Leita í fréttum mbl.is

Úr útrýmingarbúðum lýðræðis; 17 landa evrusvæðinu

Þegar grannt er skoðað, eru aðeins nokkur þvottaekta lýðræðisríki til á Vesturlöndum. Á samansöfnuðu heimskorti er þetta örmjó og lítil ræma af heildaryfirborði landrýmis jarðar. En á þessari ræmu standa þó þrátt fyrir allt eftir Bandaríkin, Sviss, Ísland*, Bretland og Noregur, svo átakanlega fá dæmi séu nefnd. Bandaríkin eru lögga lýðræðis og frelsis. Til hennar leita flest lýðræðisríki þegar virkilega á reynir. Bandaríkin eru eins konar ghostbusters frelsis, lýðræðis og kapí­talisma. Tvisvar og þrisvar hafa þau bjargað Evrópu frá sjálfsmorði og stöðvað glæpi hennar gegn mannkyninu á síðustu 100 árum. Og tvisvar hafa Bandaríkin bjargað Evrópu frá efnahagslegri örkumlun. Og sigur Bandaríkjanna yfir heimsveldi illskunnar, kommúnismanum í Evrópu, var sætur.

Þingmenn sækja umboð sitt til þjóðarinnar. Þessir gerðu það ekki
Allt þetta gerðist í Evrópu vegna skorts á lýðræði og frelsi. En nú er að koma að þriðja skiptinu. Frankenstein fjármála og stjórnarfars var fyrir klikkaðra manna geðbilun klekkt út í aðalstöðvum evrópskra brjálæðinga í Brussel. Eina ferðina enn. Þessi skepna hefur verið að eyðileggja Evrópu innanfrá undanfarna þrjá til fjóra áratugi. Og nú stöndum við frammi fyrir enn einu brjálæðiskastinu. Kalla þarf ghostbusters frelsis, lýðræðis og kapítalisma á vettvang í Evrópu á ný. Fárveikt Evrópusambandið er komið í evrukrampa.

Sumir hafa verið að velta fyrir sér kostnaðinum við upplausn myntbandalagsins á hin ýmsu lönd.

Miklu auðveldara er að reikna kostnaðinn sem þegar er orðinn við sjálfa aðild landanna að myntbandalagi Frankenstein-evrunnar. Því hann er þegar orðinn og kominn inn í bókhald þjóðanna. Hér er örstuttur listi;

Bankabóla á Íslandi og síðar gjaldþrot íslensku bankanna fór fram inni í miðju Evrópusambandinu. Þetta hefði ekki gerst ef þessi erfðatilraunastöð stökkbreytinga á meginlandinu hefði ekki fjármagnað sturlun bankanna og eytt hér regluverki skynseminnar fyrst.

Bjarga hefur þurft bankakerfum margra evrulanda frá gjaldþroti. Þeim kostnaði hefur þegar verið velt yfir á heimili umræddra landa. Og sá kostnaður er geigvænlegur -banvænn í mörgum tilfellum.

Björgunartilraunir pyntinga- og raflostaaðferða í andaslitrum evrunnar, hafa einnig kostað evrulöndin mikla peninga sem þau fá aldrei aftur. 

Seðlabanki Evrópusambandsins hefur kostað þjóðirnar mikla peninga og tap hans á eftir að verða heil vetrarbraut á himni Frankensteinstjarna sögunnar.

EMS og seinna Evrusvæðið hefur hindrað og drepið hagvöxt í næstum öllum löndum myntbandalagsins í rúma tvo áratugi. Þar hafa stórkostleg tækifæri farið í súginn. Evrusvæðið dregst alltaf meira og meira aftur úr Bandaríkjunum og verður fátækara og fátækara. Massíft atvinnuleysi hefur ráðið ríkjum í ESB í 30 ár. 

Kostnaðurinn við að þrífa upp eftir eitt ábyrgðarlausasta pólitíska tilraunaverkefni mannkynssögunnar verður mikill. Þið munið fall Sovétríkjanna og kostnaðinn við það. Allt vegna fámennrar glæpaklíku sem í fóstur tók geðbilaðan draum sem troða átti í fólkið ofanfrá. Hrun myntbandalagsins verður ekki minna. Engir góðir valkostir eru í stöðunni því allt kom þetta ofanfrá.

Þegar evran fer inn í síðustu hluta upplausnarferlisins þá mun það ekki endilega gerast með einhverju allsherjarhruni. Fyrst munu bankakerfi evrulanda gera áhlaup á ríkisstjórnir evrusvæðis, þ.e. áhlaup á ríkissjóði landanna. Þeir verða tæmdir enn frekar og ýtt enn lengra út á barm ríkisgjaldþrota. Þetta er svona því gangandi gjaldþrota bankakerfi evrusvæðis hafa engan lánveitanda til þrautarvarna, því þau eiga engan ekta seðlabanka. Þeim var öllum kastað fyrir róða um leið og fullveldið í peningamálum var tekið af þeim.  

Svo koma gjaldeyrishöftin sem munu verða sett á í einu eða öðru formi. Svo verða kinnroðasveitir Brussel og ríkjalinga hennar að koma sér saman um þá illa lyktandi terpentínublöndu sem nota þarf til að reyna að stýra upplausnarferlinu á einhvern hátt. Engin lönd munu komast óbrotin út úr þessu.  

Áframhald Sovétríkjanna var ógerningur því landið var sannarlega gjaldþrota á allan hátt. Evrusæðið getur enn síður haldið áfram eins og það var skapað. Verði því hins vegar og samt sem áður haldið áfram gangandi á einn eða annan hátt, þá þýðir það kaótískar borgastyrjaldir í hlutum Evrópusambandsins. Og með litlum horfum á friði næstu nokkur hundruð árin, því það er aðeins hægt að halda myntbandalaginu gangandi áfram ef síðustu leyfum lýðræðis er eytt þar í einum grænum; þ.e.a.s nýtt einræðisveldi ESB yrði að komast á þessa 17 fætur Frankensteins.  

Frelsi kostar mikla peninga. Samúð mín er öll hjá fólkinu í lendum Evrópusambandsins sem aldrei fékk neitt um málið að segja. Þessum Frankenstein peningamála elítunnar var troðið eins og hauspokum á aftökustað yfir alla. Þetta er árangurinn; hyldýpið og svartnættið.  

Hér þurfum við ESB-aðildar andstæðingar að passa okkur á að fagna ekki neinu. Gerum alltaf ráð fyrir að áætlanir öfgasinnaðra Evrópumanna séu áfram þær sömu, þ.e.a.s. að leysa upp ríkisstjórnir og ríkisvald landa Evrópusambandsins. Það veit enginn ennþá á hvorn veginn Evrópa mun falla. Góð byrjun fyrir öfgasinnaða evrópusambandsmenn á eins konar Bandaríkjum €vrópu, væri einmitt að tortíma bankakerfum og ríkisstjórnum Evrópu samtímis í einu alls herjar hruni myntbandalagsins. Í því ferli gæti þeim loksins tekist að stofna til hins sameinaða einræðisríkis Evrópu. Þetta er "þriðja leiðin" sem loksins er hér komin "í boðið". 
 
Eins og svissneski UBS stórbankinn benti á í síðustu viku; ekkert myntbandalag sögunnar hefur verið leyst upp án þess að til einhvers konar borgarastyrjaldar kæmi í kjölfarið. Hin leiðin, að framþvinga upplausn 27 ríkja til að bjarga einu myntbandalagi sem enginn kaus, hefur aldrei áður í sögunni verið reynd. Kjölsog þess yrði enn verra.
 
Skák - og mát.
 
Við þyrftum að reyna að klippa á EES-togvíra okkar til ESB áður en tundrið í trollinu tekur okkur með. 
 
* Á Íslandi situr nú andlýðræðislegasta ríkisstjórn Íslandssögunnar a la ESB. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hefur enn sem komið er — en þó í erfiðri helstöðu og í krafti stjórnarskrár lýðveldis okkar — náð að koma í veg fyrir að vilji þjóðarinnar hafi verið fótum troðinn í afar mikilvægum málum undir ríkishelstjórn Íslands. Ólafur forseti hefði ekki átt séns í neinu ríki ESB. Helsta verkefni ríkishelstjórnarinnar er því að fjarlægja bæði forsetann og þá stjórnarskrá lýðveldis Íslendinga sem hann starfar undir.  
 
Financial Times fimmtudag
"A few good central bankers"
by; Izabella Kaminska 
 
Fyrir helgina sprakk Jessup Jean Claude Trichet í vitnastúkunni vegna einnar skaleysislegar spurningar frá þýskum blaðamanni; honum tókst að fá Jessup Trichet til að tala;

 

Reporter: What is your answer to German people and economists who want the return of the DM?

Trichet: You want answers?

Reporter: I think the Germans are entitled.

Trichet: You want answers? (SHOUTING)

Reporter: Germans want the truth! (SHOUTING)

Trichet: *You can’t handle the truth!*  (SHOUTING)

[pauses]…

 

Trichet: Son, we live in a world that has prices, and those prices have to be guarded by men with bonds. Who’s gonna do it? You? You, Sylvia Wadhwa? I have a greater responsibility than you could possibly fathom. You weep for Lehman Brothers, and you curse Ben Bernanke. You have that luxury. You have the luxury of not knowing what I know. That Lehman’s collapse, while tragic, probably saved banks. And my existence, while grotesque and incomprehensible to you, saves banks. You don’t want the truth because deep down in places you don’t talk about at parties, you want me on that committee, you need me on that committee. We use words like rate, target, expectation. We use these words as the backbone of a life spent defending something. You use them as a profitline. I have neither the time nor the inclination to explain myself to a man who rises and sleeps under the blanket of price stability that I provide, and then questions the manner in which I provide it. I would rather you just said congratulations and went on your way. Otherwise I suggest you pick up a Greek bond, and suffer a haircut. Either way, I don’t give a damn what you think you are entitled to! 

 

Krækjur
 
Financial Times; "A few good central bankers"
Myndskeiðið: via Reuters.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ja hérna, hvað heldur Trichet eiginlega að hann sé? Sjálfur Messías?

Gunnar Heiðarsson, 12.9.2011 kl. 05:23

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Maður á bágt með að trúa að Trichet hafi sagt þetta í alvörunni. þetta er "ég er ómissandi" yfirlýsing. Snertur af mikilmennskubrjálæði?

Eða hvað ... það er ekki langt síðan íslenskur fjármálaráðherra sagði efnislega "það er enginn betur til þess fallinn en við að glíma við þennan vanda".

Haraldur Hansson, 12.9.2011 kl. 12:34

3 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Frábær grein og hugvekja.

Vilhjálmur Eyþórsson, 12.9.2011 kl. 16:00

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur innlitið. 

Klausa Isabellu Kaminska á Financial Times er umskrift á því sem Trichet sagði í reynd hér (via Reuters) og er staðfært í samræmi við atriði bíómyndarinnar  A few good man; "You can't handle the truth" þar sem Jack Nicholson fer á kostum sem Jessup.

Trichet hneyslaði margan manninn þarna á blaðamannafundinum á fimmtudaginn. Þessari einu saklausu spurningu frá þýskum blaðamanni var svarð með 6 mínútna reiðilestri. Sem sýnir að ECB er á nálum yfir því að Þýskaland láti verða af því að hoppa út úr evrunni. Og svo yfirgaf Jurgen Stark ECB daginn eftir og skellti hurðum.

Það er eins gott að Foringi-Trichet þarf ekki að standa í neinu veseni með fulltrúa lýðræðisins, eins og stakkels Ben Bernankie þarf að standa í hér;  Maxine Waters grillar Ben Bernankie yfir hægum eldi á grilli lýðræðisins.

Gunnar Rögnvaldsson, 12.9.2011 kl. 16:06

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Á meðan ég man.  

Í apríl í fyrra velti ég því aðeins fyrir mér Hvernig er að vera seðlabankastjóri á evru?.

Sjá einnig frétt Morgunblaðsins í dag sem tengist þessu hér að ofan um hinn "impeccable" stöðugleika herra Trichet (Krugman: Evrukreppa yfirvofandi).

  • Grikkland down
  • Portúgal down
  • Írland down
  • Ítalía á leiðinni til andskotans
  • og Spánn fast í ginnungargapi evru-fangelsis 

Öll þessi ríki hafa misst aðganginn að fjármálamörkuðum heimsins. Nema Ítalía og Spánn en þá á okurvöxtum. 

Þetta kallar herra Trésett fyrir "impeccable" stöðugleika. Evrusvæðið hefur brennt risavaxið gat í botn flestra ríkissjóða evrusvæðis. Geggjaðar fjármagnstilfærslur skattatekna á milli landa á bóluárunum sáu fyrir því. Fasteingaverð á Spáni er fast á tunglinu og Aþena er orðin dýrari en París = Price stability

Pistill Krugmans sem MBL getur um í fréttinni er mjög viðeigandi; ECB; An Impeccable Disaster 

Gunnar Rögnvaldsson, 12.9.2011 kl. 16:49

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

.

Ágætis viðtal við fyrrverandi ráðgjafa Bush forseta BNA í morgun, Pippa Malmgren. Er ansi hræddur um að hún álykti rétt: Malmgren Says Europe on Brink of Bank Failures

Gunnar Rögnvaldsson, 12.9.2011 kl. 17:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband