Leita í fréttum mbl.is

Hanna þarf 17 þjóðir að myntinni. Framleidd í Brussel

Viðbragð
 
Þetta bragð þekkja stjórnmála- og embættismenn Evrópusambandsins best og nota það óspart. Þetta er bragðið af okkur. Viðbragðið. Nú er svo komið að myntbandalag Evrópusambandsins hefur verið afhjúpað sem verandi mjög skaðlegt fyrir þau 17 þjóðríki sem nota mynt þess. Stórskaðlegt og jafnvel banvænt. 

Hvað gera menn þá? Jú, þeir fara ókjörnir bakdyramegin inn í byggingar í borginni Brussel — en koma síðan sem kosnir framdyramegin út — og segja öllum sem hlusta, að það þurfi að hanna 17 þjóðríki myntbandalagsins upp á nýtt, svo þau og þjóðir þeirra passi að myntinni. Þetta bragð er í fleirtölu viðbrögð þeirra stjórnmála- og embættismanna sem skáluðu á sínum tíma fyrir myntinni sem gangandi kraftaverki í Evrópu. Kraftaverkið er svo öflugt að gríska ríkið á ekki lengur peninga fyrir bleki til að prenta út innheimtuseðla ESB eftir 30 ára aðild landsins að Evrópusambandinu og evru.

Myntin og bandalag hennar eru nú bæði að þrotum komin, því allt það sem hálf milljón hagfræðingar vöruðu þessa menn við, hefur reynst rétt. Fullbyrðing spádóma þeirra er runnin upp. Evrópa stendur á barmi þess helvítis sem svo ákaft var varað við. Stofna þarf Bandaríki Evrópu í einum grænum hvelli ef myntin evra á að ganga upp. 17 ríki þurfa að skila fullveldinu næstum alfarið af sér inn til Brussel ef myntin á ekki að tortíma efnahag þeirra. Svo mikið er búið að flækja þessi lönd í kökuboðið og lyfjagjöfina úr evrópska apótekinu. 

Þér er sagt að þú sért veikur. Yfirvöld skipa lækni þínum að gefa þér pillu. Hún virkar ekki. Hún reynist hins vegar skaðleg fyrir heilsu þína. Þá segja yfirvöld þér að þú þurfir fyrst að verða heilbrigður til að geta þolað lyfin sem áttu að lækna sjúkdóminn. Lyfið er evran og myntbandalag hennar. Yfirvöldin sem stýra læknaliðinu eru stjórnmála- og embættismenn Evrópusambandsins; ESB-öfgamennin, eins og til dæmis Jóhanna Sigurðardóttir og Össur Skarphéðinsson, sem er vottaður atvinnumaður í hundsviti peningamála, samkvæmt rannsóknarskýrslu Alþingis. 

Viðbjóður
 
Þetta fyrirbæri notuðu stjórnmála- og embættismenn sem sessu á boðstólum sínum á Íslandi þegar þeir eftir framsvikinn kosningaárangur lugu því beint og óbeint upp í opið geðið á saklausum Íslendingum, að umsókn Íslands inn í Evrópusambandið þýddi aðeins að kíkja ætti í pakka og skoða hvað bjóða mætti okkur úr honum. Þetta boðskort reyndist viðbjóður, eins og við fyrirfram vissum flest. Um helgina staðfesti formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, að þetta væri svona. Hann á sessulaust sæti á boðstól í utanríkismálanefnd Alþingis og þar kom stækkunarstjóri Evrópusambandsins og sagði mönnum eftirfarandi; 

Stefán Fühle, stækkunarstjóri ESB, sagði á fundi með utanríkismálanefnd Alþingis að hann liti svo á að ekki væri hægt að sækja um aðild að Evrópusambandinu í þeim tilgangi að sjá hvað út úr því kæmi. Umsókn þyrfti að byggjast á skýrum vilja til að fá inngöngu í sambandið og viðræðurnar fara fram á þeim forsendum

Í stuttu máli: það er ekki hægt að sækja um inn í Evrópusambandið til að skoða hvað í boði er. Það er einungis hægt að ganga í Evrópusambandið eins og það er. Allir vita hvernig það er. Í lögum og reglum ESB segir enn fremur að enginn geti sótt um aðild nema að einlægur vilji mikils meirihluta þjóðarinnar standi þar á bak við og lengi. Íslendingar hafa aldrei haft einlægan áhuga á að láta innlima Ísland í Evrópusambandið. Um innlimun er að ræða, því engin leið er út úr Evrópusambandinu aftur, nema sem reykur rústa í gegnum skorsteina.

"Einlægur vilji" framkallaður með áróðri er viðbjóður

Sumir gera ennþá grín að aflátsbréfasölu miðalda. En hún var ekki neitt miðað við það sem frá Evrópusambandinu kemur. Nú, eftir að Sovét Moskva féll, býr almætti Evrópu í Brussel. Þar ganga óttaslegnir þjóðhöfðingjar bakdyramegin inn og koma síðan frelsaðir framdyramegin út. Frelsaðir af almætti hjarðarinnar. Mennin sem ganga í byggingar Brussels.

Taka þarf völdin af þessari ríkisstjórn Íslands, því hún sótti ekki umboð sitt til kjósenda. Hún starfar í umboðsleysi.
 
Andspænis okkur andstæðingum Evrópusambandsaðildar Íslands, standa Jóhanna Sigðurðardóttir og Össur Skarphéðinsson með aflátsbréf Evrópusambandsins sem fjármálaráðherrann Steingrímur J. Sigfússon, kosningasvikari kjósenda Vinstri grænna prentaði. Á okkar höndum eru öll rökin og heiðarleikinn. Á þeirra höndum eru öll svikin, óheiðarleikinn og andvirði bréfanna, Brusselgullið. Lyfin þeirra þekkjum við; þau eru kosningasvik og 213 milljón krónur í áróður úr apóteki Evrópusambandsins. Nú á einu sinni enn að sannfæra okkur Íslendinga um að gangast enn einum konungnum á hönd - og umfram allt, einn aðframkominn gullfót.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Nákvæmlega! Þannig hafa þið fullveldissinnar ávallt varað við,sagt nákvæmlega eins og það er,það er enginn pakki til að kíkja í. Hafðu þökk fyrir.

Helga Kristjánsdóttir, 24.10.2011 kl. 15:10

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Þakka enn eitt frábært innlegg. Velti því fyrir mér hvort ekki þyrfti að senda eitthvað af þessu ESB liðið í aðlögun. Hvernig heldur þú að þau bregðist við þegar ESB umsóknin verður kolfelld. Þetta er það eina sem þau trúa á í lífinu. Áfallahjálp?

Sigurður Þorsteinsson, 24.10.2011 kl. 23:02

3 Smámynd: Haraldur Hansson

Eftir 46 ára ferli var Ítalía var sameinuð í eitt ríki 1861. Þá var sagt: Nú höfum við búið til Ítalíu en eigum eftir að búa til Ítali.

Nú er að baki 53 ára ferli við að sameina Evrópu. Þegar 17 þjóðir hafa verið lagaðar að evrunni má eins segja: Nú höfum við búið til Evruland en eigum eftir að búa til Evrópsku þjóðina.

----- -----

Ítalía er enn tvískipt og gerspillt, fátækt í suðri og ríkidæmi í norðri, stjórnað af Mafíu, kynóðum siðblindingja og möppudýrum í Brussel. Evruland mun skiptast á sama hátt og stjórnendur verða síst skárri þótt þeir feli áhugamálin betur en Berlusconi.

Haraldur Hansson, 25.10.2011 kl. 00:04

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Kærar þakkir fyrir innlitið og athugasemdir

Kveðjur 

Gunnar Rögnvaldsson, 25.10.2011 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband