Leita í fréttum mbl.is

Grafhvelfing sósíalismans opnuð á ný

Nýtt alþingi verður sett í grafhvelfingu sósíalismans undir Alþingishúsinu. Dustað hefur verið rykið af öllu. Nýir leiðtogar toga í spotta sem opna vasa fólksins. Álfhóll fjárfélagsmálaráðherra þrútnar af þrótti annarra. 

Til styrktar athöfninni hefur nýlega verið haldið fyrsta uppboð á sjálfstæði og fullveldi þjóðarinnar, kosningar hafðar tvisvar að engu, hæstiréttur hundsaður, auðæfi þjóðarinnar seld, öll kosningaloforð svikin, hröppum veitt völd, lögreglan löðrunguð og margt fleira í svipuðum dúr. 

Gjaldkeri sósíalismans segist við sama tækifæri íhuga að ganga úr Þjóðkirkjunni til að undirstrika þannig enn frekar aðskilnað hennar frá fólkinu í landinu með því að gerast afturganga.

Velunnarar eru beðnir um að mæta stundvíslega með fé annarra. Hvelfingin verður upplýst með spariperum Evrópusambandsljómans ástamt rosageilsabaugi Hamfylkingarinnar, við ferlegan undirleik fjármálaráðherra hringsins. RÚV, örorkuheimili raunveruleikans, sendir menn út og fréttir inn.

Helsta einkenni sósíalismans er að eyða ekki peningum skattgreiðenda í frumskyldur ríkisvaldsins: sem eru að vernda líf, limi og eignir þegnanna og gæta dómslaga og réttar. Þetta eru hin einu sönnu hlutverk sem yfir höfuð og með sanni geta réttmætt og réttlætt sjálfa tilvist og skattheimtu ríkisvaldsins. Allt hitt gera borgararnir gert sjálfir og hafa oft gert svo í sameignarfélögum. 

Dópsölu ríkisins í grafhvelfingu sósíalismans er ætlað að halda kjósendum á sprautunni svo kvalarinn í hvelfingunni sé kosinn aftur og aftur. Í þetta er alltaf til almannafé. Sálmabók sósíalismans verður dreift með valdi.
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér datt eitt í hug þegar þú nefndir sparperur sambandsins. Við hjónin fórum að skipta um perur fyrir móður mína sem hefur lengi verið hlynnt aðildarumsókn. Við höfum þráttað mikið um þetta í gegnum árin en ekkert miðað áleiðis þrátt fyrir að ég hafi reynt að færa margvísleg rök fyrir neikvæðum afdrifum landsins ef af inngöngu yrði.

Nú aftur að ljósaskiptunum. Krónan hennar er svakalega fín, antík þriggja arma, með kertalaga perum, en nú hafði henni verið tjáð að hún gæti ekki lengur keypt mattar kertalaga, bara glærar og nú bráðum bara sparperur. Hvernig stendur á þessu sagði hún skrækróma, krónan nýtur sín bara ekki með neinu nema möttum kertalöguðum. Ég sagði henni að þetta væru nú bara reglur evrópusambandsins að koma til framkvæmda. Í alvöru, sagði hún hækkandi röddu, og ég heyrði stuðning hennar við sambandið dvína með hverju orði. "Sparperur myndu aldrei koma vel út hérna" !!!

Það er bara þannig með evrópusambandssinna. Það þýðir ekkert að benda þeim á rök. Það þarf bara stundum að kveikja á perunni.

Dagga (IP-tala skráð) 27.9.2011 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband