Mánudagur, 24. október 2011
Hanna þarf 17 þjóðir að myntinni. Framleidd í Brussel
Viðbragð
Þetta bragð þekkja stjórnmála- og embættismenn Evrópusambandsins best og nota það óspart. Þetta er bragðið af okkur. Viðbragðið. Nú er svo komið að myntbandalag Evrópusambandsins hefur verið afhjúpað sem verandi mjög skaðlegt fyrir þau 17 þjóðríki sem nota mynt þess. Stórskaðlegt og jafnvel banvænt.
Hvað gera menn þá? Jú, þeir fara ókjörnir bakdyramegin inn í byggingar í borginni Brussel en koma síðan sem kosnir framdyramegin út og segja öllum sem hlusta, að það þurfi að hanna 17 þjóðríki myntbandalagsins upp á nýtt, svo þau og þjóðir þeirra passi að myntinni. Þetta bragð er í fleirtölu viðbrögð þeirra stjórnmála- og embættismanna sem skáluðu á sínum tíma fyrir myntinni sem gangandi kraftaverki í Evrópu. Kraftaverkið er svo öflugt að gríska ríkið á ekki lengur peninga fyrir bleki til að prenta út innheimtuseðla ESB eftir 30 ára aðild landsins að Evrópusambandinu og evru.
Myntin og bandalag hennar eru nú bæði að þrotum komin, því allt það sem hálf milljón hagfræðingar vöruðu þessa menn við, hefur reynst rétt. Fullbyrðing spádóma þeirra er runnin upp. Evrópa stendur á barmi þess helvítis sem svo ákaft var varað við. Stofna þarf Bandaríki Evrópu í einum grænum hvelli ef myntin evra á að ganga upp. 17 ríki þurfa að skila fullveldinu næstum alfarið af sér inn til Brussel ef myntin á ekki að tortíma efnahag þeirra. Svo mikið er búið að flækja þessi lönd í kökuboðið og lyfjagjöfina úr evrópska apótekinu.
Þér er sagt að þú sért veikur. Yfirvöld skipa lækni þínum að gefa þér pillu. Hún virkar ekki. Hún reynist hins vegar skaðleg fyrir heilsu þína. Þá segja yfirvöld þér að þú þurfir fyrst að verða heilbrigður til að geta þolað lyfin sem áttu að lækna sjúkdóminn. Lyfið er evran og myntbandalag hennar. Yfirvöldin sem stýra læknaliðinu eru stjórnmála- og embættismenn Evrópusambandsins; ESB-öfgamennin, eins og til dæmis Jóhanna Sigurðardóttir og Össur Skarphéðinsson, sem er vottaður atvinnumaður í hundsviti peningamála, samkvæmt rannsóknarskýrslu Alþingis.
Viðbjóður
Þetta fyrirbæri notuðu stjórnmála- og embættismenn sem sessu á boðstólum sínum á Íslandi þegar þeir eftir framsvikinn kosningaárangur lugu því beint og óbeint upp í opið geðið á saklausum Íslendingum, að umsókn Íslands inn í Evrópusambandið þýddi aðeins að kíkja ætti í pakka og skoða hvað bjóða mætti okkur úr honum. Þetta boðskort reyndist viðbjóður, eins og við fyrirfram vissum flest. Um helgina staðfesti formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, að þetta væri svona. Hann á sessulaust sæti á boðstól í utanríkismálanefnd Alþingis og þar kom stækkunarstjóri Evrópusambandsins og sagði mönnum eftirfarandi;
Stefán Fühle, stækkunarstjóri ESB, sagði á fundi með utanríkismálanefnd Alþingis að hann liti svo á að ekki væri hægt að sækja um aðild að Evrópusambandinu í þeim tilgangi að sjá hvað út úr því kæmi. Umsókn þyrfti að byggjast á skýrum vilja til að fá inngöngu í sambandið og viðræðurnar fara fram á þeim forsendum
Í stuttu máli: það er ekki hægt að sækja um inn í Evrópusambandið til að skoða hvað í boði er. Það er einungis hægt að ganga í Evrópusambandið eins og það er. Allir vita hvernig það er. Í lögum og reglum ESB segir enn fremur að enginn geti sótt um aðild nema að einlægur vilji mikils meirihluta þjóðarinnar standi þar á bak við og lengi. Íslendingar hafa aldrei haft einlægan áhuga á að láta innlima Ísland í Evrópusambandið. Um innlimun er að ræða, því engin leið er út úr Evrópusambandinu aftur, nema sem reykur rústa í gegnum skorsteina.
"Einlægur vilji" framkallaður með áróðri er viðbjóður
Sumir gera ennþá grín að aflátsbréfasölu miðalda. En hún var ekki neitt miðað við það sem frá Evrópusambandinu kemur. Nú, eftir að Sovét Moskva féll, býr almætti Evrópu í Brussel. Þar ganga óttaslegnir þjóðhöfðingjar bakdyramegin inn og koma síðan frelsaðir framdyramegin út. Frelsaðir af almætti hjarðarinnar. Mennin sem ganga í byggingar Brussels.
Taka þarf völdin af þessari ríkisstjórn Íslands, því hún sótti ekki umboð sitt til kjósenda. Hún starfar í umboðsleysi.
Andspænis okkur andstæðingum Evrópusambandsaðildar Íslands, standa Jóhanna Sigðurðardóttir og Össur Skarphéðinsson með aflátsbréf Evrópusambandsins sem fjármálaráðherrann Steingrímur J. Sigfússon, kosningasvikari kjósenda Vinstri grænna prentaði. Á okkar höndum eru öll rökin og heiðarleikinn. Á þeirra höndum eru öll svikin, óheiðarleikinn og andvirði bréfanna, Brusselgullið. Lyfin þeirra þekkjum við; þau eru kosningasvik og 213 milljón krónur í áróður úr apóteki Evrópusambandsins. Nú á einu sinni enn að sannfæra okkur Íslendinga um að gangast enn einum konungnum á hönd - og umfram allt, einn aðframkominn gullfót.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 06:52 | Facebook
Nýjustu færslur
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
- "Að sögn" háttsettra í loftbelg
- Skuldir Bandaríkjanna smámunir miðað við allt hitt
- Forsetinn og meiri-hluta-þvættingurinn
- Gervigreindar-fellibyl í vatnsglösum lokið
- Sjálfstæð "Palestína" sýnir morðgetu sína á tvo kanta
- Benjamín Netanyahu hringdi strax í Zelensky. Hvers vegna?
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 20
- Sl. viku: 101
- Frá upphafi: 1387420
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 71
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Nákvæmlega! Þannig hafa þið fullveldissinnar ávallt varað við,sagt nákvæmlega eins og það er,það er enginn pakki til að kíkja í. Hafðu þökk fyrir.
Helga Kristjánsdóttir, 24.10.2011 kl. 15:10
Þakka enn eitt frábært innlegg. Velti því fyrir mér hvort ekki þyrfti að senda eitthvað af þessu ESB liðið í aðlögun. Hvernig heldur þú að þau bregðist við þegar ESB umsóknin verður kolfelld. Þetta er það eina sem þau trúa á í lífinu. Áfallahjálp?
Sigurður Þorsteinsson, 24.10.2011 kl. 23:02
Eftir 46 ára ferli var Ítalía var sameinuð í eitt ríki 1861. Þá var sagt: Nú höfum við búið til Ítalíu en eigum eftir að búa til Ítali.
Nú er að baki 53 ára ferli við að sameina Evrópu. Þegar 17 þjóðir hafa verið lagaðar að evrunni má eins segja: Nú höfum við búið til Evruland en eigum eftir að búa til Evrópsku þjóðina.
----- -----
Ítalía er enn tvískipt og gerspillt, fátækt í suðri og ríkidæmi í norðri, stjórnað af Mafíu, kynóðum siðblindingja og möppudýrum í Brussel. Evruland mun skiptast á sama hátt og stjórnendur verða síst skárri þótt þeir feli áhugamálin betur en Berlusconi.
Haraldur Hansson, 25.10.2011 kl. 00:04
Kærar þakkir fyrir innlitið og athugasemdir
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 25.10.2011 kl. 17:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.