Leita í fréttum mbl.is

Fjármálaráðherrann gegn vissu öflunum; við tal

 
Eftirmáli Icesave - bíómynd.
 
Ég ætlaði ekki að skrifa neitt, því mig skorti orð. En þau komu samt. Biðst innilega og fyrirfram afsökunar á því. Vona að ég lendi ekki í síberíunni.

Einhverra hluta vegna slysnaðist velvildarmaður ríkisstjórnarinnar á ríkisstjórnar sjónvarpsstöð tvö, af tvö, til að viðhafa einstaka yfirheyrslutækni í viðtali sínu við fjármálaráðherra ríkisstjórnar Íslands, sem segist eiga við viss öfl í landinu að stríða. 

Merkilegt er að maður sem stendur með næst mikilvægasta póst í ríkisstjórn Íslands í höndunum, skuli finnast að hann eigi við viss völd að stríða . .  afsakið . . hér varð mér á í messunni . . hér kemur það; skuli finnast að hann eigi við viss öfl í landinu að stríða. 

Þessi sjaldgæfa yfirheyrslutækni, að fá menn til að tala og láta þá svo bara tala og tala þangað til þeir tala af sér, sést vel í þessu viðtali við fjármálaráðherrann gegn vissum öflum Íslands. Einnig sést hún nokkuð vel hér í bíómyndinni "a few good men", fyrir ofan.  Jessop tekur til máls, talar og talar (og auðvitað af sér).

Ég þurfti að klípa mig til að vera viss um að ég væri staddur í meira en 1000 ára raunveruleika á Íslandi, árið 2011. Hvernig getur staðið á því að þessi ríkisstjórn er ennþá við völd? Hvernig getur það verið?
 
Þetta viðtal var ófyrirgefanlegt stórslys, því það glitti óvart í bláan himinninn fyrir ofan öskuna. Nú vita menn að það er til annar heimur fyrir utan tvo imbakassa öskufalls ríkisstjórnarinnar.

Þakkir til Jóns Vals Jenssonar fyrir að benda mér á þetta viðtal, sem ég annars hefði farið algerlega á mis við. 

 
Að lokum minni ég alla á orðið "líklega" sem er eitt af fyrstu orðum fréttarinnar. Líklega þýðir að veruleikinn sem vísað er til, hafi ekki enn runnið upp. Innfundið sig.
 
Fyrri færsla
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hann er semsagt í heilögu stríði við ill öfl.  Árar og dárar, illir andar og fylgjur að handan.  Múllah Steinrímur útvalinn af almættinu. Jihad.

Þetta hefur sturlunartón í sér. Ég get ekki gert að því að hafa slíkt á tilfinningunni.  Ekki nema að hann sé að meina hin kratísku Baugsfylkingaröfl, sem börðust fyrir og fengu í gegn að koma okkur í EES og siðan hafna dreifðri eignaraðild í skjóli þess við einkavæðingu bankanna.  Framvarðasveit útrásarinnar sem nú eru verkstjórar hans og kúgarar í ríkisstjórn.

Hann náði þó díl við þá. "Ég skal segja já við framsali fullveldisins til þriðja ríkissins ef þið hjálpið mér að rústa kvótakerfinu."

Hrossakaup mannkynssögunnar.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.5.2011 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband