Leita í fréttum mbl.is

Grikkland án seðlabanka - á leið í ríkisgjaldþrot. Nýlendustaða

Steypireiður bankastjóri seðlabanka Evrópusambandsins, Trichet frá franska Lyon, segir að hann og seðlabanki hans muni ekki taka á móti ríkisskuldabréfum gríska lýðveldisins sem veðhæfum tryggingum ef landið fellur niður um eitt lánshæfnismatsþrep í viðbót. Næsta þrep fyrir neðan núverandi lánshæfniseinkunn Grikklands er D = ríkisgjaldþrot (e. sovereign default).

Sem sagt; Grikkland er á leiðinni í ríkisgjaldþrot án eigin myntar og eiginlegs seðlabanka. Hann er í Frankfurt. Engin mynt, engir seðlar, ekkert vaxtavopn. Ekkert nema ein gagnslaus mynt sem flýr landið hraðar en talnakerfi útrásarmiðstöðvar Samfylkingarinnar gat talið sér trú um að hafa þénað sér inn einn raunverulegan tíkall í hönd.

Annað kvöld fáum við líklega að sjá og heyra enn á ný þokulúðrasveitir evrunnar spila sinn reglulega aftansöng. Munið eftir poppkorni og evruhöttum úr áli. Allt getur gerst. Verið því viðbúin. 

Það er svo spennandi þetta út og suður myntbandalag sem spilast nú daginn út og inn á hverjum einasta helvítis degi Evrópusambands Brusselveldisins.
 
Vissir þú þetta; Nú er svo komið að ríkisstjórnar málgagnið talibann DDRÚV er jafnvel meira - en stundum minna - lesið á vefnum en veðurfréttir Veðurstofunnar. Þetta er Össurareffektinn í fjölmiðlun. Samkomuhúsið í sandinum.
 
Tengt efni;
 
 
Fyrri færsla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Norðmenn slá upp í textavarpi sínu að Sarkozy og Merkel "trúi á lausn " ástandsins. ÞAð  er satt að þetta er mjög spennandi fyrir okkur sem eru að horfa á.

Ég get rétt ímyndað mér hverning leiðtogunum líður. Ég veit ekki hvort það sé til nein lausn, en Merkel og co. hafa einhverja ása uppi í erminni, miðað við uppslátt Norðmanna.

Ef til vill, verður það lausnin að leyfa Grikkjum að yfirgefa Evruna og síðan hverju ríkinu á fætur öðru þ.e. þeim sem ekki uppfylla skilyrðin sem þeim var sett, þegar þau tóku upp Evru. (ógaman og aftur ógaman)

Þetta gæti verið töfralausnin sem þau hafa í erminni. Það gæti líka verið ódýrasta lausnin fyrir þýskan almenning til skamms tíma. NB. skamms tíma.

Sarkozy er alveg sama, svo framarlega Frakkland og Þýskaland standa í sömu sporum. Það voru jú Frakkar sem settu skilyrðin á sínum tíma, eða var það ekki.? Jafnvægi skal vera á milli Frakklands og  Þýskalands.

Þeim er nákvæmlega sama  um alla aðra en sjálfan sig. Sannaðu til.

Þýskur almenningur mun fagna í fyrstu, en síðan átta sig á hlutunum og heimta sinn gamla gjaldmiðil aftur.

Þá mun verða stríð í Evrópu - ég man ekki númerið sem gæti orðið sett á það-

ef til vill stríð nr. 110 -  ESB mun falla

Eggert Guðmundsson, 20.7.2011 kl. 22:35

2 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Ég vil telja það fagnaðarefni að íslendingar hafi frekar áhuga á veðurfréttum, heldur en þeim áróðri sem stundaður er á RÚV.

Eggert Guðmundsson, 20.7.2011 kl. 22:38

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hér átt fjórfrelsið 1994 að tryggja efnahagslegan stöðuleika og vaxandi þjóðartekur í samræmi. Nei við eru komin undir Dani í tekjum á haus.   Nú er það stjórnmálasvinna og full aðild eins og Grikkir sem á að bjarga öllu. Meðlima Ríki búa við minn efnahagslegt svigrúm en þau sem er með aðildarumsóknar samninginn eins og EES.

Það er bullandi efnahagstríð í heiminum, EU geng USA og Kína, á samtíma og öll Meðlima Ríki EU eru í  lokuðu innri efnahagstríði.  Það hallar á Dani í samanburði  við Svía. Frakkar eru ekki gera það gott miðað við Þjóðverja. Hinsvegar er UK að gera það betra en Þjóðverjar og Írar að mínu mati. Grikkir geta ekki lifað af túrisma eingöngu, nema skipta um lífsmynstur og nútíma tækni og þjónusta kostar vöruviðskipti utan EU, menntun ein sér skapar ekki raunverðmæti sem endast í 60 mánuði og lengur.

Júlíus Björnsson, 20.7.2011 kl. 23:07

4 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Menntun og þekking nýtist ekki, nema þeir sem yfir henni búa hafi getu og hæfileika til að nýta hana.

Eggert Guðmundsson, 20.7.2011 kl. 23:34

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Menntun og þekking nýtist ekki, nema þeir sem yfir henni búa hafi getu og hæfileika til að nýta hana.

Þetta er löngu sannað.  Þess vegna voru tekin upp námslán hér með verðtyggðri raunvaxtakröfu.

Júlíus Björnsson, 21.7.2011 kl. 01:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband