Leita í fréttum mbl.is

Fyrirlestur Paul Krugmans í Cambridge kl. 19:30 í kvöld

Í tilefni 75 ára afmælis The General Theory heldur Paul Krugman fyrirlestur í Cambridge háskólanum í kvöld kl. 19:30 að Lundúna tíma, eftir að hafa fyrst snætt Fish & Chips (bráðum burtfloginn markaður Íslendinga til Noregs).

Hagfræðingurinn hefur verið svo elskulegur að birta fyrirlesturinn fyrst á bloggsíðu sinni, þannig að við komum fyrst, en þeir síðast. Allir vita hverjir þeir eru. Þeir eru alltaf út um allt að gera allt. Hérna er fyrirlesturinn; Keynes and the Moderns

Mér sýnist þarna vera um að ræða ævibirgðir af kinnroðalit fyrir næstum allt hagfræðingastóðið, plús núverandi forseta Bandaríkjanna, og til dæmis herra Rogoff og tefyllirafta hvar sem þeir finnast. Trichet frá Lyon fær stimpilinn dagdraumamaður (martraðir um hábjartan dag)
 
Kína_heldur_uppi_USA-menn eru rassskelltir. Meiri skuldir geta læknað of miklar skuldir er staðfest. En það er ekki sama hver á þær og hve mikið af þeim. 

Ef ég væri hagfræðingur í dag fengi ég mér hauspoka og herti að. Rektorar hagfræðiháskóla ættu að fá sér vinnu á hárgreiðslustofum, ef einhver skyldi vilja þá. Ef ekki, þá geta þeir reynt að sækja um aukavinnu á einkaleyfisskrifstofunni í Bern. Það hefur sýnt sig að borga sig áður því in the long run we are all dead.  

Krugman hreinsar rykið af Keynes, svo um munar. Nú þarf að endurmennta flest alla hagfræðinga sem hafa útskrifast eftir 1980. Skólamenntun þeirra hefur brugðist. Eða er það öfugt? 
 
Fæstir muna að Keynes var íhaldsmaður. Ég er íhaldsmaður.
 
Blaðamenn geta einnig vel gert sér mikinn mat úr þessum fyrirlestri, svo ekki sé minnst á undirsáta fjölmiðla; pakkamennin
 
Fyrri færsla
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Yfirvöld í USA hafa fylgt ráðum Krugman eftir, nánast til seinasta bókstafs, allt frá hruni. USA er í dýpri holu núna en þegar hrunið skall á. Þetta getur Krugman reynt að kjafta sig frá, en menn standa vaktina og láta hann ekki komast upp með það.

Geir Ágústsson, 20.6.2011 kl. 07:40

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Það er ekkert íhlaupaverk að skilja allt það sem kemur fram í þessum fyrirlestri. En það er þó þess virði að þrælast í gegnum hann.

En Krugman nefnir Minsky sem virðist segja að langt tímabil stöðugleika búi til óstöðugleika. Þetta leiðir hugann að óvissulögmáli Heisenbergs í eðliðsfræðinni. Mér skilst að Þú getir illa sagt til um það hvar elektrónan er nákvæmlega, þú veist hvar hún var og hvar hún líklega verður. Þegar þú býrð þig undir að hún verði þarna þá er einhver sem sér sér hag í því að sveigja hana á aðra braut sér í hag. Soros fann þetta út með breska pundið, hann bjó til óstöðugleikann úr stöðugleikanum og græddi sjálfur meðan aðrir töpuðu.

Orð Keynes um dauðans óvissan tíma eru líka þess eðlis að hann hefur skilið að það eru fræðileg takmörk í öllu og microeconmics eru auðskiljanlegri en macro. Hinsvegar virðist Krugman ekki vera sammála okkar skærasta hagfræðiljósi, hinum Friedmanska peningaprentara, Steingrími J. Sigfússyni um að kreppunni sé að ljúka og löndin séu að rísa.Þeir sem séu með mótbárur séu úrtölu-og niðurrifsmenn, sbr. ræðu hans á Alþingi á eldhúsdeginum.

Minsky hefur rétt fyrir sér, hagsveiflur virðast óhhjákvæmilegar. Hvernig á að fást við þær ? Til þess þarf líklega eitthvað sem kalla má steingrímsku.

Halldór Jónsson, 20.6.2011 kl. 10:48

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

USA getur varið sig, og allir sem eiga kröfu á USA, tapa á því ef USA gengur illa. USA frá 1970 byrjaði að verðtryggja í ríkum sem áttu mikla möguleika á raunhagvexti til lengri tíma litið.  Ekki vitlaust. Gaule á sínum tíma var með efasemdir um að hægt væri aðvertyggja í Spáni og Portugal. Þjóðverjar og Heath fóru sínu fram.

Júlíus Björnsson, 20.6.2011 kl. 14:04

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur

Geir, ríkisstjórn BNA hefur lítið getað gert vegna andstöðu við að það sé yfirhöfuð nokkuð gert til úrbóta. Það er nú það sem Krugman kvartar yfir; "I never imagined that the idea of using fiscal policy as a response would be so broadly rejcected on both sides" (political). Talar um intellectual collapse í þessu sambandi. 

Aðgerðir seðlabankans The Fed eru ekki á vegum ríkisins. En þær hafa verið of litlar og veikar að mati Krugmans, en þó hjálað því annars værum við mun verr stödd en við erum. Andstaðan við aðferðir The Fed eru þó massífar í báðum vígstöðvum. Sem er undarlegt í ljósi lærdómsins frá Kreppunni Miklu

En samkvæmt Austurríska skólanum, Geir, þá áttum við alls ekki að vera í þessum vandræðum núna, því "sjálfstæðir seðlabankar" áttu að "hindra kreppur". En þeir hindruðu hins vegar ekki neitt og í Evrópska tilfellinu hefur über-sjálfstæður seðlabanki sprengt Evrópu í loft upp eins og munkar sem eru af fikta við gerð sprengiefna í klaustri sínu.

Það er ekki rétt Halldór að taka í gagnið endurskoðenda viewið á hagkerfi og allra síst það kvantamekaníska. Hagkerfi eru flókana fyrirbæri en svo.

Nei Steingrískan hefur ekki hindrað kreppur því Steingrímur er eins og elektróna Heisenbergs og Bohrs. Þegar þú ætlar að kjósa hann þá er hann á sporbraut umhverfis kjarnan, en eftir kosningar er hann ekki þar sem mann mældist í atkvæðatalningunni; þá er hann nefnilega hér:

"Fjármálaráðherrann er nýbúinn að flytja stefnuræðu og leggja þar fram framvirkt hrunfrumvarp (fjárlagafrumvarpið). Þar sker ríki fjármálaráðherrans hyldjúpt niður í stað þess að sýna Davíð (örugglega Oddssyni) hvar hann keypti ölið. Hér bauðst fjármálaráðherranum kærkomið tækifæri til að sýna okkur fram á það sem yfir höfuð getur réttlætt hið stóra og máttuga ríki eftirstríðsára Keynes, - ríkis sem nú læsir klóm sínum í allt að helming þjóðarköku þegnana, og jafnvel meira. Fyrir 80 árum þóttust ríkisstjórnir vesturlanda heppnar ef þær gátu kreist fimm prósent af þjóðarkökunni út úr höndum þegnanna. Nú sitja þær margar með miklu stærri hlut þjóðarkökunnar en knúði styrjaldarhagkerfi Winston Churchill's til sigurs í seinni heimsstyrjöld Evrópu Össurar.

Hér hefði verið hægt að koma og segja: sjáið nú vinir mínir, þetta er okkar styrkur núna. Við látum ríkið okkar máttuga sækja fastar á gjöful miðin í þessum stórsjó, því við þessar aðstæður þorir einkaframtakið ekki að fjárfesta og sækja fast á miðin. Þar ríkir svo mikil óvissa núna. Einkafjármagnið er nefnilega ennþá í hræðslukasti eftir síðasta brotsjó. Við ætlum því að búa til öruggan stað þar sem hið risastóra fjármagn einkaframtaksins getur með ró í sinni parkerað peningum sínum í fárviðri. Við sýnum hér í verki styrk þess að hafa stóran opinberan geira sem krefst svona mikillar skattheimtu. Því búum við hér með til öruggt bílastæði fyrir peninga einkageirans í þágu þjóðarinnar allrar. Þar getur það fengið lága en örugga ávöxtun við erfiðar aðstæður í kjölfar fjármálakreppu veraldar. Svona virkjum við auðæfi samfélagsins. Komið því og fjárfestið í verkefnum okkar, kæru vinir. Svona vinnum við okkur út úr þessu. Við vöxum út úr vandanum. Við kýlum á þetta. Svo mun ríkið draga sig til hlés þegar einkafjármagnið er fært um að axla þetta forystuhlutverk á ný.

Í stað alls þessa velur fjármálaráðherrann að lúberja þjóðina og senda skilvirk flóttamerki til einkafjármagnsins (sem nóg er til af).

En nei

Steingrímur byrjar á því að ávarpa þjóðina með þessum orðum; "Ég ætla að tala um ástandið á Íslandi í dag en ekki um stjórnarandstöðuna." What?

Hvað var það sem fékk fjármálaráðherrann til að skipta um skoðun í þetta fimm hundraðasta skipti á 20 mánuðum? Voru það átta þúsund mótmælendur fyrir utan þinghúsið? Ef þeir hefðu ekki verið þarna, hefðum við þá þurft að hlusta á Steingrím J. Sigfússon tala um stjórnarandstöðuna í tíu þúsundasta skiptið á 20 mánuðum? Já það getum við verið alveg viss um, því flestir kraftar þessa manns hafa farið í það að rústa til langframa því samfélagi sem stjórnarandstaðan byggði upp. Fjárlagafrumvarpið er framlag hans til þeirra mála. Og svo er það Icesave. Og ESB."- tekið héðan; Er ég geðbilaður? 

En svo kemur hitt: ríkið er orðið svo of-stórt að það er búið að gleyma grundvallarhlutverkum sínum. Það er orðið svona of-stórt vegna þess að það er notað sem dópsala stjórnmálamanna, en ekki það tæki sem getur læknað kreppur með viðeigandi fiscal policy á réttum ríma. 

Steingrímur er af Austurríska skólanum, það sést langar leiðir að.

Gunnar Rögnvaldsson, 20.6.2011 kl. 17:57

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Einhverveginn finnst mér allir þessir hagfræðiskólar minn á trúarbrögð í einu og öllu. Hagfræðiátrúnaður og hagfræðiJesúsar með mátt og lausnir að sögn manna en eru þó ekki til staðar, né áþreyfanlegir frekar en ímyndaður súpermaður Kristinna eða Músima t.d.

Hagfræðihimnaríkið er alltaf handan hornsins og endurkoman við næsta andartak, en við fáum ekki að kynnast því fyrr en við erum dauð. 

Prédíkarar og ofstækismenn, auðmjúkir iðkendur og iðrandi syndarar fylgja sínum Hagfræðikristi sem er alveg að koma (í lakið).

Jón Steinar Ragnarsson, 20.6.2011 kl. 20:01

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Allt sem við höfum séð fram að þessu er sviðin jörð eftir frakensteinian hagfræðiexperiment.

Allt á sömu nótum og trúarbrögðin. Nýr heimur mun rísa úr rústunum og Soría Moría - Eldorado blasir við í sjóndeild, en fyrst verður að leggja allt í rús, brenna allar brýr, svíða jörð og strá salti í svo keningar frelsaranna fái risið. 

Fyrirferð hagfræðinnar í lífi fólks er á svipuðum nótum og hjá Kaþólskunni forðum. Allt snýst um hagtölur og manipúleringar fyrir fjármagnseigendur ogpólitíska fjóspúka á meðan 99% er skítsaman og kemur þetta raunar ekkert við.Fólk vill fá frið fyrir þessu bulli. Spádómar og spámenn eru fals og frat og aðeins til þess að kúga og hræða. 

Mikið vildi ég að til væri hagfræðihelvíti sem hægt væri að senda þessa helvítins fábjána til eilífðar og kannski örlítið lengur.

Jón Steinar Ragnarsson, 20.6.2011 kl. 20:09

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Jón Steinar. Innlegg þitt minnir mig illþyrmilega á auglýsingar fyrir Windows 3.1. og tímabilið í computing frá 1992 og fram til 2004.

Árið 1995 gafst ég upp og skipti yfir í Mac og fyrirtækið mitt fékk AS/400 frá IBM. Bæði voru frelsun. Hvað var maður að hugsa?

En allan tímann vorkenndi ég Windows notendum. The dark age of macroeconomics fóru því miður samhliða dark age of computing. Veit ekki hvort það var vegna þess að hagfræðingar fóru að nota Windows og hættu að kunna Fortran. En arkitektar gerðu það, og það sést. Þeir smituðust.

Eins og þú veist þá fór Isaac Newtion út í hlutabréfabrask á sínum efri árum. En hann gafst upp og sagði; "ég get reiknað út gang himintungla þúsundir ár fram í tímann, en ég get ekki reiknað út hvað þessi öskrandi massi manna á hlutabréfamörkuðum munu gera eftir bara þrjár mínútur".

Hagfræði er flókin og miklu flóknari en verðurfræðin því veðrinu er alveg sama um hverju veðurfræðingar spá um einmitt veðrið. Það hefnir sín ekki á spámönnum sínum.

Það er líka erfitt að búa til gott stýrikerfi, því það er bara hægt að gera í litlum hópum manna sem þekkja hvern annan mjög vel. Og tekur áratugi (Nokia is dead).

. . still waiting for Longhorn

Gunnar Rögnvaldsson, 20.6.2011 kl. 21:27

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ja...munurinn á hagfræðing og veðurfræðing er sá að veðurfræðingurinn hefur örlitla auðmýkt fyrir stöðu sinni svo það leynst engum að hann er að geta sér til um veðrið en hagfræðingurinn er cocky og self confident eins og hann einn hafi höndlað sannleikann.

Þegar hagfræðingar eru nefndir á nafn, þá sé ég alltaf fyrir mér Þórólf Mattíasson spá undirgangi lífs á jörðu yfir óútgefnum víxli og óbirtri kröfu sem enginn þekkti í raun.

Hagfræðingar eru stappfullir af sjálfum sér og dramadrottningar andskotans, athyglissjúkir og það sem verra er...fagið þeirra er sama non diciplin og guðfræði.

Hlægilegt lið.

Jón Steinar Ragnarsson, 20.6.2011 kl. 23:55

9 Smámynd: Júlíus Björnsson

Grunnur hagfræðinga fyrir 100 árum var raunvísindi og reynsla. Grunnur verkfræðináms var það líka.  Eitt er stinga inn í formúlu og annað er smíða hana frá frá grunni á sama hátt og meistarnir það var kallað skilningur. Þegar ég var í Menntaskóla voru til kennarar hér sem voru alls ekki með á hreinu hvað skilningur þýtti. Það þýtti að skilja hluti niður í frumparta sína og byggja þá upp aftur.

Hagfræðingur hér segir sín fræði byggja á að skoða yfirborið og raða þeim brotnum sem skynjar og byggja á því sínar hugmyndir. Vitur veit, reyndur veit þó betur. Segi ég af minni reynslu sé rétt.

Júlíus Björnsson, 21.6.2011 kl. 13:53

10 Smámynd: Júlíus Björnsson

Allt skiljanlegt er einfalt í sjálfum sér.

Júlíus Björnsson, 21.6.2011 kl. 13:54

11 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Eins og ég skil þetta, að ef "mér líkar ílla að nota orðalagið excess savings þ.s. Bandaríkin inn á við eru í skuldakreppu þ.s. almenningur og þess vegna er skortur á eftirspurn í hagkerfinu sem ríkið leitast við að fylla upp með aðgerðum af því tagi sem Krugman mælir með" þá myndi þ.s. hann leggur til, valda verðbólgu - sífellt vaxandi eftir því sem umframeyðsla stjv. myndi halda lengur áfram.

Það getur vel verið, að slíkt sé skárri leið heldur en, kyrrstaða af öðru tagi.

En, ef kínv. hættu að kaupa bandar. ríkisbréf og ríkissjóður héldi áfram umframeyðslu, þá þarf Fed að kaupa þau bréf í staðinn - þ.e. QE3 þarf að eiga sér stað, síðan QE4 o.s.frv. 

Þú færð óhjákvæmilega vaxandi verðbólgu, og lækkandi gengi dollars.

En einhvers staðar þarf að borga kostnaðinn, ekkert kostar ekki neitt. Svo þú borgar fyrir stöðuga aukningu peningamagns, með verðbólgu og gengisfalli.

Á móti verðfalla skuldir einnig - og það á einhverjum tímapunkti, getur snúið hlutum við, með því að raunlækka skuldir almenning - fyrirtækja og auðvitað ríkisins.

  • Hann er þá að mæla með - verðbólguleið.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 22.6.2011 kl. 19:41

12 Smámynd: Júlíus Björnsson

En, ef kínv. hættu að kaupa bandar. ríkisbréf

Þá tel ég að USA minnki innflutning frá Kína. Það er sóknarvörn á heimamarkaði þeirra.

Júlíus Björnsson, 22.6.2011 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband