Leita í fréttum mbl.is

Skipbrot evrunnar undirbúið

Evruaðild hefur sett — og er að setja — mörg evruríki í varanlegt skuldafangelsi. Komið er í ljós að evran hefur að öllu leyti virkað þveröfugt við það sem lofað var frá upphafi. Hún hefur valdið örþrifamiklu atvinnuleysi alla tíð frá því að undirbúningur hennar hófst, því hún hefur jarðsett hagvöxt á myntsvæðinu til langframa í spennitreyju miðstýringar, hafta, ófrelsis og með því að afvopna þjóðríkin af allri sjálfsvörn. Ekkert nema rusl kom í stað gömlu vopnanna. Evrusvæðið er lélegasta hagvaxtarsvæði heimsins á eftir Japan.

Runnið er upp fyrir fjármálamörkuðum heimsins hversu galin hönnun myntbandalagið er og nú skilja þeir til fulls að engin leið er út úr myntinni nema í gegnum samfélags- og efnahagslegt sjálfsmorð þjóðríkja myntbandalagsins. 

Þessa daganna eru loforðin sem Evrópusambandið gaf fólkinu frá upphafi, myrt daginn út og daginn inn. Gerningsmaðurinn er Evrópusambandið sjálft. Þýska Der Spiegel spyr hvort ESB geti yfir höfuð risið úr öskustónni aftur. Blaðið segir Evrópu ESB ónýta. Það veit fjármálamarkaðurinn líka. Hann er hættur að lána peninga til evrulanda. Breskir bankar forða sér svo hratt af evrusvæðinu að fjórðungi viðskipta þeirra þar hefur verið hent á öskuhaugana á þremur mánuðum. Tekið er fast til fótanna burt frá þessu sprengjuklára efnahagslega og pólitíska hættusvæði heimsins. Markaðurinn er að reyna að búa sig undir hrun myntbandalagsins, hvor sem það verður í formi allsherjar myntsprengingar eða gereyðingar þess litla fullveldis þjóðríkjanna sem eftir er — undir yfirskini björgunar — og í kjölfarið, þar af leiddum hugsanlegum ófriði.

Á sama tíma eru svikahrappar á Íslandi að reyna að leiða íslensku þjóðina inn á þetta efnahags- og samfélagslega hættusvæði. Skammist ykkar! Það er leiðinlegt að segja það, en svik, óheiðarleiki og bolabrögð stjórnvalda í þessu máli eru miklu verri en svo að hægt sé að afsaka þau á neinn hátt. Já. Svona lítur vinstri hlið hinnar stjórnmálalegu bankastarfsemi þeirra út. Allt er til sölu fyrir stóla. Pólitísk grægði er alls ekki göfugri efnahagslegri græðgi, þvert á móti.
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Jöfn skipti á neyslu vöru og þjónusta borga sig. Lávirðisauki fyrir lávirðisauka, Hávirðisauki fyrir Hávirðisauka. Sami raunvirðismælikvarði fyrir alla verslun milli ríkja  Stóra Alþjóðsamfélgsins það er PPP:

Raynet Business & Marketing Glossary 
Purchasing power parity theory (PPP)
this theory enables us to understand the distinction between nominal and real exchange rates. Exchange rates fluctuate according to many factors including speculation [landframleiðsa=> hagvöxtur] t.d.] and so will not give a real measure of a countries relative worth, PPP attempts to overcome this problem.


Copyright © 2001, Ray Wright
Alþjóðagengismarkaður The Wordbank heldur um útreikninga á raunverðmæti vöruvelta innan ríkja allra hagkerfa heims. 
Ríki sem er með gengi sem samanstendur af 70% til 80 % vöruveltum með markaðssetningu á annarra ríkja mörkuðum hefur ekkert að gera með  breytilegan heimstjórnarlegan mælikvarða sem önnur ríki taka ekki mark á. 

Heima mánaðarlegi mælikvarðinn CIP  [neytenda verðvísir] USA er í fullu samræmi við Alþjóðalega mælikvarðann PPP :
PPP in economics, the exchange rate required to equalise the purchasing power of different currencies : sjá líka:
  • Interest rate parity, in finance, the notion that the differential in interest rates between two countries is equal to the differential between the forward exchange rate and the spot exchange rate.

Parity (physics), a symmetry property of physical quantities or processes under spatial inversion.

PPP  [+ CPI] gengið er ætlað að endurspegla raunvirði vörunotkunar síðust 12 mánaða,  og breytingar á þessum föstum mælikvarða eru að skila öðrum ríkjum árangri.  Markmið raunvirð verður ekki minna en það var.
Þar sem menningar arfleið Norður Ameríku og Ástralíu er mjög svipuð og Íslands og neyslu eftirspurn hér mjög svipuð [ef hún væri virk og frjáls almennt]. Þá er CIP úrtakið í borgum USA nóg til að Ísland tæki upp  CIP hér til mánaðar verðtrygginga og PPP til vertrygginga lengri en 5 ár.  Ísland getur látið sér nægja að tryggja innri geira, stétta stöðuleika á heimamarkaði og láta einkaframtakið sjá um að fjármagna samneysluna. 
Hvort 30% hluti heildar gengis á heimamarkaði heitir krónur þá hefur það lítið vægi í skiptum milli frjálsra markaðra ríkja. Fastir mælikvarðarnir sem tengjast CED<=> DEB er það sem verður að vera til staðar ef jafnvægi og skilvirkni á vera í skiptum milli ríki.
EU er aftur og var afturhvarf til miðaldabúskapar. EU í heildina litið getur ekki tryggt öllum sínum þegnum tækni nútímans eða framtíðar: þetta er raunvísindaleg staðreynd: EU ræður ekki yfir nægjanlegu magni í öllum massategundum af lávirðisauka til breyta í hávirðiauka til sölu á eigin heimamörkuðum.
EFTA, [EES] og EU eru bæði geld og úrelt og dregur úr öllum vexti. Andstæðan, ASÍA, Ameríka N og S, Afríka og Eyjaálfa tala sínu máli, eru lifandi mótsagnir.
Fyrstir koma fyrstir fá. Hika er sama og tapa. Fals og leti og amlóðar seljast ekki á frjálsum mörkuðum. Fastur fjármálgrunnur fyrirfram reiknalegur er algjört lykilatriði til að tryggja ábatasöm samskipti.  Alþjóða stórborga samfélagið lítur á lávirðisauka grunninn sem sameiginlegt framtíðar markað að samræma, þannig að allir geti grætt á hávirðisauka. Viðurkenna að Ísland getur ekki breytt þessu: nema að einangrast. Grunnur ávaxtast ekki nema með  með eignarnámi, að telja sér eitthvað til tekna er ekki nauðsynlega hreinar tekjur. Þjóðar hávirðis sölutekjurnar. Gæði skiptir meira málið en magn landsframleiðslu í tonnum. Gæði er huglæg og þau má almennt auka.

Júlíus Björnsson, 18.11.2011 kl. 15:44

2 Smámynd: kallpungur

A hundred hearts beat placidly on,
Unwitting they that their warder&#39;s gone;
A hundred lips are babbling blithe,
Some seconds hence they in pain may writhe.
For the pace is hot, and the points are near,
And Sleep hath deadened the driver&#39;s ear;
And signals flash through the night in vain.
Death is in charge of the clattering train!

síðustu átta línur í stórlsysaljóði Edwin James Milliken  Death and his brother sleep. Á vel við þennann dauðadans Evrukratana.

kallpungur, 18.11.2011 kl. 20:17

3 Smámynd: Haraldur Baldursson

http://www.youtube.com/watch?v=ULns-cSUeVs

Þetta er hreinsandi ræða á þingi ESB...og fyndin

Haraldur Baldursson, 18.11.2011 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband