Leita í fréttum mbl.is

Ekkert getur bjargað evrunni. Ekkert getur bjargað Evrópu. En Finnlandi?

Mynd, Der Spiegel; EU hakakross
Mynd, DerSpiegel: Ein af myndunum sem Evrópubúar hafa fengið af Evrópusambandinu

Af hverju þarf að bjarga evrunni?

Átti hún ekki að bjarga sér sjálf? Mynt regluverksins. Tveggja stólpa reglan. Orðin að eins konar myrkraverki sem er að breiðast yfir Evrópu eina ferðina enn. Hvað er að?

Af hverju þarf að bjarga Evrópu?

Átti þetta ekki að vera svo æðislegt þetta Evrópusamband? Hálf milljón blaðsíður af regluverki og 125 þúsund eftirlitsmenn þess. Margir þessara 125 þúsund starfsmanna ESB eru á skattfrjálsum launum og með lífeyrissjóði sína staðsetta í skattaskjólum. Hvað er að?

Hvað er að í Finnlandi? 

Af hverju vill enginn fjárfesta lengur "hér í Finnlandi", eins og talnamaður Handelsbankans segir í viðtalinu við Bloomberg? Hvað er að?
 
“It appears companies don’t really want to invest here, especially since cost pressures have increased,” Tiina Helenius, Helsinki-based chief economist at Svenska Handelsbanken AB, said by phone yesterday. “Companies are downsizing early” as demand grows less certain, she said | Bloomberg

Þetta átti jú allt að vera svo frábært og svo ofsa gott á evrubraut Finnlands í ESB. En samt þarf að leita alla leið aftur til ársins 1918 til að Finnar finni eins mikið til í efnahagslegum dukkadalanen samdrætti eins og varð þar árið 2009. 

Af hverju hefur hlutabréfamarkaður Finnlands fallið mest á eftir þeim gríska frá áramótum? Hvað er að? Er Finnland að breytast í ú-land?

Af hverju er Finnland á sömu leið og Portúgal hefur verið frá örófi evrunnar og af hverju bíða Finnlands sömu örlög og Portúgals? Þetta segja finnskir ráðamenn? Hvað er að? 

Áttu ekki allir að vera á leiðinni til Finnlands? Mest, best og fyrirmyndar þetta og hitt. Var eitthvað bogið við tölurnar á bak við vinsældalista þeirra sem birta þvættings-samanburðinn á topp tíu-lista landanna. Getur það verðið. Kannast einhver við svoleiðis hér á landi?

Af hverju eru Finnar sem þjóð að eldast einna hraðast af öllum í ESB? Og slæmt er þó ástandið hjá öllum hinum. Vill enginn eignast börn þarna í paradís Jóhönnu Sigurðardóttur & núll? Hún hefur valið "finnsku leiðina" samkvæmt yfirlæknisráði fábjánaveldis Samfylkingarinnar. Já, finnsku leiðina til ESB, því ég veit ekki neitt, kann ekki neitt og get ekki neitt. Sorrý þjóð. Ding!  
 
 
PS; Skyldi einkaneysla á hvern mann í Kína vera meiri en einkaneyslan var á hvern mann í Gúlag-fangabúðaveldi Sovétríkjanna? Sovétríkin áttu líka sína milljónamorðingja sem og mæringa. Samanlögð einkaneysla í öllu Kína er á stærð við samanlagaða einkaneyslu í Frakklandi.
 
PS2; Fréttir herma að frjálsi fjárfestirinn sé farinn að bíða eftir skipunum (direct orders) frá yfirmönum sínum heima í Kínaveldinu.  
 
Fyrri færslur
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Minni fjárfesting í Finnlandi endurspeglar nýlandastefnu, hráefna/aflastefnu peningavaldsins. Það er ekki lengur hægt að þéna á peningastefnu Evrunnar.

Evrópa er dauð.

Peningavaldið er að"skora á" Þýskaland að hörfa til baka.(sem ég  skil ekki, því þeir eru háðir "veikri" Evrópu)

Það fréttist af leynifundi Gaddafis við Olíuríkin í Afríku,og þá varð strax stríð í Lýbíu nokkrum mánuðum seinna.

Umræðuefni fundarins, var ný sameiginleg mynt olíuríkjanna, þ.e. úr $ í eitthvað annað. (skoðaðu þennan möguleika)einnig nútímasöguna í samhengi við umleitanir Kína um einhverja ALJÓÐLEGA mynt.

Það er með Finna, þá held ég að þeir hafi grafið sína gröf sjálfir með því að dirfast að óska eftir tryggingum fyrir sínu framlagi í björgunarpakka Evrunnar

Ég tel að Finnar eldist hraðar en allir aðrir,því þeir hugsa um afleiðingar hreinskilinnar. 

Þeir skilja heimskuna sem,þeir gengu samhliða með frá falli USSR og til dagsins í dag.

Hinir í ESB hugsa alls ekki neitt.  (sammála þér um Samfylkinguna). Þó má segja um Frakka að það kom fram hugsunaneisti hjá þeim þegar þeir hvöttu þjóð sína til barneigna fyrir rúmlega 20 árum, en á sama tíma gleymdu þeir grunnþættinum, sem var meiri atvinnusköpun.

Einnig er ég sammála þér um neysluhlutfall Kínverja á móti Frakklandi, og þá hugsa ég um leið um hlutfallið á milli Frakkland og  USA-

Næstum því nífalt meiri neysla í USA en í Frakklandi.

Hvað segir það okkur?

Hvernig hefur hagsæld Evrópu verið byggður upp sl. 30 ár ?

Hverjir sleikja rassgatið á hver öðrum?

Eiga Íslendingar að fylgja þessu fordæmum eða eigum við að byggja okkar framtíð á okkar forsendum? Þetta er stóra spurningin sem við stöndum fyrir og getum lært af sögu Evrópuríkja.

Annað hvort erum við menn, eða við erum brúnnefja íslendingar. 

ps. hvað borga danir mikið úr samfélagslegum sjóðum til þess að vera í ESB?

Hvað miklum peningum tapa danir á því að fasttengja sína mynt við Evruna?

Hversu mörg störf tapast í Danmörku vegna ESB? svar 40.000.

Eggert Guðmundsson (IP-tala skráð) 2.9.2011 kl. 23:13

2 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Ég vil árétta í svarinu að það séu 40.000 störf árlega.

Eggert Guðmundsson, 2.9.2011 kl. 23:26

3 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Var að skoða myndina af fánanum.

Þessi mynd er ímynd heimskunnar, viljandi sett fram, til að draga athyglina frá raunveruleikanum og benda á sökudólginn. Það er verið að stjórna okkur.

Eggert Guðmundsson, 2.9.2011 kl. 23:34

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér innlitið Eggert.
Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 3.9.2011 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband