Leita í fréttum mbl.is

Svissneski frankinn; "Átti ekki að geta gerst"

Svissneski seðlabankinn (SNB) ákvað í dag að setja þak á gengishækkun svissneska frankans. Þakið sem um er að ræða er ein setning á pappír sem límdur var á nethimnu sjónarvotta. Og síðan troðið inn í hlustir þeirra sem opin höfðu eyru. Á þessum pappír stendur að seðlabankinn sé reiðubúinn til að prenta "ótakmarkað magn" af svissneskum peningum til uppkaupa á erlendum gjaldeyri, svo halda megi gengi frankans undir þessu nýsmíðaða þakskeggi seðlabankans.

Þetta er neyðarvörn SNB gegn þeim tryllingslega fjármagnsflótta sem í gangi er frá evrusvæðinu og yfir í öryggi þessa litla sjálfstæða svissneska gjaldmiðils. Hér er sjálfstæður seðlabanki við vinnu sína með sjálfstæða mynt. Aðgerðir, frumkvæði og heilögum beljum slátrað. Öll 17 ríki evrusvæðisins horfa á með öfundaraugum. Þau geta hvorki prentað peninga né dregið inn peningamagn úr umferð né stýrt neinum vöxtum eða neinu heima hjá sér. Þau fara bara í ríkisgjaldþrot, eða verða að öðrum kosti innlimuð í nýtt Stór-Þýskaland Evrópusambandsins.
CHFEUR 6 sept 2011
Gengi frankans féll um 8 prósent á nokkrum mínútum. Samkvæmt formúlum háskólamanna á fjármálamarkaði, átti svissneski frankinn ekki að geta gengisbreytt sér svona mikið á einum degi. Líkurnar á því áttu að vera minni en einn af 800000000000000000000000000000
0000000000000000000000000000000000000000000000000
0000000000000000000. 

En þetta gerðist samt. Formúlan úr kennslustofunum hélt ekki. Og auðvitað mun þetta ekki virka. En hvað gerir maður ekki til að bjarga vinum sínum og sjálfum sér. Stór hluti Evrópu asnaðist til að taka húsnæðislán í svissneskum frönkum og japönskum yenum, því þar voru vextir lægri. Bankakerfi Evrópusambandsins þola ekki — ofaní hrikalegt upplausnarferli evrunnar — að franka_lána_bankar þeirra verði burstaðir út vegna þess að fólkið í Evrópu er hætt að geta borgað af þessum lánunum. Austur-Evrópa stendur á öndinni eftir mikla hækkun frankans. Afborgnair hafa margfaldast í erfiðleikum. Þarna geta svissneskir kannski sparkað bankakerfum nokkurra ESB-landa aðeins lengra niður eftir götunni áður er dósir þær verða flattar út undir vegheflinum stóra.

Svissneski stórbankinn UBS segir óbeinum orðum í dag að foringjaráð evrusvæðisins hafi skapað perversan gjaldmiðil í Evrópu, sem virkar alls ekki og mun aldrei virka, nema með því að stofnuð verði Bandaríki Evrópu utan um þessa suður/norður Vítetnömsku-mynt er evra nefnist. Auðvelt að hoppa inn, en ógerningur að komast lifandi út aftur. 

En engin hinna 27 landa Evrópusambandsins gengu í slíkt ríki. Þau gengu upphaflega í eitthvað sem þau vissu ekki hvað var. Á skiltum og í kynningarbæklingum Brussels höfðu þau frétt að Evrópusambandið væri bara tollabandalag og létu því gossa út í hyldýpið. Þessi ríki geta hins vegar þurft að kyngja því að verða aðeins hluti af nýjum Einræðis-Bandaríkjum Evrópu í framtíðinni (EBE).

Á eftir, eða næstu 400 árin eða svo, munu þau heyja borgarastyrjaldir sín á milli og leggja heimsálfuna margfalt í rúst, áður en hendi sögunnar verður veifað. Allt út af einum peningi sem ekki var hægt að komast óvopnaður út úr.

Margt ljótt sem átti ekki að geta gerst mun gerast í Evrópu á næstu árum. Þar hafa hryllingsbúðir opnað á ný.
 
Krækjur
 
 
Tengt
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Er ekki rett að kalla hlutina bara rettum nöfnum- Hitlar gat ekki sigrað Evrópu- og fyrir rest gafst hann upp- en nú er önnur bardagaaðferð notuð- sálfræðihernaður- og litlu feitu Íslensku fiskarnir GLEYPA AGNIÐ - orðalaust- og heilalaust !

Erla Magna Alexandersdóttir, 6.9.2011 kl. 21:42

2 Smámynd: Haraldur Baldursson

Þaðfer um mann hrollur....

Haraldur Baldursson, 6.9.2011 kl. 21:42

3 Smámynd: Haraldur Hansson

Þessi þróun í "Ever closer union" er greinilega ekki bara draumórar fáeinna möppudýra. Og því miður held ég að þetta sé miklu alvarlegri þróun en kann að virðast á yfirborðinu.

Höldum Íslandi sem lengst frá þessu.

Haraldur Hansson, 6.9.2011 kl. 22:55

4 identicon

Þetta hefur eitthvað með iðnað og ferðaþjónustu í Sviss að gera.

Það væri ekki slæmt að sjá þetta frá sjónarhorni iðnaðar og ferðaþjónustu í Sviss.

Ekki ólíkt því þegar gengi krónunnar var of hátt skráð. 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 6.9.2011 kl. 23:55

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

prenta "ótakmarkað magn" af svissneskum peningum til uppkaupa á erlendum gjaldeyri, svo halda megi gengi frankans undir þessu nýsmíðaða þakskeggi

Fyndið, svisslendingar eru að upplifa gjaldmiðilshrun á hvolfi. Í stað þess að gengið hafi fallið hefur það hækkað í loftköstum. Þetta geta þeir leyst með ekki einu sinni peningaprentun heldur bara loforði um hana. Á Íslandi höfum við sjálfvirka peningaprentun í formi verðtryggingar ásamt hreinræktaðri gjaldeyrisfölsun í formi gengistryggingar krónulána. Hvorutveggja veldur hinsvegar bara verðbólgu því allar krónurnar sem verða til safnast upp innanlands í stað þess að leita í fjárfestingar erlendis eins svissneski frankinn, og þegar verðbólguspírallinn skrúfast upp er engin leið að skrúfa fyrir nógu fljótt því jafngreiðsluform verðtryggðra lána virkar eins og teygja á stjórntækin. Á meðan svikamyllan virkaði var þetta mjög svipað fyrir krónuna, gengið hækkaði sífellt, þar til upp komst um svikin og bólan sprakk.

yfir í öryggi þessa litla sjálfstæða svissneska gjaldmiðils

Litlir sjálfstæðir gjaldmiðlar geta skoppað eins og korktappar fljótandi á stórsjó, á meðan stóru skipin farast. Það er auðvitað þægilegra að vera um borð í Titanic á meðan það flýtur, en hversu lengi?

Formúlan úr kennslustofunum hélt ekki.

Sem er ágætis lýsing á mestallri nútíma "hagfræði" og peningastefnu.

Stór hluti Evrópu asnaðist til að taka húsnæðislán í svissneskum frönkum og japönskum yenum, því þar voru vextir lægri.

Nú? Var það ekki bara eitthvað séríslenskt fyrirbæri???!!! Jahérna. Eru þessi lán kannski gengistryggð evrulán í raun og veru? Skiptu nokkurntíma erlendir gjaldmiðlar um hendur? Getur verið að svikamyllan hafi bara alls ekkert verið séríslensk? Það skyldi þó aldrei vera að bankar á evrusvæðinu séu með slík lán á bókum sínum... OMG.

fólkið í Evrópu er hætt að geta borgað af þessum lánunum. Austur-Evrópa stendur á öndinni eftir mikla hækkun frankans. Afborgnair hafa margfaldast í erfiðleikum.

Ég hef hugmynd handa þeim sem er "tær snilld": Að hefja innlánasöfnun í fjarlægum löndum til að afla lausafjár í erlendri mynt...

foringjaráð evrusvæðisins hafi skapað perversan gjaldmiðil í Evrópu

Perversan? Hljómar eins og eitthvað sem margir Þjóðverjar gætu verið spenntir fyrir. En þó einungis bak við luktar dyr.

Margt ljótt sem átti ekki að geta gerst mun gerast í Evrópu

Stríð framtíðarinnar verða ekki háð með skotvopnum, heldur fjárhagslegum gereyðingarvopnum, og valdboðinni eignaupptöku. Það er miklu hagkvæmara að hirða fenginn óskemmdan heldur en sundursprengdan og þurfa að kosta enduruppbyggingu.

Guðmundur Ásgeirsson, 7.9.2011 kl. 02:49

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Kærar þakkir fyrir innlitið og athugasemdir.

Gunnar Rögnvaldsson, 7.9.2011 kl. 08:09

7 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Á endanum er það markaðurinn sem ræður. Og þá falla ríkisstjórnir og hugmyndafræðin liggur eftir í blóðbaðinu.

Ragnhildur Kolka, 7.9.2011 kl. 10:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband