans Össurar Skarphéðinssonar. Þar mátar hann sínar gulnuðu rætur á forsætisráðherraínu flokksins. Jafnvel háskólalygasögur Goríks toppa ekki þetta. En þaðan kemur næstum öll Jóhönnustjórnin. 
 
Ofurlauna elítan í Brusselgarði er nú orðin svo hrædd að hún þorir hvorki að selja sínar gulu rætur né fasteignir lengur, af ótta við að sitja uppi með andvirðið í einmitt evrum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband