Leita í fréttum mbl.is

Er Evrópa best geymd á safni? Bankaáhlaup hafið í Grikklandi

Evrópsambandsfáni
1 Grikkland AP október 2011
2 Grikkland Reuters október 2011
3 Grikkland Reuters október 2011
4 Grikkland EPA október 2011
5 Grikkland Reuters október 2011
6 Grikkland Reuters október 2011
7 Grikkland EPA október 2011
Bankaáhlaup hafið í Grikklandi 25 okt 2011
Almennt bankaáhlaup er nú hafið í Grikklandi, skrifar Bild Zeitung í dag. Fólk tekur út peningana, grefur þá niður, felur þá í veggjum eða fiski, skrifar fréttaritari blaðsins í Aþenu. Traust fólksins á landi sínu og stjórnvöldum er horfið. Það eru erlend yfirvöld landsins í Brussel sem hafa komið þessu áhlaupi af stað með neyðarfundahöldum sínum.

Jæja. Þá eru menn að verða búnir að tæma gamla Grikkland. Hundruðir miljarðar af evrum hafa flúið landið. Ríkir skipta grískum evrum landsins yfir í "örugga peninga" og senda þá úr landi í gegnum útibú banka og fyrirtækja. Hamingjusamir erlendir bankar á bræðraborgarstígum Evrulanda og Tortólum LuxKýpur taka við þeim og halda þannig genginu uppi. Fátækir og minna efnaðir eru stöðvaðir á flugvöllum og í bifreiðum við landamæri með fullar töskur af seðlum. Nunnur jafnvel líka, að sögn breska Daily Mail. Flóttagengið er hátt og afar gott, en samt á ríkissjóður Grikklands ekki peninga til að greiða fyrirtækjum fyrir blekið sem notað er til að prenta út álagningarseðlana. Lyf er farið að skorta í heilbrigðiskerfi þessa evrulands. Ítalía, Portúgal og Spánn feta sig inn á stíginn íklædd bræðraborgarstígvélum evrunnar. 
 
Það var þessi leið fjármagnsins til bræðraborgarstíga Tortóla og LuxKýpur sem Seðlabanki Íslands lokaði á með því að standast stóra álagsprófið þegar 11. september í efnahagslífi Íslands fann sér slæman stað í byrjun október mánaðar árið 2008. Með hruni bankana og af því leiddu falli í gengi krónunnar gagnvart útlöndum, skullu ægisöldur á varnargarðana. Þá sat ég við vinnu mína úti í Danmörku og fylgdist grátklökkur með hamförunum. Í fjármála sjónvarpi heimsins sat yfirmatsmaður Moody's og hrósaði Seðlabanka Íslands fyrir að hafa ekki látið freistast til að grípa inn í fall krónunnar. Þeirri freistingu hefðu margir seðlabankar í heiminum fallið fyrir, sagði hann. Freistingin var þrúgandi þung og algerlega ógnvænleg fyrir Seðlabankann. En hann stóðst prófið.

Þetta er dálítið merkilegt. En hvað er merkilegt við þetta? Jú, talsmaður Moody's sagði það vera Seðlabanka Íslands til hróss að hann freistaðist ekki til þess að grípa inn með stuðningskaupum á krónu með því að fossflæða gjaldeyrisforðanum út eins og þegar hann var tæmdur í Argentínu á tuttugu mínútum. Þessi maður frá Moody's vissi ofur vel að þetta er freisting sem hefur orðið mörgum gjaldeyrisforðanum að falli, því í hita hins þrúgandi augnabliks er svo auðvelt að missa skynsemina og fara að ímynda sér að hægt sé að verja myntina gegn ofuráföllum eins og þessum. Endalaus röð af seðlabönkum heimsins hafa reynt þetta í erfiðum aðstæðum og hefur hausinn oft verið blásinn af þeim. Gjaldeyrisforðar þjóða hafa gufað upp í örvæntingaraðgerðum tryllingsins. Tvisvar árið 2001 reyndi seðlabanki Evrópusambandsins að stöðva 30 prósent fall evrunnar í blíðskaparveðri með stuðninguppkaupum, en algerlega án árangurs. 

Þjóðin getur því þakkað mönnum sem stóðu fast í Seðlabanka Íslands fyrir að hún á ennþá gjaldeyrisforða. Honum var ekki eytt til að halda uppi háu flóttagengi handa hinum vonlausu sem grafið höfðu bankahólfin út innan frá. Hann endaði ekki í bankahólfi þeirra á Tortóla eða LuxKýpur og þeir fengu ekki leyfi til að gera áhlaup á forðann. Hann var geymdur handa þjóðinni. Geymdur ef til harðinda kæmi og ef Ísland hefði þurft að halda út og þrauka eitt og yfirgefið í óvinveittri baráttu og ef þurft hefði að semja illvíga samninga við umheiminn, algerlega án utanaðkomandi hjálpar. Það hefði því verið hægt. Seðlabankinn sá fyrir því. Styrkleiki í samningum er nauðsynlegur en hann hverfur þó oftast ef þjóðin sveltur. En svo kom Samfylkingin, fararbroddgöltur niðurrifsins. 

Gengið í Grikklandi er ekki fallið heldur féll landið ofan á gengið og framdi þannig harakiri á evruspjótinu.

Mér finnst gott að búa í landi þar sem þjóðinni er ekki fórnað fyrir gengi hinna útvöldu. 

Í raun er Evrópusambandið gott dæmi um rústaða stjórnsýslu, rústaða stjórnarhætti, rústaðar reglur og rústuð lög. Þar ríkir neyðarástand í stjórnsýslunni. Þar eru stjórnmálin orðin eins og innan í seðlabanka sambandsins; dulstjórn. Þessu pólitíska, lýðræðislega og stjórnarfraslega rusli ætlar Samfylkingin og Vinstri grænir að smygla inn á Íslendinga. Setja okkur á vaxmyndasafn Evrópu og í stjórnarfarslegt öngþveiti dulstjórnar ESB til langframa. 
 
Um "Discretionary political leadership"
 
Um stjórnsköpun Evrópumennis eða skorti á hinu sama undir dulstjórn ESB 
 

For years, we have been told in endless academic papers, books, symposia – mostly funded, however, by the EU in its one-way ratchet of ideological integration – that the EU is indeed a constitutional order, but of a special kind, a new phenomenon in the world, one that has the best of all possible worlds – polis creating its own demos, simultaneously a supranational order but also a merely multilateral collection of sovereignties, etc., etc.  My reaction as an academic was, well, maybe, let’s wait and see; I understand that political leaders can’t wait on academic history but must make their choices and act.  But when push comes to shove, the constitutive rules didn’t prove to bind even the leading principals, as Cowen points out, and discretionary political leadership prevailed instead.  And apparently it prevails now.

 
Öll greinin eftir Kenneth Anderson; Law, Governance, and the Eurozone (munið að smella á slóðina inn á grein Tyler Cowen, sem Kenneth Anderson krækir í)
  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þá er ekki langt að bíða áhlaupa í öðrum Evrulöndum. Svona er nefnilega merkilega smitandi og gæti rústað bankakerfi álfunnar á einni nóttu ef svo býður við.

Þegar fjármagnsflóttinn er orðinn sýnilegur (eða manual) en ekki bara í ljósleiðurum, þá er endirinn nærri.  Það verður ekki rykfallin Drakma eftir þarna í lok vikunnar. Ástandið verður ígildi 100megatonna kjarnorkubombu. Financial Genocide.

Ekki nema von að Berrassi og Rúmbi beri sig borginmannlega. Þetta hlýtur að vera eftir blueprintinu. 

Jón Steinar Ragnarsson, 25.10.2011 kl. 12:52

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Það eru enginn teikn á lofti að handbært árs reiðfé Íslandmarkaðar hætti að minnka að raunvirði. Eins dauði er annarrs brauð. EES reglustýringinn [marktregulierung] er í fjármálalegu tillit 100% sú sama og EU reglustýringin.

Marktregulierung bezeichnet direkte staatliche Eingriffe in die Wirtschaftsprozesse, um politische Ziele durchzusetzen oder um Marktversagen zu beheben. Regulierung wird durch Verordnungen und gesetzliche Vorschriften umgesetzt.
Ríkin sem hirtu bestu langtíma veðin geta tekið mest á sig og eru fljót að standa upp aftur.   Ef hér hefðu verið evrur væri ekki óeðligt atvinnuleysi á Íslandi í dag. Hér væru miklu fleiri farnir úr landi.
Breytingar á rauntekjum Íslandsmarkaðar  GDP(PPP) fylgja USA CIP á Íslandi. Þetta er tölulegur raunvöxtur á gengi.  Á heimsmarkaði hækkar raun gengið tölulega um 4,5% í augnblikinu.  Miðað við þetta meðal ársgengi er samdráttur á öllum Vesturlöndum  einna mestur á svæðum Brussell, Íslandi og Grikklandi.  Hagvöxtur breytingar á GDP [OER] er mat innfæddra á sínum tækifærum, ríki sem reikna verðbólguhækkanir í helstu viðskipta ríkjum sínum sem sínar rauntekjur súpa seyðið af því.  Hagvöxtur á að hækka hér að tölugildi um 1,3% ár.  3,2% minnan en alheims  raungenið  og sennilega 2,2% minna en í Þýsklandi.  Ísland tossanna heldur áfram að vera eftirbátur í Alþjóða samfélginu sér í lagi innan EES reglustýringarinnar.  Neytendakarfan í USA eða Þýskalandi sem kostaði Íslending 30.000 kr fyrir 5 árum kostar nú sama Íslending 60.000 kr.  Ef hér hefðu verið evrur þá hefði þurft að færa hér allar tekjur niður handvirkt.   Brussel skammtar Gríska Seðlanbankanum evrur, þannig séð tekur hann molanna upp sem detta af borði hæfs meirihluta.

Júlíus Björnsson, 25.10.2011 kl. 15:24

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur innlitið

Já, kannski eru þetta fyrstu sýnilegu merkin um það sem koma skal. Hver veit. Enginn veit hvað er að gerast í hænsnahúsi Evrópusambandsins.

Gunnar Rögnvaldsson, 25.10.2011 kl. 17:42

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Gunnar, í einlægni spurt...nærð þú nokkru samhengi í það sem Júlíus skrifar hérna?

Er maðurinn með fullum fimm?  Mér fannst ég bara verða að nefna þetta.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.10.2011 kl. 19:59

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Jón Steinar Ragnarsson  það þarf greind til að skilja mig. Ég er mældur í samanburði við þig með fullum sex. Mældir gallar mínir miðað við meðal jón, óvenjuleg há rökgreind, og andlegt jafnvægi  og langt yfir almennri meðalgreind.  Þeir sem eru tæpir eiga ekki að kasta steinum úr glerhúsi. 92% mannkyns geta ekki skilið 8% fræðanna sem skipta laglegu og fjármálegu máli t.d. Ekki ágætis sérfræðingar nútímans hafa ekki grunn eða reynslu til að skilja alla grunn geira í abstract samhengi.  Allar líkur eru á að í hæsnahúsi EU er að fullkomakoma markmið Lissabon.  Sem fela í sér í nýja hlutfallslega skiptingu  grunngeiranna,  miðað við hægfara samdrátt í sköpun raunvirðtekna í alþjóðasamanburði. Uppbygging herafla af sömu hlutfallstekju stærð og USA og Kína kostar millfærslur úr öðrum geirunum.  Brussell er með langtíma fasta rauntekjustofna til skiptingar í grunngeira  og öll Ríkin undir Brussell er það líka í ljósi sömu grunn reglustýringar.   Hernaðargeiri er ódýrari og raun arðbærari í stöðuleika rekstri þjóðarlíkama en bréfa framleiðsla. Þegar núverndi fjármálgeiri er hrunin rís upp nýr hagræddur sennilega í samræmi við þann þýska, háir skammtíma vextir með lítið vægi hlutfallslega og raunhagvextir til lengra tíma litið.   Umskiptin verða að gerast mjög hægt til almenningur verði ekki vitlaus.  

Um 1960 var aðalatriðið í EU að stöðva fjölgun neytenda í risahöfuð borgum og stækka þær minni: gera fjármálalega sterkari. Upp 1970 voru áherslur að lækka framfærslu kostnað í öllum borgum, og þá var fjármálgeirinn látinn blása út.   Frelsi innan sjálfsaga reglustýringar í endanlegum raunfjámálheimi er hugtak sem Íslendingar skilja ekki. Ísland er ein landið í heiminum sem eyðir ekki 1,0% af þjóðartekjum í hermál og Reykjavík eina höfuðborgin sem óx ekki upp í kringum hernaðar uppbyggingu, því eru hefðir hér og skilningur  í samræmi. Hernaðarhugsun = "stradegia"er mín menningararfleið að stórum hluta. Þeir sem hafa ekki greind til spyrja rétta spurninga skilja hlutina í samhengi. Maður blandar ekki saman fjármálamillfærslum og vsk. rekstri. Maður blandar ekki saman áhættu og  öryggi. Gerir langtíma grunn fjárlagaramma um hlutfallslega skiptinu í grunn geira. Síðan er gerður 5 ára fjárlagarammi fyrir sitjandi yfir stjórn, og þá er árs fjárlagrammi staðfestur.  Íslendingar gera sannarlega ekki greinarmun á þessu, og það má kalla einföldun sem eykur skoðanna frelsi og stefnu mótunar mögleika áhrif leikmanna í stjórnmála geiranum. Þetta kallast undeveloped  í hugum margra. Greina er að skilja.

Júlíus Björnsson, 25.10.2011 kl. 21:42

6 Smámynd: Haraldur Baldursson

Þetta er sorgleg staða fyrir grikki. Leiðin fyrir þá getur varla verið önnur en brotthvarf frá evrunni og endursamningar á skuldum. Hversu mikið verður þeim unnt að borga lánadrottnum sínum...varla há prósenta.

Ég vona þeirra vegna að þeirra landbúnaður og sjávarútvegur nái að fæða þá. Í þessu samhengi er vert að þakka fyrir okkar eigin matvælaframleiðslu. Öryggið sem hún veitir okkur er, skoðað í samhengi eigin hruns og nú í samhengi áfalla annarra, er hornsteins frelsis okkar.

Haraldur Baldursson, 25.10.2011 kl. 21:58

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ok, Júlíus, thanks for prooving my point.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.10.2011 kl. 09:06

8 Smámynd: Júlíus Björnsson

Málið er nýjustu fréttir frá EU proof my point.  Óábyrgu ráðstjórnirnar fjárfestu lánafyrirgreiðlur til arðbæra grunn hagræðinga í opinberan eða fjármála launakostnað, lítisvirtu lögmálið um hlutfallslegan stöðugleika milli þjóðartekna, þetta gátu mannfræðingar þjóðverja sagt sér fyrirfram. Fjármálin er topp prósentur á raunþjóðratekjuveltu vsk.  hvers árs.  Umfram tekjur eða aföll að jafnaði 0 í heildarríkis samhengi.

Fjármálgeiri borgar ekki arð eða skatta miðað við heildar pappírsveltu, heldur árs eiginreiðufjár veltu. Ef árs reiðufjárveltan er 3% af pappírsveltunni þá er 10 % hagnaður af 3,0% um 0,3% af pappírsveltu =O því ókræft eignarhald [skuldakröfur]-skuldbindingar eru 0. Eiginfé er hrein eign í reiðufé. Einn banki er með veltu margra lögaðila á hverju ári.   Þess vegna getur hann ekki  borið söluskatt 20 % eins og vsk. rekstur.  

Júlíus Björnsson, 27.10.2011 kl. 08:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband