Leita í fréttum mbl.is

Evrulandið Kýpur að lokast frá alþjóðlegum fjármálamörkuðum vegna evruupptöku

Ríkissjóður Kýpur þorir ekki út á alþjóðlega fjármálamarkaði lengur. Vaxtakjör ríkissjóðs Kýpur undir evru eru að sögn blaðsins Cyprus Mail þau verstu í sögu landsins. Ríkissjóðurinn var lækkaður í áliti af Moody's í janúar og aftur settur á athugunarbekkinn í maí af ótta við að landið þoli ekki Grikklandsálagið og bankatilveruna í myntbandalagi Evrópusambandsins.
 
Roughly one third of the banking system’s assets are booked as Greek exposure, including that of Greek subsidiaries based in Cyprus. This exposure includes almost EUR14bn of Greek sovereign bonds and an estimated EUR5bn of Greek bank bonds | FT 31/5 2011 

Alþjóðlegir fjárfestar krefjast nú tvöfalt hærri vaxta á tveggja ára skammtímalánum til Kýpur, eða um 4,5 prósenta miðað við 2 prósent fyrir ári síðan. Vaxtakjörin á 10 ára lánum eru nú um það bil 7,5 prósent.
 
Munið vinsamlegast að íslenski krónu-ríkissjóðurinn nýtur nú um það bil tvöflat betri og lægri vaxtakjara á alþjóðamarkaði en ríkissjóður evrulandsins Kýpur. Þetta er sjálfstæðri mynt okkar að mestu um að þakka. Ísland þarf ekki að berjast við ESB-nýlenduálagið svo lengi sem við erum fullvalda þjóð í sjálfstæðu ríki með okkar eigin mynt.

Atvinnuleysi á Kýpur er það versta síðan 1980 og nálgast átta prósent og er yfir tuttugu prósent hjá ungu fólki. Landið sem telur undir eina miljón íbúa gekk í ESB árið 2004 og tók upp evru svo seint sem árið 2008, eftir fyrst að hafa verið í ERM-pyntingarklefa Evrópusambandsins frá því í apríl 2005.

Greinilegt er að evruupptaka landsins hótar nú að taka landið niður, henda því í púðurtunnu Evrópusambandsins og ganga frá því þar. Kýpur er komið í pakkann; Evru-Víetnamið.
 
Þessi frétt er ekki frá DDRUV.

Ég myndi ekki vilja eiga neina peninga í banka á Kýpur, né í neinu öðru evrulandi.

Krækjur
 
 
Fyrri færsla
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Á meðan fellur skuldatryggingarálagið hér. Komið í 244.

Jón Steinar Ragnarsson, 29.6.2011 kl. 10:50

2 identicon

Býddu hægur, er ekki kýpur þar sem Grikkir og Tyrkir eru að þræta um yfirráðin?

Piltar, haldið þið að það geti bara verið ... að það sé meira í húfi en bara evran?  Eða reiknið þið dæmin bara í krónutölu?

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 29.6.2011 kl. 11:24

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Annað hvort er þetta svona langsótt fyndni hjá þér Bjarne eins og oftast eða þá að þú hefur hreinlega misst eitthvað á lyklaborðið, sem skilaði þessum spalta hingað, því ég get ekki með nokkru móti botnað í því hvað þú ert að fara, frekar en venjulega.

Nærð þú þessu Gunnar?

Jón Steinar Ragnarsson, 29.6.2011 kl. 12:59

4 Smámynd: Snorri Hansson

Hann Bjarne er algjör rugludallur.

Snorri Hansson, 29.6.2011 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband