Leita í fréttum mbl.is

Seðlabanki Evrópusambandsins samþykkir póstkort og frímerki sem tryggingu

Í gær felldi ECB-seðlabankinn niður þær reglur sem seðlabankinn hafði til sýnis í búðargluggum bankans þegar Mjóstrætissáttmálinn svo kallaði var til sýnis öllum sem þá efuðust djúpt og innilega um ágæti járnabindingar þeirrar sem átti að halda þessum seðlabanka frá því að hrynja ofan á borgara þeirra evruríkja sem þá voru gabbaðir þar inn.

Núna veitir bankinn lán úr hirslum sínum gegn veði í grískum póstkortum. Þetta er það eina fé sem seytlar inn til gríska fjármálageirans heima í Grikklandi. Allt annað flæðir þaðan út og forðar sér. Gríski fjármálageirinn er lokaður af frá umheiminum og hefur verið það árum saman. Grikkland á nefnilega enga mynt og getur ekkert gert, það er svo gott. Þessi gríski fjármálageiri kemur nú með póstkort grísku ríkisstjórnarinnar og leggur þau að veði gegn því að fá í staðinn splunkunýja peninga þá sem seðlabankinn býr til á kostnað annara evruríkja. Þess vegna eru allir svo yfir sig glaðir í Evrulandi núna. Ríkin eru svo ánægð innbyrðis yfir því að seðlabankinn skuli verða að þynna mynt þeirra út með vanti, eða því sem þynnra er.

Í gær bættust póstkort Portúgals við í veðsöfnun ECB-seðlabankans. Portúgal, eins og Grikkland, hefur misst það lánshæfnismat sem átti að vera forsendan fyrir því að taka mætti á móti ríkisskuldabréfum þess sem veðum gegn fyrirgreiðslu úr þessum seðlabankaling Evrópusambandsins. Allur fjármálageiri Portúgals hefur verið afskorinn frá umheiminum í rúmlega heilt ár. Ekkert aðgengi að alþjóðlegum lánamörkuðum. Ekki treyst fyrir fimmkalli yfir nóttina. Upptaka evru hefur veitt Portúgal allt þetta traust sem er van-traustið eitt. 

Nú geta allir verið með. Nóg er að sýna Google Buzz boðsmiða eða stimpluð póstkort til að fá peninga úr hirslum Seðlabanka Evrópusambandsins. Nú verða allir Þjóðverjar glaðir.

Hér fyrir neðan er mynd af The Big Three Evrópu frá árinu 1919. Þetta er forsíðukápan utan um bók Margaret MacMillan; Paris 1919
 
Forsíða; Paris 1919, bókar Margaret MacMillan 
 
Í dag, árið 2011, heita hinir þrír stóru ekki mannanöfnum, það er svo hallærislegt. Þeir heita 1) ESB-ráðstjórnin, 2) ECB-seðlabankinn og 3) Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn. 

Í hvorugu tilfellinu var né er fólkið með við skiptingu Evrópu, partasölunni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband