Leita í fréttum mbl.is

Hvort skiptir meira máli?

Spurning til Íslendinga. Hvort skiptir okkur meira máli hér á landi? 
  • Hið innlenska hagkerfi Íslands
  • eða heimurinn fyrir utan Ísland. 
Hvort er Íslendingum mikilvægara?

Þeir sem auðtrúa eru og hafa í gegnum söguna viljað ganga erlendum yfirvöldum á hönd, ættu að hugsa sig hér vandlega um.

Rétta svarið er þetta: Hið innlenska hagkerfi er þeim sem byggja þetta land óumræðilega mikilvægara en heimurinn fyrir utan Ísland. Umheimurinn skiptir vissulega miklu máli. En það er hér í landinu sem við lifum, öndum og deyjum. Íslenska krónan er þess vegna rétti gjaldmiðillinn hér í okkar innlenska hagkerfi. Ef hún væri það ekki, þá yrðum við að lúta erlendu yfirvaldi sem lítinn sem engan áhuga hefði á þeim sem hér lifa, anda, starfa og deyja. 

Þessi varð raunin í Grikklandi, Írlandi, Portúgal, Ítalíu og á Spáni. Þessi lönd misstu völdin yfir sínu innlenska hagkerfi. Þau hefðu aldrei átt að taka upp hvorki mynt Evrópusambandsins, né neinna annarra ríkja. Þarna —eftir aðeins 12 ár— er Evrópusambandið þegar orðið að ríki í ríkinu og hið innlenska hagkerfi fólksins sem ber það uppi skiptir ekki lengur máli. Svartnættið er komið.
 
Fólkið er smá saman að fatta að Evrópusambandið er einungis deyjandi smábrot af umheiminum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Rátt segirðu að vanda Gunnar. Það sem við þyrftum að einbeita okkur að er að berjast gegn verðbólgunni og öllu sem henni veldur. Þá gætum við sparað allt þessta tal um ónýtan gjaldmiðil, verðtryggingu og þessvegna hærri fjármagnsgjöld en annarsstaðar. Það er verðbólgan sem er hættulegust fyrir allt okkar líf. Hún verður aldrei núll í heilbrigðu samfélagi en 6 % er of hátt. Við þurfum þjóðarsátt. En þetta endemis Alþingi sem við nú búum vbið er gersamlega ónýtt að fást við það. Sigurður Kári dregur upp nokkuð góða mynd af því hvernig þar er ástatt í viðtali í Mogga.

Halldór Jónsson, 25.12.2011 kl. 12:52

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Gleðileg jól Halldór minn kæri og takk fyrir innlit

Þeir sem lifa ekki 6 prósent verðbólgu af eru væsklar og fyrirfram dæmdir til öryrkju, vols og væls.  

Mig grunar að á næstu mörgum árum munu menn sakna verðbólgu meira en oft áður. Ríkidæmis- og framfaraverðbólguna okkar þekkjum við báðir. Það krefst síns manns að þola holótta veginn til ríkidæmis fjöldans. 

Ég óttast ekki verðbólgu. Hún er 100 sinnum skárri en verðhjöðnun í eigna- og skuldaumhverfi.

Gunnar Rögnvaldsson, 25.12.2011 kl. 15:15

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Áuðvitað skeður ekkert án einhverrar þesnlu. Er ekki bara eitt sent eftir af gamla dollaranum hans FDR?

Það er hinsvegar erfitt að verðtryggja sparifé og útlán svo algerlega tryggt sé. Það er ekki hægt að innheimta stökkbreyttar skuldir eins og hjá heimilinum þegar ríkisvaldið stökkbreytir þeim til dæmis með skattahækkunum.

Ég óska þér til hamingju með umfjöllun sjálfs Davíðs um þig í Mogga. Það var að verðleikum allt sagt.

Halldór Jónsson, 27.12.2011 kl. 17:08

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér góðar kveðjur Halldór

Já. Varðveisla verðmæta er mikilvæg og oft afar erfið. En að þora að taka áhættu er alltaf það sem býr þessi sömu blessuðu verðmæti til sem menn svo síðan ákaft vilja varðveita. Við þurfum á fólki sem þorir að taka áhættu. Án þeirra verða engin verðmæti til. Marga litla kapítalista sem þora að taka áhættuna samfara því að fara fram úr rúminu og sækja fisk, fugl, hey, möl, sement sem annað og draga heim í búið og oft yfir erfiða sjói og fjallvegi að fara.

Gunnar Rögnvaldsson, 27.12.2011 kl. 20:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband