Leita í fréttum mbl.is

Bræðsluaðild Grikklands að evrubálinu

Athyglisvert er að fylgjast með eyðilegginu elítu peningayfirvalda Evrópusambandsins á grísku samfélagi. Því var haldið fram að aðild ESB-landa að sameiginlegri mynt myndi færa 13 hagkerfin nær hvort öðru. En árangurinn er hins vegar algerlega hinn gagnstæði. Löndin - og fólkið sem í þeim býr - sem standa að myntinni, hafa sjaldan eða aldrei verið stödd eins langt frá hvoru öðru, efnahagslega. Evran hefur sundrað Evrópu og aukið verulega við hættuna á ófriði í Evrópusambandinu. Og hún hefur ekki hið minnsta leitt til aukningar í viðskiptum á milli landanna. Sennilega hefur hún í reynd komið í veg fyrir eðlileg og sanngjörn viðskipti á milli landanna. Og er frekar að stöðva þau en hitt.
 
Mynd: Rebecca Wilder; Atvinnuleysi í Grikklandi frá 1988 til 2011
Mynd: Rebecca Wilder; Atvinnuleysi í Grikklandi frá 1998 til 2011. Miklu hærra nú en fyrir evruupptöku (Unemployment rate in Greece: seriously uncharted territory)

Í stað komu hvítra hesta í hlaðið, komu brennuvargar Evrópusambandsins í Brussel akandi í rósrauðum Traböntum Samfylkingarinnar frá austri. Svælan er geigvænleg. Grikkland er statt í innvortis gengisfellingu sem er að breytast i innvortis helvíti (infernal devaluation)

Svona er að missa fullveldið. 

Allir ættu einnig að sjá núna, að þvaðrið um að óháðir seðlabankar myndu koma i veg fyrir áföll og kreppur eins og afar okkar og ömmur þurftu að þreyja í kreppunni miklu 1929, er og var tómt þvaður frá upphafi. Óháðir seðlabankar hafa ekki komið í veg fyrir neitt. Flestir hafa hins vegar misskilið Milton Friedman og gleymt Keynes. Hagfræðideilir vorra daga eru því miður orðnar deildir í háðskólum.
 
Fyrri færsla
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

1994 var opnað fyrirEU nýfrjálshyggju sem gerði bönkum Seðlabanka Stöndugra ríkja kleift að verðtryggja grimmt í hinum ríkjum sem aldrei eiga mögleika á raunhagvexti.  Þetta hefur fært þau fátækari mikið undir og nær hinum að mínu mat. Gerir Brussell mikið einfalda og gera skilvirku alla skattheimtu í þessum lendum. Óháðir Seðlabankar.   Þjóða Seðlabanka kerfi EU, fellur undir Seðlabanka EU, hann sjálfur er skilgreint eitt helsta hagstjórnartól Commission  Brussell , með lögum Miðstýringarinnar EU. Seðlabankar hafa hlutverk  í EU, selja evrur, selja einkabönkum meðmæli, og innheimta meðlimaskatta, þess vegna mega þeir ekki verða háðir stjórnvöldum í Meðlimaríkjunum. Kratar [Íslenskir] einfalda einum of mikið hlutina.

Júlíus Björnsson, 19.6.2011 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband