Leita í fréttum mbl.is

Bankakerfi Þýskalands knýr skuldasöfnun landsins áfram

Drivers of Public Debt Increase 2007-2011
 
Mynd AGS. Helstu drifkraftar skuldaaukningar fjögurra þjóðarbúa miðað við landsframleiðslu á tímabilinu frá 2007 til 2011: 1) Ríkissjóður Þýskalands er undir áhlaupi frá bankakerfi landsins. 2) Ríkissjóður Ítalíu er kominn í skrúfstykki versnandi lánskjara vegna lélegs lánstrausts evrulanda. 3) Tekjutap franska ríkissjóðsins er vegna ósamkeppnishæfni, minnkandi útflutnings, atvinnuleysis og aukins vaxtakostnaðar. 4) Tekjutap ríkissjóðs Bretlands færist sem þjóðarskuld og er vegna niðurskurðar og lækkunar t.d. virðisaukasaktts.
 
Það eru líklega ekki margir sem gera sér grein fyrir því að ríkisafskiptin af bankakerfi Þýskalands eru ein þau mestu í vestrænum heimi. Þýskaland gengur nú um evrusvæðið með móralskan bendipinna og skipar evrulöndum út og suður fyrir verkum á meðan ríkisstjórnin í Berlín safnar skuldum til að halda bankakerfi landsins ofansjávar. Skuldaaukning Þýskalands vegna björgunar gangandi gjaldþrota bankakerfa landsins er hrikaleg. Bankar í eigu þýskra stjórnmálamanna í Landesbankakerfi Þýskalands hafa hlotið hrikalega útreið vegna glæfra. (AGS: PDF)
 
TARGET2* greiðslukerfi seðlabanka evrusvæðis er á sama tíma að komast í þrot. Aðeins þýski seðlabankinn á nokkra fjármuni eftir - líklega til nokkurra daga. Hvað þá tekur við veit enginn (FT).

Eins gott er að þýskur almenningur skilur hvorki upp né niður í neinu. Ef hann vissi hvað á seiði er þá þyrði ég varla að mæta honum á næsta götuhorni.
 
 
* (Trans-European Automated Real-time Gross settlement Express Transfer system)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Ætli Jóhanna,Steingrímur og Össur viti af þessu? Gálga-humor! Segir nákvæmlega það sama þótt ég öskraði hér á blogginu þínu,en vil ekki vanvirða það. Varla að það sé sæmandi að nefna þau á nafn.

Helga Kristjánsdóttir, 6.12.2011 kl. 21:34

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það væri fróðlegt að sjá útekt frá þér á því hvernig væri umhorfs hér ef við hefðum stokkið á að taka upp Evru og skutlað okkur á frímiða inn í ESB strax við hrun. 

Margir segja Paradís, en ég held að fleiri hugsi Hiroshima.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.12.2011 kl. 02:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband