Leita í fréttum mbl.is

Í lok dagsins; evran lifđi daginn af

EMU bankar lokun 27 sept 2011
 
Histerískur léttir fór um hlutabréfamarkađi Evrópu í dag. Franskir stórbankar fćrđu sig einu skrefi aftar frá bjargbrún ţjóđnýtingar međ allt ađ 18 prósenta hćkkun. Afréttari var veittur vonlitlum evruáhugamönnum sem gengu berserk af sopanum.

Á bar í New York eđa Washington hittust um helgina — í pásu frá neyđarfundi AGS vegna evrulandavanda myntarinnar frćgu - herra Axel Weber (fyrrverandi BuBa-stjóri og ECB stjórnarmađur), Jurgen Stark (fyrrverandi BuBa- og ECB stjórnarmađur) og hinn eini sanni Jens Weidmann núverandi ađalstjóri ţýska seđlabankans, Deutsche Bundesbank alias BuBa. Ţrír helstu ţýskir seđlamenn saman á knćpu. Allt mjög eđlilegt hér. Gerist á hverjum degi.  

Kóróna dagsins var viđtal systurasna RÚV hjá BBC viđ taugaveiklađan takkaýtustjóra á fjármálamarkađi, svo kallađan miđlara (e. trader). Ţarna fékk bjarnarstofninn ókeypis byr undir báđa vćngi og birnir hafa átt erfiđa daga undanfariđ, nema ef vćri hjá Steingrími J. Ţađ heimskulegasta sem menn geta gert í dag er ađ fylgja ráđum mannsins og yfir höfđuđ ađ opna fyrir asnaveitur BBC eđa RÚV. Gáfulegra hefđi veriđ fyrir BBC ađ rćđa viđ ţađ fólk sem getir hreint í stúdíó heimskunnar hjá ţeim eftir lokun. 

Komi til hruns ţess sem mađurinn bođađi er best ađ eiga ekki neina peninga (nema ađ eiga samtímis prentara ţeirra), né gull eđa annađ málmrusl, heldur ađ eiga einfaldan hlut í fyrirtćkjum sem lifa geta hruniđ af, skulda ekki neitt, og gćtu ţess vegna opnađ banka međ sínu eiginfé ţegar sólin rís á ný. Mörg tćknifyrirtćki eiga ţađ mikiđ eigiđ fé ađ ţau gćtu opnađ stórbanka eins og ađ drekka vatn. Ţau fara ekki á hausinn ţó svo ađ kreppan geisi.
 
Gott er ađ gćta ađ ţví ađ vera međ eigur sínar í mynt sem hverfur ekki eđa á á hćttu ađ verđa ađ dufti. Myntir fullvalda ríkja eru ţessum kostum gćddar. Ríkisskuldabréf landa sem eiga sína eigin mynt eru einnig ágćt ţví ţau munu ekki fara á hausinn, svo lengi sem ţau skulda ekki of mikiđ í erlendri mynt eđa í mynt sem ţau eiga ekki sjálf. Ţau fella bara gengiđ til ađ koma ţannig í veg fyrir ađ skattatekjur ríkisins og ţar međ greiđslugeta ţess ţorni ekki upp og ţau fari í ţrot. Einnig er gott ađ vera í kauphöll sem verđur ekki lokađ, nema ađ til kjarnorkustyrjaldar eđa byltingar komi.

Gott er líka ađ muna ţađ ađ fólk fćtt eftir 1982 veit flest ofurvel ađ ríki ţeirra munu ekki hafa efni á ađ standa viđ loforđ sín um ellilífeyrisgreiđslur til ţeirra ţegar sú kynslóđ verđur gömul. Ţađ fólk mun grípa til sinna eigin ráđa. Ţetta gildir sérstakelga um öll lönd Evrópusambandsins.
 
Á morgun verđur gaman ađ sjá hvora stefnu af öngvum mögulegum fjallgöngumennirnir á Mount Evrurest munu taka.
 
 

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Waage

Hann náđi sér líklega í nokkra kúnna međ ţessu :)

Gunnar Waage, 27.9.2011 kl. 22:25

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Ţeim hjá BBC brá svo viđ svör mannsins ađ ţau voru ekki viss um hvort hann vćri trader eđa traitor.

Haraldur Hansson, 27.9.2011 kl. 22:41

3 Smámynd: Gunnar Waage

haha ţau urđu alveg apeshit :)

Gunnar Waage, 27.9.2011 kl. 23:17

4 identicon

Hann hefur samt rétt fyrir sér um hruniđ, ţađ verđur og ţađ verđur ljótt og ađ öllum líkindum ekki svo langt undan, ţađ er eins og stjórnvöld í Evrópu séu nývöknuđ til raunveruleikans, reyna ađ klessa nokkrum plástrum á plástra ofan svo ţau geti kraflađ sig inn í draumalandiđ aftur.

Ţetta minnir mig á gamla daga ţegar mađur var kominn í algerann vítahring međ keditkortin, tók út á síđustu stundu til ađ eiga nóg til ađ dekka síđasta tímabil, ţađ virkađi ađ sjálfsögđu eins og snjóbolti á hrađferđ niđur bratta brekku og á endanum steyptist yfir mann heilt snjóflóđ.....fyrir mér er ţetta allavega svona einfalt enda ekkert fyrir ađ flćkja hlutina.

Og Goldman og hans líkar stjórna, ţađ er alveg á beinu ađ fjármálaheimurinn stjórnar, hefur hređjartak á stjórnvöldum og ţađ á viđ bćđi austan hafs og vestan.

En ţett'er nú bara mín skođun.

Hvernig hefurđu ţađ annars Gunnar minn ;)

Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráđ) 28.9.2011 kl. 01:49

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ţakka ykkur innlitiđ 

Kćra Anna ćskuvinkona. Hef ţađ fínt. Bláberin komin í sultu og saft. Slátur og sviđ á leiđinni. Kćfan klár. Haustlitirnir fallegir og gamla góđa skammdegiđ á leiđinni til okkar eftir ákaft intensíft sumar ţó stutt hafi veriđ. Kartöfluuppskeran varđ frekar slöpp vegna vorkulda og ţurrka. Höfđum nýja ýsu međ hamsatólg í matinn í gćr og rauđar íslenskar. Norđurljós veriđ frekar tíđ undanfariđ. Veđriđ á Íslandi er aldrei leiđinlegt; heldur einungis spennandi. Og alltaf hćgt ađ tala um ţađ. 

Kćr kveđja til ţín og ţinna Vestur.    

Gunnar Rögnvaldsson, 28.9.2011 kl. 02:10

6 identicon

Gaman ađ "heyra", ţađ er fátt sem slćr út haustiđ hér heima međ sláturtöku, villtum berjum og nýjum smćlki međ ýsunni.

Ég átti sjálf berjadag í Brynjudal, bara ég og Magnús minn (hundurinn) fannst ég vera alein í veröldinni, hvorki gsm-eđa iPad samband, alveg yndislegur dagur :)

Annars veriđ allt sumar á Laugarvatni ađ smíđa girđingu og taka á móti gestum, er ađ flytja héđan frá eyjum ţví ég er orđin ţreytt á ferđunum og enginn nennir ađ heimsćkja mig, skil ekki hvađ fólk er ađ setja ţađ fyrir sig ađ vera veđurteppt á ţessari fallegu eyju !!!!

Veđriđ er alltaf ćđislegt og tilbreytingarríkt, um ađ gera ađ njóta ţess.

Kveđjur til baka á ykkur,

banka örugglega uppá og snýki kaffibolla ef ég skildi eiga leiđ um.

Anna.

Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráđ) 28.9.2011 kl. 16:43

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband