Leita í fréttum mbl.is

"Víðtæk lausn" evruríkja entist í þrjá heila viðskiptadaga

Það sem framámenn evruríkja og Brussel kölluðu "víðtæka lausn" (e. a comprehensive solution) á grunnleggjandi tilvistarvandamálum evrusvæðisins, entist í þrjá heila viðskiptadaga. Lausn þessi var niðurstaðan af svo gott sem tuttugasta G20 fundinum í kvikmyndabænum fræga sem stendur við hlið spilavítis á malarströnd Miðjarðarhafs. 

Í vikunni þar á undan hafði ráðstjórn evruríkjanna komið sér saman um "endanlega lausn" fyrir "víðtæka lausn" á vandamálum þeim sem þeir síðustu 20 árin hafa búið til handa Evrópu með bruggun myntbandalagsins, sem án fíkjublaða stendur nú og brennur ljósum logum í kjarnakljúfi tómatsósu og ólífa. Hvað skyldu 77 sardínur frá Möltu segja við þessu? Berja þeim kannski í borðið? Sletta malti? 

Þessi "víðtæka lausn" hefur loksins náð alla leið til Frakklands sem nú þarf að greiða næstum tvöfalt meira fyrir að taka túkall að láni til 10 ára en Þýskaland þarf. Tvöfalt meira er tvöfalt meira. Á 10 árum nemur sú upphæð kannski heilu heilbrigðiskerfi. Ítalía greiðir fjórum sinnum meira. Grikkland greiðir fjórtán sinnum meira. Það er svona sem sameiginlega myntin er orðin. Hún er orðin að skuldafangelsi og dýflissu fyrir þau lönd sem álpuðust þar inn. 

Ekkert getur bjagað Evrópu nema að Bandaríki Evrópu verði stofnuð í einum grænum hvelli. Austurríki er nýjasta fórnarlamb brjálsemi Brussels. Landið hangir í naflastreng pasta kasta banka Ítalíu. Og með tilkomu þeirra frönsku kartaflna sem spíra svo fallega í dag, er verið að fyrirfram dauðadæma hinn svo kallaða björgunarsjóð sem átti að bjarga þessu öllu saman. Ríkin sem áttu að bera hann uppi eru flest á leið í þrot. Þau stukku öll um borð í bátinn með skipbrotsmönnunum sem þau áttu að draga til öruggrar hafnar. Það kom nefnilega þessi hárkal sem ég varaði við.

Evrópusambandið sem Samfylkingin og Vinstri grænir ætluðu að ganga í er horfið.      

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Ingólfsson

Gunnar, er þér og öðrum andstæðingum ESB og aðildar að því, orðið óhætt að lýsa yfir "fullnaðarsigri" ? Að þið höfðuð alltaf rétt fyrir ykkur. Össur á öfugmæli mánaðarins um að nú sé svo gott að semja því að innganga okkar yrði heilbrigðisvottorð sambandsins, sem er greinilega mjög langt leitt og þú hefur svo rækilega lýst að undanförnu ! kveðja

Sigurður Ingólfsson, 10.11.2011 kl. 15:37

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Þetta er mikil framför! Endanlega lausnin sem var kynnt eftir næsta neyðarfund á undan entist ekki nema í tvo daga.

Neyðarfundur númer 120 haldinn verður kannski haldinn á Möltu og þá verður hægt að kynna endanlega lausn sem endist í 77 daga!

Haraldur Hansson, 10.11.2011 kl. 17:10

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sælir herrar og þakka ykkur fyrir. 

Það er engum sigri óhætt að fagna. Alls ekki. Þetta er orðið svo súrrealitískt mál að við getum átt von á öllu frá fjandmönnum okkar. Hér er um mikil pólitísk trúarbröð að ræða. Þau hætta líklega ekki fyrr en andstæðingar okkar deyja líkamlega út, sbr. Sovétríkin forðum daga. Það fólk trúir á endurkomu þeirra og kannski í formi nýs Evrópusambands.

En við gefumst aldrei upp. Aldrei! Áfram kæru menn. 

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 10.11.2011 kl. 21:19

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Gott að heyra þessi hvatningarorð til samherja þinna Gunnar. Ég hef bjargfasta trú á ykkur öllum sem berjist af lífs og sálarkröftum.

Helga Kristjánsdóttir, 10.11.2011 kl. 21:47

5 Smámynd: Guðmundur Kjartansson

Sælir: Það sem ætti að valda okkar gömlu Evrópu verulegum áhyggjum til viðbótar við alla þessa endaleysu sem okkur er sýnd er sú staðreynd að hún á enga frambærilega leiðtoga. Hvert sem litið er.

Það sem þessir sn. leiðtogar eru að reyna er það sem í hernum væri kallað "managed retreat" en er í raun hrein uppgjöf og upplausn.

Guðmundur Kjartansson, 11.11.2011 kl. 08:50

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er bæði sorglegt að lesa þetta en um leið léttir.  Ég vil alls ekki fara inn í Evrópusambandið.  Og ég vil að aðlögunarferlið sé dregið til baka strax.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.11.2011 kl. 11:58

7 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þeir sem eiga rætur að rekja til EU þekkja sína mengingar arfleið og það á ekki við um óþjóðholla ESB sinna. Evrópu skortir meira massa en orku, EU skortir ekki málskrúð og fræðinga, EU er vön að sætta sig við það hún fær ekki breytt. 8% er ekki Alþjóðasamfélagið árið 2011.  EU er heldur ekki samsöfnuður af liði óþjóðhollustu undir stjórn tilfinnglegra tossa. Hún er í keppni um að viðhalda sér. Ísland með þetta stóra hlutfall að óríkishollustu er ekkert líkt meiriháttar ríkjum í EU. 

Júlíus Björnsson, 12.11.2011 kl. 03:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband