Leita í fréttum mbl.is

Þeirra eigin orð í ESB; George Papandreou á kosningaaðventunni 2009

Særðir þjóðfélagsþegnar í Evruríkinu Grikklandi; Mynd; Kathimerini

Mynd; Grikkland 10 ár í evrum og 30 ár í ESB

Salaried workers will not pay for this situation

Núverandi ríkisstjórn Grikklands, undir forsæti George Papandreou sem einnig er forseti alþjóðasambands sósíalista, var kosin til valda — eins og Samfylkingin og Vinstri grænir — vegna þess að hún hafði lofað kjósendum betri opinberri þjónustu og meiri velferð í kosningabaráttunni sem leiddi hana til sigurs í þingkosningunum í október 2009

Í desember, aðeins tveimur mánuðum síðar, sagði þessi nýi forsætisráðherra Grikklands eftirfarandi um ESB-vandamálin sem upp voru komin í Grikklandi og þar með einnig í Brussel;

Launa- og verkafólk mun ekki þurfa að gjalda fyrir þessa stöðu mála; við munum ekki koma með frystingu launa, launalækkanir né niðurskurð. Við vorum ekki kosin til valda til þess að rífa niður velferðarsamfélagið

 

Við sama tækifæri í desember 2009 skrifaði ég þetta

Nú velta menn streituþjáðum vöngum yfir því hvernig þetta mál verði leyst, ef það þá verður leyst. Evans-Pritchard segir að myntbandalagið hafi lokkað Grikkland í gildru. Stýrivextir voru alltof lágir í Grikklandi, Portúgal, Spáni og á Írlandi. Þetta sogaði þessi lönd inn í eigna- og launabólu. Seðlabanki Evrópusambandsins brást hlutverki sínu til þess eins að geta komið þunglyndu Þýskalandi í gegnum efnahagslega armæðu og vesöld. Bankinn hélt stýrivöxtum undir 2% fram í desember 2005. Þetta þýddi ofhitun og bólumyndun í hagkerfum suðursins og svo á Írlandi.

Í greininni segir einnig að "hinn djúpi sannleikur sem enginn fæst til að ræða í evrulandi er sá, að myntbandalagið er varanlega gagnslaust fyrirbæri fyrir alla - og þar með talið fyrir Grikkland og Þýskaland". Evans-Pritchard segir að það verði ESB sem kikni fyrst í störukeppninni. Það verður ekki Grikkland sem bliknar fyrst; Telegraph

Niðurstaða 2011

Þingkosningar í Evrópusambandinu eru bæði tilgangs- og gagnslausar því þjóðríki sambandsins hafa varpað fullveldi landa sinna fyrir róða yfir til Brussel. Svona er að vera í Evrópusambandinu. Sambandið og tilvist þess hefur eyðilagt lýðræðið í Evrópu. Brátt fáum við Brusselska útgáfu af herra Adolf.

Fór ríkisstjórn Íslands á námskeið í Evrópusambandinu?

Með þessum orðum endar þessi pistill og ég sendi góðar kveðjur sjóveginn yfir landhelgi Íslands og yfir til Bessastaða. Þar virðist fullveldi Íslands búa, eins og er, eftir að handjárn Steingríms J. Sigfússonar voru lögð á þjóðkjörna þingmenn svo klára megi niðurlögn fullveldis Íslands fyrir Samfylkinguna. Kosningasvikarinn sá. 

77 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Guðm. Ásgeirsson sýnir magnaða mynd af sprungu í evruna! Þegar Financial Times á í hlut er þetta meira en bara táknræn mynd.

Haraldur Hansson, 21.10.2011 kl. 21:58

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nú sendu þeir 8milljarða Evra búmmerang frá Brussel, sem á að vera frekari "aðstoð" (dropi í hafið) Þeir liggja nú safe and sound í Þýskum og Frönskum bönkum og kannski fékk Wallstreet eitthvað smá eftir væntingum að dæma.

Þessir peningar snertu aldrei Jörðu í Grikklandi og munu aldrei gera. Status quo og tabula rasa þar eins og fyrr.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.10.2011 kl. 02:19

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jafnvel þótt einhverjar Evrur sætu eftir í krísulöndunum, þá sér markaðurinn um að hysja þær burt í mesta fjármagnsflótta, sem hefur sést í skráðri sögu. Allt inn á kontó í bændabankanum að sjálfsögðu.

Þarna bítur einn liður fjórfrelsisins þá í rassgatið. Þeir geta ekki bjargað ástandinu því enginn peningur getur tollað í þessum eldsofnahagkerfum lengur. Af hverju í ósköpunum sjá þeir þetta ekki, eða halda þeir að allir aðrir en þér séu freyðandi og delerandi fábjánar?

Jón Steinar Ragnarsson, 22.10.2011 kl. 02:23

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ef þeir breyttu fjórfrelsinu í tvífrelsi em næði bara til varnings og þjónustu, eins og okkur var selt í upphafi að þetta væri, þá væru þeir ekki á þessum stað.  Fólksflótti með tilheyrandi menningarárekstrum og fjármagnsflutningar með hömlulausu svindlibraski eru banabiti ESB.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.10.2011 kl. 02:30

5 Smámynd: Rafn Guðmundsson

hann tala mikið um 2009 - old news - en hvað með okkur

esb+ maður hérna

Rafn Guðmundsson, 22.10.2011 kl. 03:28

6 Smámynd: Rafn Guðmundsson

ert þú Jón kannski bara að bulla (eins of oft)

Rafn Guðmundsson, 22.10.2011 kl. 03:29

7 Smámynd: Jón Ásgeir Bjarnason

Jón Ásgeir Bjarnason, 22.10.2011 kl. 07:29

8 Smámynd: Jón Ásgeir Bjarnason

http://stockcharts.com/def/servlet/Favorites.CServlet?obj=ID3398609&cmd=show[s171255675]&disp=O

Veit ekki hvort myndin hafi komist í gegn hér að ofan, en hér er linkur.  Skoðið graf 45.  Þar sést hvernig prívatinu líður í Grikklandi.

Grikkland Evru og "Velferðar" fer svona með prívatfjármagnið.

Allir vita hvernig gríska ríkið stendur.  En það er bara jafnvel verra í einkageiranum.  Á hverju eiga Grikkir að lifa í velferðinni?

Það versta er eins og sést á linknum að Öll PIIGS löndin eru í svipaðri súpu.  Og ÖLL austur-Evrópa!

Þjóðverjar eru duglegir.  Þeir eru næstum þeir einu sem hafa lifað af Evruna eins og sést svo vel.

Jón Ásgeir Bjarnason, 22.10.2011 kl. 07:37

9 Smámynd: Jón Ásgeir Bjarnason

Og svona af því ég á þegar tvö innlegg.

Hverjum var bankahrunið að kenna?

Auðvitað stjórnendum bankanna.  -En af hverju komust þeir þangað sem þeir komust?  Augljós og einföld ástæða.

EES samningurinn sem kratar hafa hrósað sér mikið af.

Nákvæmlega sama hefur gerst með DEXIA sem féll um dagin.  Það er örugglega bara smá dæmi af því sem koma skal.  Þetta er Sam- Evrópska regluverkið.  Ekki bannað en samt vafasamt..

http://www.testosteronepit.com/home/2011/10/21/regulators-knew-of-dexias-problems-but-were-silenced.html

Jón Ásgeir Bjarnason, 22.10.2011 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband