Leita í fréttum mbl.is

Málefnaleg umræða um evru og ESB

Hér eru málefnin og umræðan;
 
Myntin evra — og efnahagsstjórn 17 ESB-ríkja undir henni — var fyrsta mynt sinnar tegundar og henni var lýst sem einstakri. Hún, myntin og efnahagsstjórnunin undir henni, átti að vera byggð á setti af vissum reglum = regluverki, reglusetti.

Þessi mynt er nú mörgum ríkjum ónýt og verri en engin. Og efnahagstjórnin undir henni er einnig ónýt og líklega verri en engin. Algert stórslys e. disaster Evrópusambandsins eins og Wolfgang krónískur evrufíkill Munchau lýsir hér.
 
Quick-fix will create a political monster - The eurozone’s experience of rules-based governance has been a disaster
 
Ekkert hefur áunnist. Flestu hefur verið tapað. Evrópa stendur sundraðri en nokkurn tíma frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Miðflótta þeytivinduafl myntarinnar hefur verið slíkt. Efnahagsstjórn undir þessari mynt hefur reynst banvæn fyrir smá og stór ríki. Mesti mismunur á milli efnahagsþátta ríkja myntbandalagsins hefur aldrei verið meiri en nú.  

Seðlabanki þessarar myntar átti að vera fyrsta flokks. Það var okkur sagt. En undir hans yfirumsjón var efnahagur evruríkja lagður í rústir. Meðal annars með ofsafengnu stjórnlausu flæði illa fengins og afbakaðs fjármangs sem sprengdi efnahag margra landa Evrópu aftur á steinaldarstig nútímans. Atvinnuleysið er komið á meira en Hitlerskt stig. Fram hjá þessu er ekki hægt að horfa. 

Hver ber ábyrgð á þessu misfóstri? Hver ætlar að taka pokann sinn? Hvenær ætla evrumenn hérlendis að biðja okkur afsökunar á að hafa kynnt þennan Frankenstein fjármála fyrir Íslendingum sem verandi fyrsta flokks fyrirbæri? Það gæti orðið fróðlegt að heyra. Siðanefndir fræðimannafélaga og Alþingis Íslendinga bíða eftir afsökun ykkar og Ríkisútvarpsins.
 
Ein og stök er og verður þessi gereyðingarmynt í sögu Evrópu.
 
Fyrri færsla
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Regulation:bestemmelse, forskrift; forordning, regel, statut, lov; regulering, styring, kontrol, indstilling ,  Reglustýring er að mínu mati betra en Regluverk. Jafn vel Reglufjarstýring.

Júlíus Björnsson, 12.10.2011 kl. 22:16

2 identicon

Hverjar eru siðanefndir Alþingis Íslendinga og fræðimannafélaga? Allavega ber algert siðleysi þessara aðila þess merki að fyrrnefndar siðanefndir séu annað hvort ekki til eða séu siðlausar með öllu.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 13.10.2011 kl. 10:52

3 Smámynd: Jón Ásgeir Bjarnason

Ég bíð spenntur eftir að íslenskir kratar biðji þegna sína afsökunar á því að hafa ekki sínt oggolítið minstu merki um skynsemi og taka skref afturábak í því að keyra þjóð sína úr vandræðum beint í dýpstu holu alheimsmynta, Evruna og ESB.

Hvað þarf að gerast til að svo verði?

Kanski 2012 ártal Mayanna? ...Efast þó um það.  Svona pínulítið.

Það lítur meira út fyrir að kratar sé svona með því fákænara á tveimur fótum.  ...Og alla vega ekki jafnfljótum.

Jón Ásgeir Bjarnason, 13.10.2011 kl. 12:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband