Leita í fréttum mbl.is

Svissnesku húsnćđislán íbúa evrusvćđis hafa hćkkađ um 44 prósent

Gegni evru gagnvart svissneska franka frá 2. nóv 2007 til 20. júlí 2011 
Mynd; gengi evru gagnvart svissneskum franka
 
Evran hefur nú falliđ um 30,5 prósent gagnvart svissneskum franka síđan 2. nóvember 2007. Ţetta er íviđ minna gengishrun en ţegar ESB-útrásarfjármálamiđstöđ Samfylkingarinnar hrundi ofan á íslensku krónuna. Ţá gaf krónan strax 39 prósent eftir gagnvart evru og hóf lćkningu og afruglun íslenska hagkerfisins samstundis. Síđan jafnađi krónan sig um tíma en féll svo enn frekar. Allt í allt féll krónan um ţađ bil 49 prósent gagnvart evru. Í millitíđinni hafa myntlausu evruríkin Grikkland, Írland og Portúgal náđ frá ţví ađ vera "viđ erum ekki Ísland" til ađ vera ekki neitt. Ekki segjast ţau heldur vera Ítalía og alls ekki Spánn.
 
Vísitala gengis ISK gagnvart EUR frá ágúst 2008 til 20. júlí 2011
Mynd; Vísitala gengis íslenskrar krónu gagnvart evru frá ágúst 2008 til 20. júlí 2011
 
Á milli ţessara ríkja og Íslands skilur fullveldi okkar í peningamálum sem og öđrum málum. Viđ stungum ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grćnna í steininn og sögđum ţeim ađ fara međ sitt Icesave_banka_ESB_brask til síns heima í tveimur ţjóđaratkvćđagreiđslum. Ţar situr ţessi ríkisstjórn Íslands enn. Svört og yfirţreytt af skömm.

Sem sagt; bankakerfiđ hrynur ofan á ţjóđina. Gjaldmiđillinn gefur samstundis og eđlilega eftir — fyrst um 39 prósent — og botnar svo á 49 prósenta falli gagnvart gjaldmiđli seđlabankalings Evrópusambandsins. Nú á krónan okkar — og viđ ađ sjálfsögđu međ henni — uppstigiđ eftir, og okkur til góđa. En ţađ mun aldrei verđa svo lengi sem ţessi ESB-ríkisstjórn er hér viđ völd.

Í Austurríki neyddust yfirvöld stuttu seinna til ađ ţjóđnýta tvo af sex kerfislega mikilvćgum bönkum landsins sem höfđu međal annars tekiđ upp Samfylkingarmódeliđ og hafiđ skćđa útlánaútrás niđur Balkanskaga og út og suđur Austur-Evrópu. Ástandiđ var svo alvarlegt ađ seđlabankastjóri Evrópusambandsins neyddist til ađ gista og borđa mat í Austurríki, sem kom ekki, svo vitađ sé, alla leiđ frá Finnlandi. Um leiđ komust Austurrísk yfirvöld ađ ţví ađ allt ađ ţriđjungur af nýlegum fasteignalánum landsmanna höfđu veriđ veitt í svissneskum frönkum og japönskum yenum, ţví ţar, já ţar, voru vextir svo miklu hagstćđari en í myntvafningi Evrópusambandsins sem nú er ađ rakna upp. Ţessi lán voru ţar nćst bönnuđ međ gjaldeyrishöftum á alla nema auđvitađ ríkt og sérstaklega mikilvćgt ofurfólk landsins.

Nú eru (ó)lán ţessi í erlendum gjaldmiđlum og lán ţau sem austurískir bankar jusu yfir lönd Austur-Evrópu og niđur Balkanskaga, orđin svo dýr, ađ í sumum löndum hefur greiđslubyrđin af ţessum lánum margfaldast. Tifar ţessi klukka nú vćnt undir bankakerfum nokkurra evruríkja og sem lítiđ er minnst á í dag, ţví ađrir og verri fyrirburđir um hálsbrot myntvafningsins yfirskyggja allar fréttir, nema auđvitađ ţćr sem eru ekki sagđar undir talibanni DDRÚV.  

Eina leiđin til ađ koma í veg fyrir svona ástand í svartri framtíđinni í Evrópusambandinu á ný, er auđvitađ ţađ ađ loka ţarf ytri landamćrum ríkjanna, taka völdin af ríkjunum, taka myntina af ríkjunum, taka ríkisfjármálin af ríkjunum og endurlífga Herra hringsins. Ţađ gengur ekki lengur ađ ríkin séu ađ reyna ađ burđast međ ţetta litla fullveldi sitt í neinum málum. Ţađ sjáum viđ greinilega.

Evrópusambandiđ hefur alltaf — og eingöngu — stćkkađ og treyst sig í sessi í krísum. Ţetta er almenna reglan hjá ţeim ađilum sem lifa best á óförum annarra. Og ţađ er alltaf nóg af krísum í Evrópu.
 
Ó Sovét-Evrópa komi ţú. Komdu og fáđu ţér einn annan sjúss úr flösku minni, vćni minn.
 
Tengt efni
Fyrri fćrsla
 

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Gíslason

Ef viđ horfum yfir 10 ára tímabil, ţá sýnist mér ađ evran hefur falliđ um 62,1% gagnvart $

Ómar Gíslason, 21.7.2011 kl. 20:49

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sćll Ómar og takk fyrir innlit. 

Sögu evrunnar gagnvart Bandaríkjadal er hćgt ađ skipta upp í ţrjú tímabil.

a) Frá 4 Janúar 1999 til 25. október 2000 féll hún um rétt og nćstum slétt 30 prósent. Tvisvar á ţví tímavili reyndu seđlabanki ESB og Bandaríkjanna í sameiningu ađ stöđva falliđ međ stuđningsuppkaupum. En allt kom fyrir ekki, evran hélt áfram ađ falla.

b) Eftir ţetta hruntímabil tekur viđ ennţá meira bizzar tímabil í stuttu en öfgafullu lífi ţessar myntar. Frá og međ október áriđ 2000 og fram í apríl áriđ 2008 hćkkar evran um nćstum 100 prósent gagnvart Bandaríkjadal. Hún er ţá orđin leiksoppur spákaupmanna og er notuđ sem eins konar spilavítismynt sem er nánast beintengd viđ spákaupmennsku í málmum, hrávöru og kínversku útflutningslegu uppihaldi.

c) Frá og međ vorinu 2008 og fram til nú er hún orđin algerlega beintengd viđ markađi spákaupmanna. Og sveiflast eftir ţví. 

Sjá ţrjár krćkjur.

  1. Ónýtir gjaldmiđlar - Júní 2008
  2. The Bank must act to end the euro’s wild rise - FT sept. 2008 
  3. Evran missir restina af jarđsambandinu. Fylgir nú hrísgrjónum og málmum - Maí 2011

Gunnar Rögnvaldsson, 21.7.2011 kl. 23:25

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband