Leita í fréttum mbl.is

Kraftur menntunnar ?

Ótrúlegt en satt

Þessa dagana ræða margir um eitthvað frá einræðisríkinu Kína sem kallað er fjárfestir. Oftar en ekki, þegar ég hef lýst andstöðu minni við að selja stóran hluta af Íslandi úr landi, þá hef ég fengið þetta svar;
 
já en hvað eigum við þá að gera?

Fyrst vissi ég ekki hvernig svara ætti þessari spurningu - og hugsaði; getur það verið að menntaðasta fólk í heimi viti ekki hvað það á að gera annað en þetta? Ef þetta er ekki hægt, að þá standi menn eins og fjárfastir bjánar og sjúgi þumalputta.

Þarf nokkuð að loka skólum?
 
Eða er þjóðin bara orðin svona örvæntingarfull undir núverandi ríkisstjórn?

Hér er krækja á fjárfest póstkort frá Kína. Og hér er boðið betur

Og hér er mynd af honum sem þótti svo góður í ríkisstjórn Íslands áður en hún komst loksins til valda. Þekkið þið manninn?
 
ERICH HONECKER
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Íslenskir menntamenn eru flestir ríkisstarfsmenn með lítið frumkvæði eða frumlega hugsum. Þeir eiga sér flestir þann draum að gagnga í Evrópusambandið svo þeir geti fengið fleiri og stærri styrki til að sinna sínum lítilsigldu verkefnum. Á endanum gætu þeir orðið svo heppnir að lenda í Brussel þar sem þeim hlotnaðist sá heiður að úthluta enn fleiri styrkjum.

Með því að halda heilbrigis- og menntamálum í helgreip ríkisins er tryggt að engin breyting verður þar á.

Salan á Íslandi er nú þegar komin á fullt skrið og verður ekki stoppuð nema Samfylkingu menntamanna verði hent út úr ríkisstjórn.

Ragnhildur Kolka, 4.9.2011 kl. 09:19

2 Smámynd: Haraldur Baldursson

Hverjar eru röksemdir dana fyrir því að erlendir aðilar megi ekki eiga land í Danmörku...varla er það að ástæðulausu sem þeir velja þá leiðina ?

Haraldur Baldursson, 4.9.2011 kl. 10:44

3 identicon

Takk fyrir góða pistla um þetta mál.

Sigurður (IP-tala skráð) 4.9.2011 kl. 12:34

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur fyrir Ragnhildur, Haraldur og Sigurður.

Berjatínsla, hreinsun og sultugerð stendur yfir. Svara þér betur Haraldur minn kæri seinna. Blár orðinn á höndum og fótum. Æ nei, lyklaborðið !!  

Gunnar Rögnvaldsson, 4.9.2011 kl. 18:21

5 Smámynd: Gunnar Waage

Heill og sæll nafni minn, bið að heilsa þér heim í Skorradalinn !! Þetta er allt drepfyndið og ég held að þetta sé eitthvað persónulegt. Einhver hefur ákveðið að drepa mig úr hlátri.

Það er bara ekki hægt því helvítið er ávanabindandi :) Alveg eins og bloggið þitt :)

kær kveðja.

Gunnar Waage, 4.9.2011 kl. 19:22

6 Smámynd: Ómar Gíslason

Sæll Gunnar,

Er ekki vandamála Háskólanna sá að það er ekki að mennta til að hafa þekkingu á ákveðnu málum, heldur að fólk nái prófi án þess að vita nokkuð meira um það mál. Svona hugsunargangur á við í viðskiptafræðum!

Ómar Gíslason, 4.9.2011 kl. 19:42

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Takk fyrir innlitið Gunnar nafni minn og Ómar Skapti

Hér má lesa svar mitt til Haralds; Spurt er; Sumahúsareglan í Danmörku og útlendingar 

Gunnar Rögnvaldsson, 6.9.2011 kl. 01:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband