Leita í fréttum mbl.is

Ofbeldi eykst eftir atkvæða- og peningaafgreiðslu í Grikklandi

Særðir þjóðfélagsþegnar í Evruríkinu Grikklandi; Mynd; Kathimerini
10 árum eftir evruupptöku. Mynd; frétt Kathimerini: Evruríkið Grikkland 29. júní 2011 
 
Gríska blaðið Kathimerini birti frétt klukkan 19:00 að staðartíma um að ofbeldi á götum úti hafi aukist eftir að gríska þingið samþykkti afarkosti fyrir ríkisfjármál grískra þjóðfélagsþegna, að kröfu Brussel. Læknar Rauða Krossins sem gerðu að sárum slasaðra mótmælenda voru hraktir á brott af lögreglu.

Seðlabanki landsins sagði í gær að Grikkland myndi fremja sjálfmorð með því að neita að uppfylla pöntun Brussels. Fyrir rúmlega tveimur árum gat ég þess á heimsíðu minni að fyrrverandi seðlabankastjóri belgíska seðlabankans, Alfons Verplaetse, hefði sagt að það væri engin leið út úr evru aftur án þjóðfélags- og efnahagslegs sjálfsmorðs. Um svipað leyti gat Charles Gave þess að evra myntbandalags Evrópusambandsins væri Frankenstein fjármála.

Nú hefur þetta verið staðfest. Allir hugsandi menn vissu þetta þó fyrir löngu síðan.
 
Krækjur
 
 
Fyrri færsla
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Í ræðu á Evrópuþinginu fyrir nokkrum mánuðum sagði Nigel Farage við Barroso og félaga (efnislega og eftir minni):

Þetta evru-verkefni mun aldrei ganga upp. Þótt þið hlustið ekki á markaðinn mun markaðurinn heyra í ykkur. Þegar þjóð hefur verið svipt auðkennum sínum, fullveldi og lýðræðinu er ekkert eftir. Þá styttist í þjóðernisöfgar og ofbeldi.
Ég vona að guð gefi að markaðurinn sprengi þetta evru-dæmi ykkar áður en til þess kemur.

Möppudýrunum var ekki skemmt, en eru kannski að fatta loksins núna um hvað Farage var að tala.

Haraldur Hansson, 29.6.2011 kl. 22:56

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Málið er að þetta er allt rétt um sjálfsmorðið. Höfundar EU á sínum tíma voru með strategíu sem gildir allta minnst til næstu 30 ára. Það sem nú hefur komið fram í Millríkja samningum er nóg mikið fyrir mikið mig til að drag réttar ályktanir um það sem er ekki komið fram næstu 30 ár. Lissbon markað upphaf finaliseringar. Í framhaldi styrkja höfunda völd sín og hámarka sinn innri hagnað. Þýskland, Frakkland, Ítalir, Bretar. Eiga öll jafn stóran hlut í Seðlabanka EU.

Júlíus Björnsson, 29.6.2011 kl. 23:59

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Og Grikkir fá ekki að kjósa um örlög sín. Sitt ultimate Icesave amen. Enginn fær þann rétt né hefur fengið nema að nafninu til.  Lýðræðið hefur verið undið úr sambandinu. Núna geta þeir fyrst byrjað sitt Blitzkrieg.

Annars er gaman að lesa 20 ára gamla grein Michael Hudson, Perestroika goes south.   Þessi gamli AGS úlfur sem óx hjarta, hefur þetta greinilega í fókus.

Vert að hugleiða þegar nú er verið að tala um að setja orkugeirann hér á kókaín án nokkurrar fyrirhyggju til framtíðar að ráðum Wall Street. Við erum ekki nógu áhættusækin að þeirra mati.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.6.2011 kl. 00:35

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Risky seeking er reiðufjárfestir, sem ekki leggur á áhættu álagsvexti umfram verðtygginu til að tryggja sig gegn mislukkaðri fjárfestingu, hefur trú á henni. Mistök þeirra áhættufælnu er að leggja of mikla gjaldþrota og vanskilavexti á fyrirfram.   Fjármála "jargon"  er ekki auðvelt að skilja, enda Dedet=Cretit.  Skuldsettur=Fjárfestir.

Júlíus Björnsson, 30.6.2011 kl. 03:12

5 identicon

Ég leit nú svolítið á þetta með kauðana í Grikklandi, og verð að segja að ég get ekki séð að þeir komi til með að verða að einu né neinu.  Þetta er engin uppreisn, bara örfáir aðilar að kasta grjóti .... og upp úr því hefst, nákvæmlega ekkert.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 30.6.2011 kl. 07:29

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Grikkir ætla að minnka nautakjöts neyslu, þetta tryggir meiri kvóta til hinna ríkjanna. Þetta þurftu nýlendur Rússa [Kreml=Brussell] að búa við áratugum saman.

Júlíus Björnsson, 30.6.2011 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband