Leita í fréttum mbl.is

Er Viðskiptablaðið á réttri leið?

Ég rakst á brot úr viðtali Viðskiptablaðsins við mann þar sem bandaríska hagfræðingnum Paul Krugman er lýst sem gerspilltum manni. Fyrst datt mér í hug að ég væri asni. En svo skildi ég hvað hafði gerst. Ég sá ekki allt viðtalið, en það tók mig hins vegar aðeins tíu mínútur að finna þetta hér. Ég vona að prentaða útgáfa Viðskiptablaðsins hafi gert grein fyrir að minnsta kosti einhverju af þessu. Óska ég blaðinu velfarnaðar. 

Einu langar mig til að slá hér föstu. Ég mun líklega aldrei ganga í "frjálshyggjufélag". Til þess er mér of annt um mannorð kapítalismans. Sannir svo kallaðir "frjálshyggjumenn" myndu með gleði dansa ofan á gröf kapítalismans til þess eins að geta fagnað sigri yfir mönnum eins og Paul Krugman, skyldi hann svo ólíklega vinnast. Hver sagði þetta? Jú gamlinginn hann Kenneth Galbraith. Og Winston gamli hefði tekið undir með honum, að minnsta kosti um þessar mundir - og undanfarin ár. 

Allt hefur sinn rétta tíma. Sinn tíma og stað. Oftast væri ég repúblikani byggi ég í landi Krugmans

En ég er íhaldsmaður 
(by trial and error)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Kjartansson

Krugman er eins og Stieglitz: Eindreginn ríkisafskiptasinni, sósíalisti í hugsun, með hreintrúa skömm á einkaframtaki hverju nafni sem nefnist.

Og þá vitum við af hverju þeir eiga opið boðskort í hanastél hjá áhangendum sínum sem stjórna á landinu bláa.

Guðmundur Kjartansson, 6.12.2011 kl. 11:44

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Takk fyrir innliitð Guðmundur 
 
Nú bjó ég og stundaði atvinnurekstur í 25 ár í hagkerfi sem engin verkfæri átti eftir í verkfærakistu sinni nema ríkisafskiptin. Þetta var ESB- og myntbandalagslandið Danmörk. Það missti peningapólitíkina, gengið hvarf, peningapólitískum vöxtum þess er stýrt símleiðis frá Frankfurt með 15 sekúndna seinkun og landið situr pikkfast með ríkisfjárlögin í spennitreyju ESB. Ekkert er eftir nema ríkisafskiptin af öllu og niður í minnstu smáatriði lífsins. Landið er komið á gaddinn. Þar er ekki hægt að búa til forsendur fyrir hagvöxt lengur því þær krefjast verkfæra. 
 
Eitt af framlögum Paul Krugmans er að hafa bent mönnum á að missi maður það vald sem er helsta forsenda hagfræðikenninga Keynes, þá eru það einmitt og aðeins ríkisafskiptin af lífi þegnanna ein sem eftir eru í verkfærakistu stjórnvalda.

Krumgan er maður frjálsra markaða. En þeir eru bara ekki eins fullkomnir og margir freistuðust til að halda. Því er ég sammála - og án þess að "gerspillast".
 
Hér er ágætis lesning eftir Krugman. Hún er umhugsunar verð á þessum viðsjárverðu tímum: The Instability of Moderation
 
Kveðjur 

Gunnar Rögnvaldsson, 6.12.2011 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband