Leita í fréttum mbl.is

"Norræna velferðarkerfið". Svona fór um sjóferð þá

Árið 1951 voru 13 starfsmenn við velmegunarskapandi störf í einkageira danska hagkerfisins fyrir hvern einn starfsmann á launum hjá hinu opinbera. Þessi eini opinberi vann við að búa til velferð sem velmeguneinkageirans skaffaði honum. Hlutfallið var sem sagt 13 á launum í einkageiranum á móti hverjum einum á launum hjá skattgreiðendum landsins.  

Í dag er þetta hlutfall þannig að aðeins 2,3 starfsmenn eru við störf í einkageira danska hagkerfisins fyrir hvern einn  starfsmann á launum hjá hinu opinbera.

Allt í allt þá standa málin þannig í Danmörku í dag að miðað við árið 1951 eru aðeins 4.000 fleiri manns að störfum í einkageira hagkerfisins. En í hinum opinbera geira starfa hins vegar 683.000 fleiri manns!

Árið 1951 þurftu Danir aðeins einn opinberan starfsmann til að hugsa um 13 velmegunarskapandi starfsmenn í atvinnu hjá einkaframtakinu. Á 60 árum hefur þjóðin breyst í það horf að núna eru komnir næstum 700 þúsund fleiri menn til að hugsa fyrir og um fjögur þúsund fleiri starfandi menn einkaframtaksins. Með öðrum orðum; Hin svo kallaða "norræna velferð" hefur gert menn svo auma að þeir þurfa 700 þúsund fleiri opinbera starfsmenn til að hugsa um og fyrir sig.
 
Þetta hefur auðvitað kallað á stóran herafla af skattaráðgjöfum og þess háttar glerísetningarmönnum sem skapa enga velmengun, þó svo að þeir séu starfandi í einkageiranum. Þeir vinna bara við að laga þær rúður sem ríkið brýtur á heimilum og vinnustöðum fólksins. Framleiðnin í einkageiranum er því farin til tunglsins þegar svona margir í einkageiranum neyðast til að vinna við að skylmast við hið almáttuga opinbera. Hagvöxtur verður sjaldgæfari og sjaldgæfari. Og allir vita hvar þetta endar. 

Allir sem hugsa sjá að þetta er sprungið. Hvellsprungið. Þetta gerist alltaf þegar fólki er gefinn kostur á að kjósa sig til auðæfa annarra. Og það gerist ekki bara á milli fólks innan sama þjóðfélags. Þetta er einnig að gerast í stórum stíl á milli landa innan Evrópusambandsins. Að vísu er ekki kosið um málið, heldur fara valdaránin fram á næturfundum í reykfylltum hótelherbergjum Evrópusambandsins. En endalokin verða þau sömu. Fátækt.

Þrír af hverjum fjórum kjósendum í Danmörku eru á framfærslu hins opinbera (75% kjósenda). Annað hvort eru þeir opinberir starfsmenn eða þá að efnahagsleg tilvera þeirra er depóneruð í ríkiskassann, að fullu leyti eða að hluta til. Þessi kassi er smá saman að verða gjaldþrota sökum heimsmets í skattpíningu á þegnana sökum hins ofangreinda hlutfalls.

Í svona samfélagi þar sem 75 prósent kjósenda eru á framfærslu hins opinbera mun virkt lýðræði aldrei þrífast. Hver mun kjósa undan sér kassann? Mjög fáir. Það er því skiljanlegt að Danir sjálfir kalli Danmörku stundum fyrir DDR-Light. Þeir eru dópistar á framfæri dópsölu danska ríkisins. Dópsölumennirnir eru stjórnmálamenn hins norræna velferðarsamfélags. Og þeir vita það.

Hagvöxtur? Hvað er nú það? Enda hefur atvinnuleysi í Danmörku aðeins farið undir 5 prósentin í fimm ár síðan 1977. Í tuttugu og níu ár af síðustu þrjátíu og fjórum árum hefur atvinnuástnand í Danmörku verið hreint helvíti. Sjáið þið samhengið? Hagvöxtur getur einfaldlega ekki myndast í Danmörku lengur því þar gerist ekkert þegar steini er kastað í vantið. Ekkert gerist því stærsti hluti hagkerfisins er í vörlsu hins opinbera. Harðlæstur. Dýnamíkin er farin. Sovétið er komið. 

Horfurnar í Danmörku eru svo svartar að maður tárast. Og það sama gildir um mörg önnur lönd Evrópusambandsins. Unga kynslóðin í dag veit að hún verður fyrsta unga kynslóðin sem verður fátækari en foreldrar sínir. Hún hugsar sitt til þessarar dópsölu stjórnmálamanna. 
 
* Velferð er ekki það sama og velmegun. Þetta eru tveir gjörólíkir hlutir.  
 
PS;
 
Ekki undraðist ég tölur hagstofunnar í dag yfir landsframleiðsluna. Samdráttur varð miðað við fyrri fjórðung og endurskoðaðar tölur hagstofunnar yfir landsframleiðsluna á síðasta ári sýna enn meiri samdrátt en upp hafði verið gefið. Þetta er allt á leiðinni til helvítis hjá ríkisstjórninni, enda er hún veruleikafirrt;
 
Krækja
 
Fyrri færsla
 
 
Látið ekki glepjast. Förum ekki úr fögrum dal
 

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Ágústsson

takk fyrir góða samantekt en mér sýnist þetta vera að gerast á Íslandi líka

Allavega er fjöldi skattgreiðenda sem eru í vinnu hjá ríki eða sveitafélagi að nálgast 40% og þá vantar inn tölur um Atvinnulausa og aðra.

ekki hefur ríkisstarfsmönnum fækkað á meðan NorRænuLausa helferðastjórnin hefur verið við völd en á sama tíma hefur störfum í einkageiranum fækkað verulega 

Á þetta dæmi að ganga upp????

Magnús Ágústsson, 9.9.2011 kl. 03:04

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér innlitið Magnús. Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 10.9.2011 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband