Þriðjudagur, 27. september 2011
Í lok dagsins; evran lifði daginn af
Histerískur léttir fór um hlutabréfamarkaði Evrópu í dag. Franskir stórbankar færðu sig einu skrefi aftar frá bjargbrún þjóðnýtingar með allt að 18 prósenta hækkun. Afréttari var veittur vonlitlum evruáhugamönnum sem gengu berserk af sopanum.
Á bar í New York eða Washington hittust um helgina í pásu frá neyðarfundi AGS vegna evrulandavanda myntarinnar frægu - herra Axel Weber (fyrrverandi BuBa-stjóri og ECB stjórnarmaður), Jurgen Stark (fyrrverandi BuBa- og ECB stjórnarmaður) og hinn eini sanni Jens Weidmann núverandi aðalstjóri þýska seðlabankans, Deutsche Bundesbank alias BuBa. Þrír helstu þýskir seðlamenn saman á knæpu. Allt mjög eðlilegt hér. Gerist á hverjum degi.
Kóróna dagsins var viðtal systurasna RÚV hjá BBC við taugaveiklaðan takkaýtustjóra á fjármálamarkaði, svo kallaðan miðlara (e. trader). Þarna fékk bjarnarstofninn ókeypis byr undir báða vængi og birnir hafa átt erfiða daga undanfarið, nema ef væri hjá Steingrími J. Það heimskulegasta sem menn geta gert í dag er að fylgja ráðum mannsins og yfir höfðuð að opna fyrir asnaveitur BBC eða RÚV. Gáfulegra hefði verið fyrir BBC að ræða við það fólk sem getir hreint í stúdíó heimskunnar hjá þeim eftir lokun.
Komi til hruns þess sem maðurinn boðaði er best að eiga ekki neina peninga (nema að eiga samtímis prentara þeirra), né gull eða annað málmrusl, heldur að eiga einfaldan hlut í fyrirtækjum sem lifa geta hrunið af, skulda ekki neitt, og gætu þess vegna opnað banka með sínu eiginfé þegar sólin rís á ný. Mörg tæknifyrirtæki eiga það mikið eigið fé að þau gætu opnað stórbanka eins og að drekka vatn. Þau fara ekki á hausinn þó svo að kreppan geisi.
Gott er að gæta að því að vera með eigur sínar í mynt sem hverfur ekki eða á á hættu að verða að dufti. Myntir fullvalda ríkja eru þessum kostum gæddar. Ríkisskuldabréf landa sem eiga sína eigin mynt eru einnig ágæt því þau munu ekki fara á hausinn, svo lengi sem þau skulda ekki of mikið í erlendri mynt eða í mynt sem þau eiga ekki sjálf. Þau fella bara gengið til að koma þannig í veg fyrir að skattatekjur ríkisins og þar með greiðslugeta þess þorni ekki upp og þau fari í þrot. Einnig er gott að vera í kauphöll sem verður ekki lokað, nema að til kjarnorkustyrjaldar eða byltingar komi.
Gott er líka að muna það að fólk fætt eftir 1982 veit flest ofurvel að ríki þeirra munu ekki hafa efni á að standa við loforð sín um ellilífeyrisgreiðslur til þeirra þegar sú kynslóð verður gömul. Það fólk mun grípa til sinna eigin ráða. Þetta gildir sérstakelga um öll lönd Evrópusambandsins.
Á morgun verður gaman að sjá hvora stefnu af öngvum mögulegum fjallgöngumennirnir á Mount Evrurest munu taka.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt 28.9.2011 kl. 00:39 | Facebook
Nýjustu færslur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
- "Að sögn" háttsettra í loftbelg
- Skuldir Bandaríkjanna smámunir miðað við allt hitt
- Forsetinn og meiri-hluta-þvættingurinn
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 26
- Sl. sólarhring: 58
- Sl. viku: 442
- Frá upphafi: 1389062
Annað
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 251
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Hann náði sér líklega í nokkra kúnna með þessu :)
Gunnar Waage, 27.9.2011 kl. 22:25
Þeim hjá BBC brá svo við svör mannsins að þau voru ekki viss um hvort hann væri trader eða traitor.
Haraldur Hansson, 27.9.2011 kl. 22:41
haha þau urðu alveg apeshit :)
Gunnar Waage, 27.9.2011 kl. 23:17
Hann hefur samt rétt fyrir sér um hrunið, það verður og það verður ljótt og að öllum líkindum ekki svo langt undan, það er eins og stjórnvöld í Evrópu séu nývöknuð til raunveruleikans, reyna að klessa nokkrum plástrum á plástra ofan svo þau geti kraflað sig inn í draumalandið aftur.
Þetta minnir mig á gamla daga þegar maður var kominn í algerann vítahring með keditkortin, tók út á síðustu stundu til að eiga nóg til að dekka síðasta tímabil, það virkaði að sjálfsögðu eins og snjóbolti á hraðferð niður bratta brekku og á endanum steyptist yfir mann heilt snjóflóð.....fyrir mér er þetta allavega svona einfalt enda ekkert fyrir að flækja hlutina.
Og Goldman og hans líkar stjórna, það er alveg á beinu að fjármálaheimurinn stjórnar, hefur hreðjartak á stjórnvöldum og það á við bæði austan hafs og vestan.
En þett'er nú bara mín skoðun.
Hvernig hefurðu það annars Gunnar minn ;)
Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 28.9.2011 kl. 01:49
Þakka ykkur innlitið
Kæra Anna æskuvinkona. Hef það fínt. Bláberin komin í sultu og saft. Slátur og svið á leiðinni. Kæfan klár. Haustlitirnir fallegir og gamla góða skammdegið á leiðinni til okkar eftir ákaft intensíft sumar þó stutt hafi verið. Kartöfluuppskeran varð frekar slöpp vegna vorkulda og þurrka. Höfðum nýja ýsu með hamsatólg í matinn í gær og rauðar íslenskar. Norðurljós verið frekar tíð undanfarið. Veðrið á Íslandi er aldrei leiðinlegt; heldur einungis spennandi. Og alltaf hægt að tala um það.
Kær kveðja til þín og þinna Vestur.
Gunnar Rögnvaldsson, 28.9.2011 kl. 02:10
Gaman að "heyra", það er fátt sem slær út haustið hér heima með sláturtöku, villtum berjum og nýjum smælki með ýsunni.
Ég átti sjálf berjadag í Brynjudal, bara ég og Magnús minn (hundurinn) fannst ég vera alein í veröldinni, hvorki gsm-eða iPad samband, alveg yndislegur dagur :)
Annars verið allt sumar á Laugarvatni að smíða girðingu og taka á móti gestum, er að flytja héðan frá eyjum því ég er orðin þreytt á ferðunum og enginn nennir að heimsækja mig, skil ekki hvað fólk er að setja það fyrir sig að vera veðurteppt á þessari fallegu eyju !!!!
Veðrið er alltaf æðislegt og tilbreytingarríkt, um að gera að njóta þess.
Kveðjur til baka á ykkur,
banka örugglega uppá og snýki kaffibolla ef ég skildi eiga leið um.
Anna.
Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 28.9.2011 kl. 16:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.