Leita í fréttum mbl.is

Vara Þorgerður

Það setur að manni vissan kuldahroll að lesa um ummæli þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem nú er fyrrverandi varaformaður og menntamálaráðherra flokksins, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, hér

Samkvæmt þessu harmar hún að við ESB-efasemdarmenn kætumst yfir því að hafa haft bæði siðferðis- og vitsmunalega rétt fyrir okkur. Að við skyldum hafa unnið sannan sigur yfir hálfum og heilum lygaþvættingi og falsi elítu hálauna- og menntaðra lýðskrumara Über-Evrópu um Evrópusambandið, og flestu sem því hefur fylgt frá því löngu fyrir ólögmæta stofnun þess. Athugið að Evrópusambandið er ekki það sama og EEC var og sem heldur ekki var það sama og Kol & Stál var. Og mismunurinn á þessu þrennu er ægislega mikilvægur.

Það sama var sagt þegar menn kættust yfir sigri frelsisins yfir kommúnismanum í Sovétríkjunum og lendum þess. Sagt var þá að yfirvofandi hrun þeirra gæti orðið jafnvel enn verra en sjálf vistin í þessu heimsveldi hins mannlega geldneytis. Og þau lönd sem þá höfðu byggt upp viðskipti við Sovétríkin með því annað hvort að vera þvinguð til þess, eða af öðrum ástæðum, myndu ekki eiga sjö sæla dagana í vændum. Og svo var sagt að enginn vissi hvað taka myndi við!! Nehei, vissu ekki hvað taka myndi við! Þeir, þessir sumir, héldu virkilega innra með sér að þetta gæti sem sagt orðið enn verra en það hafði verið í 70 ár í algerum fullkomnum hryllingi. Jafnvel sumir háttsettir en þreyttir í stjórnmálum Vestanhafs voru komnir í þær götóttu buxur að samþykkja bæri ástandið sem "jafnvægi" og realpolitik  eins og það var þá. Því miður kæru fangar, þetta verður bara að vera svona, því það er orðið svona. En sem betur fer átti Ameríka einn ektamann á réttum stað, Ronald Reagan. Og hann var ekki bara til vara, sem betur fór. 

Lýðræðisþjóðir fara ekki í stríð við aðrar lýðræðisþjóðir. En það gera hinsvegar lönd og svæði þar sem lýðræði er á undanhaldi. Lýðræðið er einmitt á undanhaldi í Evrópusambandinu. Því hefur ófriðarhættan aukist í takt við aukin völd Evrópusambandsins. Þetta er staðreynd. En Samfylkingin í ESB vill ekki að þú fáir að vita þetta

Evrópusambandið er eitur fyrir lýðræði og sátt í Evrópu. Sambandið er orðið eins konar millistig á milli lýðræðis og keisaraveldis. Það fyrirkomulag sem hélt friðinn í Evrópu frá stríðslokum var lýðræði þjóða í Vestur-Evrópu og tilvist Bandaríkjamanna þar. Ef annað þessa hefði vantað, þá er alls óvíst að Evrópa væri annað en hérað í austur-þýskalandslegri Sovétsókn í dag.

ESB er að eyðileggja Evrópu. ESB er að eyðileggja lýðræði og sátt í Evrópu. ESB er að eyðileggja efnahag landa Evrópu. ESB hefur og er að eyðileggja markaði Íslands í austri til frambúðar. Demógrafísk þróun Evrópu er banvæn. Og það er hún vegna þess að Evrópusambandið hefur drepið framtíðarvonir fólksins með því að stofna til og viðhalda hræðilegu atvinnuástandi þar áratugum saman. Og alltaf bætast nýar brotalamir frá höfuðstöðvum elítunnar við - og reiði fólksins eykst.
 
Evrópu er líklega ekki við bjargandi lengur. Því þurfum við að losa nokkuð lausa hlekki Íslands til þessa deyjandi heimshluta. Og við verðum að horfa fastar í vestur.
 
Very rarely in political history has any faction or movement enjoyed such a complete and crushing victory as the Conservative Eurosceptics. 

Sjálfstæðiflokkurinn hefur verið rekinn úr Þorgerði Katrínu. Þorgerður er orðin gjaldþrota stjórnmálamaður því hún átti aldrei neitt fast til að standa á móti með. Hún er blásin út í buska sögunnar. Þar er hún strand - og hún á bágt.
 
Óskabarn Þorgerðar er að kafna á meðgöngutímanum. Við skulum að minnsta kosti vona að svo sé. Því myntbandalagið var fyrst og fremst hugsað sem leynilegur stolinn naflastrengur frá Móðir Evrópu yfir í fóstur elítunnar; Bandaríki Evrópu - en sem þó alltaf myndu aðeins verða ófreskja af verstu sort, svo lengi sem þau lifðu.
 
Alls óvíst er hvernig móðirinni mun reiða af. Hvort mun deyja á undan. Staðgöngumóðir Brussels, eða fóstur þeirra í henni? 
 
Fólkið er ekki heimskt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Gunnar, ég og örugglega allir,sem berjast gegn þessu banvæna sambandi,þakka fyrir að þú ert einn af okkur. Ég er sannfærð um að með tíð og tíma,muni blyndir e-sinnar fá sýn,og þakka sínum sæla,fyrir að áætlun Samfó var stöðvuð.

Helga Kristjánsdóttir, 25.9.2011 kl. 04:07

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þessi ummæli Þorgerðar Katrínar staðfesta endanlega að hún á enga samleið með fólki sem kennir sig við sjálfstæði. Það er eitt að vera blindaður af atburðarás þegar allt virðist ganga vel, það er annað að fyllast hryggð þegar spár vitiborinna manna rætast. Segir manni að vandamál Þorgerðar er að hún er ekki mjög djúphugul og þess vegna fellur hún svo auðveldlega fyrir fagurgalanum. Sannur samfylkingur þar.

Hvernig hún villtist inn í Sjálfstæðiflokkinn er mér hins vegar fyrirmunað að skilja. Dettur helst í hug að hún hafi eygt þar betri möguleika á að komast áfram í pólitíkinni, svona líkt og Guðmundur Steingrímsson náði að tryggja sér sæti í gamla kjördæmi föður síns.   

Allt frá hruni hafa vitibornir menn séð vandræðagang evrunnar fyrir og þakka ég þér sérstaklega, Gunnar fyrir að leyfa mér að fylgjast með aðdraganda þessa óumflýjanlega hruns.   

Ragnhildur Kolka, 25.9.2011 kl. 08:50

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Rétt að geta þess að Þorgerður Katrín er reyndar ekki lengur varaformaður Sjálfstæðisflokksins og hefur ekki verið í eitt og hálft ár.

Hjörtur J. Guðmundsson, 25.9.2011 kl. 11:47

4 Smámynd: Elle_

Viti bornir menn sáu þetta fyrir fyrir löngu.  Þorgerður (gat aldrei skilið val Sjálfstæðisflokksins á Bjarna Ben og henni) skal líka vita að við hin munum alls ekki fara í neina sorg yfir falli skrímslisins. 

Elle_, 25.9.2011 kl. 12:45

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ég biðst afsökunar á að hafa rangtitlað Þorgerði. Það er hér með leiðrétt. Hún VAR varaformaður Sjálfstæðisflokksins en er jafnframt þingmaður flokksins nú. 

Gunnar Rögnvaldsson, 25.9.2011 kl. 14:50

6 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

þorgerður Katrín og Ragnheiður Ríkharðsdóttir eru búnar að tapa sínum Pólitíska frama, þær hafa valdið Flokknum skaða.....

Vilhjálmur Stefánsson, 25.9.2011 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband