Leita í fréttum mbl.is

Menntunarskjaldborgin

Svona gengur hún fyrir sig;

Með endurheimtingu fullveldis og sjálfstæðis Íslands árið 1944 tókst okkur loksins að klekja út hæfilegum grunni af menntafólki sem að mestu bar fullveldi, sjálfstæði og velfarnað lýðveldis okkar með gleði og vissum ákafa fyrir brjósti sér.

Svo gerðist það óhjákvæmilega. Ísland efnaðist því velmegun vegna hagvaxtar áhættutöku undir fána fullveldis kom sá og sigraði fátækt 700 ára þrælavistar Íslendinga sem gólfmotta undir öðrum ríkjum. En hér verða menn af afli að muna að velmegun er ekki það sama og velferð. Þar á milli skilur allur himinn og öll höf.

Til varð fólk sem fæddist á þeim stökkpalli sem forfeður okkar byggðu. Það fór of margt að halda að það væri þarna á stökkpallinum vegna þess að það væri svo menntað. Yfirbyggingin tók að rísa. Og hún varð hratt svakalega stór. 

Þessi yfirbygging fékk vitrun. Hún menntaði og menntaði fólk sem yfirbyggingin hærra uppi sagði að vantaði svo í hinum nýa heimi sem yfirbyggingin hátt hátt uppi var einmitt að skapa; til dæmis fjármálamiðstöðina Ísland. Svo mikill skortur varð á menntuðu fólki því yfirbyggingin sagði að þetta væri framtíðin og át allt menntað fólk hrátt.

Því þurfti að mennta enn fleiri. 19.000 manns fóru háskóla. Þá varð skortur á minna menntuðu fólki og það vandamál var leyst með því að flytja inn minna menntað fólk til að vinna störfin sem allt menntaða fólkið hafði yfirgefið til að vinna við miðstöðina uppi í turninum.

Svo hrundi allt. Þá varð innflutta fólkið atvinnulaust og það menntaða nokkuð líka. Þetta vandamál segir menntaða fólkið að verði að leysa með því að ýta þeim sem eru nokkuð menntaðir enn hærra upp í turninn svo það geti vegna vissra kraftaverka fengið vinnu sem er ekki til. Svo þarf að mennta minnst menntaða fólkið meira svo það komist hærra upp í turninn.

Svo fara þeir sem þora að taka áhættu að taka hana á ný og hjólin fara að snúast dálítið aftur. En þá er búið að mennta alla svo mikið að flytja verður inn nýtt fólk sem vill vinna störfin sem eru fyrir neðan turninn og halda honum uppi. Það segir fólkið hærra uppi í súrheysturninum að sé nauðsynlegt að gera.

Svo hrynur allt aftur. Þá þarf að mennta það fólk sem síðast var flutt inn svo það komist hærra upp í turninn þar sem gasið er mest. 

Svona gengur þetta koll af kolli þangað til allt samfélagið fer í gjaldþrot og allir verða fátækir því turninn féll með alla þá sem ekki þorðu að taka áhættu og fóru á menntaríkið. Hann, turninn, féll ofan á litla kapítalistann sem tekur áhættuna. Sovétríkin fóru einmitt hámenntuð lóðrétt á hausinn.

Asnar
 
 
PS; Á þessu laugardagskvöldi andaðist danski miðsjálenski Max bankinn með deildir sínar í Faxe, Haslev, Korsør, Skælskør, Slagelse, Sorø og Vordingborg. Hann varð gjaldþrota. Honum þraut gjaldið. Hlutabréf bankans höfðu lækkað um 71,5 prósent frá áramótum. Rotnandi fasteignamarkaður fór með bankann í gröfina. Hér þarf greinilega mun meiri menntun; Max Bank er krakket.
 
PS2; Danmörk tók upp "þekkingarsamfélagið" fyrir 20 árum, engum til gagns, en flestum til ógagns og skattgreiðendum allra mest. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið til í þessu!  Ég held að þessi klisja að það þurfi að fjárfesta í menntun, sé hættuleg!  Yfirleitt virðist þetta verða til þess að peningum er hent í einhver vita gagnslaus kjaftafög af því að það er ódýrast að unga út menntamönnum á því sviði.  Raunveruleg menntun (t.d. tæknimenntun) þ.e. menntun sem veldur því að fólk getur unnið þjóðfélaginu gagn, hún situr á hakanum.

Við hrunið höfðum við Íslendingar aldrei átt eins mikið af "sérfræðingum "t.d. í laga og fjármálaumhverfi.

Þegar hagspekingar eins og Ágúst Einarsson, sitja með sveittan skallann við að reikna út að menningin sé orðin jöfn eða jafnvel arðsamari en sjávarútvegurinn, þá hafa menn reiknað sig illilega út af kortinu!

Eða Þórólfur Mattíasson sem reiknar og reiknar út að það sé bara algört eitur að flytja út rollukjöt og fá smá gjaldeyri fyrir!!!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 9.10.2011 kl. 09:30

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Bjarni. 

Já þetta er einungis klisja.

Fyrir það fyrsta þá er ekki hægt að "fjárfesta í menntun". Það er einungis hægt að "eyða peningum" í menntun. Þetta er opinber neysla. Menntun er ekki fjáfesting. Menntun er neysla. Og hún úreldist hratt. 

Í öðru lagi veit hið opinbera alltaf minnst um hvenær fólk ætti að mennta sig og hvaða menntun það ætti að fá sér.

Hér er ég að sjálfsögðu að tala um alla aðra menntun en grunnskólamenntun.

Ríkið veit allra minnst um það hvernig menntun atvinnulífið mun eftirspyrja eftir x fjölda ára. Ríkið er því ófært um að ákveða hvaða menntun ætti að bjóða fram og hverjir ættu að fá hana.

Sannleikurinn er einnig sá að þegar kaupmaður opnar menntaverslun og býður allar vörur sínar ókeypis fram (þær kosta ekki neitt) þá mun hann aldrei vita hvaða vörur hann ætti að bjóða fram. Allt er rifið þar niður af hillunum vegna þess að það kostar ekki neitt.

Menntakerfið er uppáhalds geymslustaður stjónvalda til að fela atvinnuleysi. Þar menntar hið opinbera fólkið í fíflagreinum sínum og heldur því á sprautunni hjá hinu opinbera; á sprautu dópsölu ríkisins, því þannig verða þeir sem veita dópið frekar kosnir aftur.

Aðeins einstaklingurinn sjálfur veit hvenær hann á að fá sér menntun og hvaða menntun.

Menntun er góð - en hún er mjög ofmetin. Massi menntunar í þjóðfélaginu skiptir minna máli en gæði menntunar og rétt viðhorf þeirra sem eyða peningum til menntamála og þeirra sem borga fyrir hana.

Óþarflega mikið framboð af menntun og ofuráhersla á hana eyðileggur atvinnumarkaði og ríkidæmi þjóðfélaga.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 9.10.2011 kl. 11:02

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Betra er að nota hugtakið "söfnun birgða" þegar menn tala um að "fjárfesta í menntun" frekar en að nota hugatið fjárfesting.

Mikil birgðasöfnun í þjóðhagsreikningum getur verið hættuleg og alls óvíst er hvort ekki þurfi að afskrifa stóran hluta þeirra sem verandi ónýtar og sóun á auðæfum.

Einnig er varasamt að stóla á að hugtakið "human capital" sé annað en í besta falli klisja. Verðmat þess er svo óljóst. Sérstaklega á óvissutímum sem þessum.

Sovétríkin áttu heilan her að vel menntuðu fólki. En hann gagnaðist samt ekki neitt. Sovétríkin fóru þráðbaint á hausinn í fullu baðkari af menntun. 

Gunnar Rögnvaldsson, 9.10.2011 kl. 11:50

4 identicon

Það má líka benda á að Þjóðverjar og Japanir áttu herskara af vel menntuðu fólki í lok seinna stríðs, þetta var fólk var menntað í tæknigeiranum (vegna stríðsáráttu fyrri ára) í báðum löndum var talað um efnahagsundur áratugina eftir stríð! (Má í raun segja að þeir hafi breytt sverðum í plóga.)   Það er nefnilega ekki sama hver menntunin er.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 9.10.2011 kl. 13:57

5 identicon

Indverjar fóru þá leið stuttu eftir sjálfstæði að koma upp mjög góðum tækniskólum til að koma sér upp tæknimenntuðu vinnuafli til að ýta undir efnahagsþróun.

Lengi vel flutti þetta fólk mest úr landi, mikið til Bandaríkjanna og Bretlands.

Auðvitað verður ekki vöxtur í greinum sem þurfa sérþjálfað starfsfólk nema hægt sé að útvega þetta sérþjálfaða starfsfólk. Það er hinsvegar mikil einföldun að menntun leiði til velmegunar. Það þarf líka athafnafrelsi og örugt og skilvirkt réttarkerfi, skattbyrði þarf að vera innan skynsamlegra marka og alskyns innviðir þurfa að vera til staðar. Í landi þar sem aðstæður eru vænlegar til vaxtar má jafnvel útvega menntað vinnuafl annarstaðar frá ef þarf, rétt eins og ómenntað.

Hér á Íslandi væri meiri skynsemi í því að setja atvinnulaust fólk í að byggja samgöngumannvirki til að auðvelda útflutning á ferskfiski en að moka því í háskóla að læra kynjafræði og menningarstjórnun. 

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 9.10.2011 kl. 17:12

6 identicon

Þetta er einhver gáfulegasti pistill sem ég hef lesið um dagana Gunnar. Öfgarnar eru einmitt þarna líka eins og í öðru hjá okkur Íslendingum. Menntun, menntun, menntun er lausnarorðið núna og á að leysa allan vanda. Við þurfum fólk með verkmenntun til sjós og lands og við þurfum lækna og verkfræðinga vissulega. En allt þarf þetta að vera með einhverjum vitrænum hætti og þannig að atvinnulífið hafi það sem þarf. Ég er á því að við höfum líka búið til það sem ég kalla kjaftafög þar sem lítill eða enginn árangur skilar sér útí þjóðfélagið og við gætum hæglega verið án þeirrar ,,menntunar,,. En endurtek stórgóð grein hjá þér og allt of sönn.

Tryggvi Marteinsson (IP-tala skráð) 9.10.2011 kl. 19:35

7 identicon

Við eigum nóg af læknum og verkfræðingum.

Vandinn er að þeir eru að flytja til Noregs.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 9.10.2011 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband