Leita í fréttum mbl.is

Í lok dagsins; evran lifði daginn af

EMU bankar lokun 27 sept 2011
 
Histerískur léttir fór um hlutabréfamarkaði Evrópu í dag. Franskir stórbankar færðu sig einu skrefi aftar frá bjargbrún þjóðnýtingar með allt að 18 prósenta hækkun. Afréttari var veittur vonlitlum evruáhugamönnum sem gengu berserk af sopanum.

Á bar í New York eða Washington hittust um helgina — í pásu frá neyðarfundi AGS vegna evrulandavanda myntarinnar frægu - herra Axel Weber (fyrrverandi BuBa-stjóri og ECB stjórnarmaður), Jurgen Stark (fyrrverandi BuBa- og ECB stjórnarmaður) og hinn eini sanni Jens Weidmann núverandi aðalstjóri þýska seðlabankans, Deutsche Bundesbank alias BuBa. Þrír helstu þýskir seðlamenn saman á knæpu. Allt mjög eðlilegt hér. Gerist á hverjum degi.  

Kóróna dagsins var viðtal systurasna RÚV hjá BBC við taugaveiklaðan takkaýtustjóra á fjármálamarkaði, svo kallaðan miðlara (e. trader). Þarna fékk bjarnarstofninn ókeypis byr undir báða vængi og birnir hafa átt erfiða daga undanfarið, nema ef væri hjá Steingrími J. Það heimskulegasta sem menn geta gert í dag er að fylgja ráðum mannsins og yfir höfðuð að opna fyrir asnaveitur BBC eða RÚV. Gáfulegra hefði verið fyrir BBC að ræða við það fólk sem getir hreint í stúdíó heimskunnar hjá þeim eftir lokun. 

Komi til hruns þess sem maðurinn boðaði er best að eiga ekki neina peninga (nema að eiga samtímis prentara þeirra), né gull eða annað málmrusl, heldur að eiga einfaldan hlut í fyrirtækjum sem lifa geta hrunið af, skulda ekki neitt, og gætu þess vegna opnað banka með sínu eiginfé þegar sólin rís á ný. Mörg tæknifyrirtæki eiga það mikið eigið fé að þau gætu opnað stórbanka eins og að drekka vatn. Þau fara ekki á hausinn þó svo að kreppan geisi.
 
Gott er að gæta að því að vera með eigur sínar í mynt sem hverfur ekki eða á á hættu að verða að dufti. Myntir fullvalda ríkja eru þessum kostum gæddar. Ríkisskuldabréf landa sem eiga sína eigin mynt eru einnig ágæt því þau munu ekki fara á hausinn, svo lengi sem þau skulda ekki of mikið í erlendri mynt eða í mynt sem þau eiga ekki sjálf. Þau fella bara gengið til að koma þannig í veg fyrir að skattatekjur ríkisins og þar með greiðslugeta þess þorni ekki upp og þau fari í þrot. Einnig er gott að vera í kauphöll sem verður ekki lokað, nema að til kjarnorkustyrjaldar eða byltingar komi.

Gott er líka að muna það að fólk fætt eftir 1982 veit flest ofurvel að ríki þeirra munu ekki hafa efni á að standa við loforð sín um ellilífeyrisgreiðslur til þeirra þegar sú kynslóð verður gömul. Það fólk mun grípa til sinna eigin ráða. Þetta gildir sérstakelga um öll lönd Evrópusambandsins.
 
Á morgun verður gaman að sjá hvora stefnu af öngvum mögulegum fjallgöngumennirnir á Mount Evrurest munu taka.
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Waage

Hann náði sér líklega í nokkra kúnna með þessu :)

Gunnar Waage, 27.9.2011 kl. 22:25

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Þeim hjá BBC brá svo við svör mannsins að þau voru ekki viss um hvort hann væri trader eða traitor.

Haraldur Hansson, 27.9.2011 kl. 22:41

3 Smámynd: Gunnar Waage

haha þau urðu alveg apeshit :)

Gunnar Waage, 27.9.2011 kl. 23:17

4 identicon

Hann hefur samt rétt fyrir sér um hrunið, það verður og það verður ljótt og að öllum líkindum ekki svo langt undan, það er eins og stjórnvöld í Evrópu séu nývöknuð til raunveruleikans, reyna að klessa nokkrum plástrum á plástra ofan svo þau geti kraflað sig inn í draumalandið aftur.

Þetta minnir mig á gamla daga þegar maður var kominn í algerann vítahring með keditkortin, tók út á síðustu stundu til að eiga nóg til að dekka síðasta tímabil, það virkaði að sjálfsögðu eins og snjóbolti á hraðferð niður bratta brekku og á endanum steyptist yfir mann heilt snjóflóð.....fyrir mér er þetta allavega svona einfalt enda ekkert fyrir að flækja hlutina.

Og Goldman og hans líkar stjórna, það er alveg á beinu að fjármálaheimurinn stjórnar, hefur hreðjartak á stjórnvöldum og það á við bæði austan hafs og vestan.

En þett'er nú bara mín skoðun.

Hvernig hefurðu það annars Gunnar minn ;)

Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 28.9.2011 kl. 01:49

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur innlitið 

Kæra Anna æskuvinkona. Hef það fínt. Bláberin komin í sultu og saft. Slátur og svið á leiðinni. Kæfan klár. Haustlitirnir fallegir og gamla góða skammdegið á leiðinni til okkar eftir ákaft intensíft sumar þó stutt hafi verið. Kartöfluuppskeran varð frekar slöpp vegna vorkulda og þurrka. Höfðum nýja ýsu með hamsatólg í matinn í gær og rauðar íslenskar. Norðurljós verið frekar tíð undanfarið. Veðrið á Íslandi er aldrei leiðinlegt; heldur einungis spennandi. Og alltaf hægt að tala um það. 

Kær kveðja til þín og þinna Vestur.    

Gunnar Rögnvaldsson, 28.9.2011 kl. 02:10

6 identicon

Gaman að "heyra", það er fátt sem slær út haustið hér heima með sláturtöku, villtum berjum og nýjum smælki með ýsunni.

Ég átti sjálf berjadag í Brynjudal, bara ég og Magnús minn (hundurinn) fannst ég vera alein í veröldinni, hvorki gsm-eða iPad samband, alveg yndislegur dagur :)

Annars verið allt sumar á Laugarvatni að smíða girðingu og taka á móti gestum, er að flytja héðan frá eyjum því ég er orðin þreytt á ferðunum og enginn nennir að heimsækja mig, skil ekki hvað fólk er að setja það fyrir sig að vera veðurteppt á þessari fallegu eyju !!!!

Veðrið er alltaf æðislegt og tilbreytingarríkt, um að gera að njóta þess.

Kveðjur til baka á ykkur,

banka örugglega uppá og snýki kaffibolla ef ég skildi eiga leið um.

Anna.

Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 28.9.2011 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband