Leita í fréttum mbl.is

Nokkur orð um erlenda fjárfesta og stjórnarfar

Frumstæð og vanþróuð lönd þurfa mest á beinum erlendum fjárfestum að halda vegna þess að þau eru einmitt frumstæð og vanþróuð.

Þróuð lönd þurfa ekki á beinum erlendum fjárfestingum að halda. Þau nota hlutabréfamarkaðinn til að afla fjár. Þar geta fjárfestar og almenningur fest fé í opnum almenningshlutafélögum og þau þannig aflað sér fjármagns til sinna þarfa.

Það sem einkennir góða hlutabréfamarkaði almenningshlutafélaga er gagnsæi. Og svoleiðis gagnsæi getur aðeins þrifist í lýðræðislöndum sem byggja á frelsi og virðingu fyrir rétti og mikilvægi einstaklingsins. Þetta umhverfi hafa frumstæð lönd ekki og oft hafa þau ekki það stjórnarfar sem til þarf. Lýðræði, þó ófullkomið sé, er eina umhverfið sem getur fóstrað upp þá grasrót sem gefur af sér velmegun handa öllum, m.a. í gegnum heilbrigðar opnar fjárfestingar. Þ.e.a.s velmegun sem svo er veitt yfir í velferð fyrir tilstuðlan hófsamra stjórnmála lýðræðis og frelsis, ásamt staðfastri tryggð við fósturjörðina. 

Íslendingar gátu t.d. fyrir hrun eignast hlut í álverum landsins í gegnum opna hlutabréfamarkaði Bandaríkjanna. Núverandi gjaldeyrishöft hindra eins og er kaup fólksins í þessum fyrirtækjum landsins. Og virkjanir landsins eru í eigu lýðveldis okkar, eða það hafa þær að minnsta kosti verið þar til núverandi ríkisstjórn komst til valda. 

Við þurfum bráðnauðsynlega að koma á opnum og gagnsæum fyrsta flokks hlutabréfamarkaði hér á Íslandi — fyrir bæði smá og millistór fyrirtæki — og það gerist ekki með því að vinavæða brunaútsölu á fósturjörð Íslendinga til kommúnistaríkisstjórnar Kína. Bankabækur margra Íslendinga eru fullar af fé og þeim langar mörgum hverjum að festa fé sitt í góðum hlutum hér á Íslandi, í þeirra eigin landi. Þeim yrði það leikur einn að kaupa og koma Grímsstöðum á Fjöllum í það horf sem viðeigandi er, ef svo bæri undir. 

Enginn í Kína fer svo mikið sem á klósettið án samþykkis Kommúnistaflokksins sem er glæpaklíka útvaldra einræðisherra sem enginn kaus. Allt Kína er einskonar stórar og gerspilltar þrælabúðir þar sem þrælar yfirstjórnar Kommúnistaflokksins vinna við að framleiða ýmsan varning, sem seldur er á fölsuðu gengi falsks gjaldmiðils, sem svo aflar glæpaklíku Kommúnistaflokksins erlends gjaldeyris til að fjármagna geðbilaðar 5 ára áætlanir flokksins, sem eru í engu —ég endurtek— í engu samhengi við þarfir, fjárhag og vilja fólksins í landinu. Fólkið er þannig læst í þrælabúðum Kommúnistaflokksins sem leikur séð með það eins og að um lokaða risastóra einkalandeign á Grímsstöðum á Fjöllum væri að ræða. Súrrealistísk hugsun í landi Alþingis.

Þessar kínversku þrælabúðir á fölsuðu gengi ásamt evrusvæðinu eru tvær helstu orsakir þess stóra misvægis (e. global imbalances) sem kom af stað þeirri kreppu sem nú tröllríður Vesturlöndum. Þyngstu byrðarnar vegna þessa misvægis hafa Bandaríkjamenn og hrunin evrulönd þurft að bera. Tvö stærstu mistök Vesturlanda síðustu 25 árin voru að hleypa Kína eins og það var og er enn inn í alþjóðlegt viðskiptaumhverfi, og svo stofnun myntbandalags Evrópusambandsins, þar sem "kína Evrópu" er Þýskaland, sem keyrt hefur Evrópu í klessu á fölsuðu gengi þýska hagkerfisins. 

Forysta Sjálfstæðisflokksins þarf að koma með sitt álit á þessum málum áður en það er of seint og of falskt. Og ég vona, forystunnar vegna, að það álit verði í anda flokksins sem frá upphafi og kreddulaust fyrst og fremst á að gæta hagsmuna almennra Íslendinga til langframa.

Styðja þarf dyggilega við beint bak Ögmundar Jónassonar ráðherra í þessu máli, svo lengi sem það er óbrotið og ekki upp-spelkað með þeim pólitísku gaddaplönkum sem allsráðandi hafa verið sem undirförular burðarstoðir í þessum ógeðslega ríkisstjórnarskrípaleik ESB-skammbyssustjórnmála ríkisstjórnarinnar frá upphafi.
 
Þetta verðum við öll að gera, því ríkisstjórnin í heild er ófær um að leysa nein mál og því síður að gæta hagsmuna lýðveldis okkar á nokkurn hátt. Styðjum því Ögmund í þessu máli, þó erfitt sé fyrir suma.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Getum við ekki Gunnar minn, fengið línu frá Davíð ef Bjarni vill ekki koma með hana? Þangað til verð ég að hanga á Ögmundi úr því að enginn Sjalli vill segja mér hvað ég eigi að hugsa.

Halldór Jónsson, 2.9.2011 kl. 15:57

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Held að ég fái að fljóta með þér elsku Halldór minn í pöntun þinni til Davíðs. Er jafnvel enn hræddari en þú um að detta af baki Ögmundar.

Gunnar Rögnvaldsson, 2.9.2011 kl. 16:03

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, Gunnar það toppar þig enginn.

Ef þú værir ekki til staðar þá væri maður bara grenjandi.

Sorgleg er söguþekking þeirra sem vita ekki um hlutskipti þeirra fátæku vanþróaðra landa sem töldu "beina" erlenda fjárfestingu vera bjargráðið.

Fuðurlegt að menn skuli ekki skilja, að þar sem er forsenda gróðurs, þar grær.  En áburðargjöf á berangur skilar engu þó hún sé erlend.

Og því miður er heiladauðinn ekki bundinn við núverandi ríkisstjórn.

En þessi síða er ekki dauð.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.9.2011 kl. 07:50

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Kveðjur austur til þín, Ómar minn. 

Gunnar Rögnvaldsson, 3.9.2011 kl. 20:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband