Leita í fréttum mbl.is

Grikkland, Írland og Portúgal munu aldrei geta greitt ríkisskuldir sínar

 
Evrópuvextir Össurar: Vaxtakostnaður ríkissjóða - 10 ára ríkisskuldabréf 23. maí 2011
 
Mynd, Bloomberg: "Evrópuvextir" Össurar. Vaxtakostnaður nokkurra ríkissjóða á 10 ára ríkislánum í dag. Grikkland þarf að greiða fjárfestum 16,6% vexti með gríska evru, Þýskaland þarf að greiða 3% með þýska evru. Svíþjóð þarf að greiða minnst af öllum ESB löndum því þar er áhættan minnst fyrir fjárfesta, því landið notar sína eigin mynt, sænska krónu.
 
Í grein Wall Street Journal í dag segir að ríkisgjaldþrot ofangreindra evruríkja sé nú óhjákvæmilegt. Aðeins sé eftir að ákveða form og ófríðleika ríkisgjaldþrota þessara landa, sem voru svo ólánsöm að kasta eigin mynt fyrir róða og taka niður fyrir sig með því að taka af Brusselhimnum ofan sjálfseyðingar mynt valdaelítu Evrópusambandsins, sem kallast eins og hún er: evra. 

Fitch Ratings gerði framámönnum foringjaráðs evrusvæðisins það alveg ljóst í síðustu viku að allir aðrir skilmálar en þeir sem nákvæmlega standa í pappírum fjárfesta sem festu fé sitt í ríkisskuldabréfum evrulanda eigi að gilda - og að einungis þeir eiga að gilda; Allt annað er ríkisgjaldþrot. Lengja í lánum = ríkisgjaldþrot. Breyta lánum = ríkisgjaldþrot. Sjálfviljugar afskriftir = ríkisgjaldþrot.

Þegar Grikkland fer í þrot mun seðlabanki Evrópusambandsins tapa meiru en 100 miljörðum evra. Hann verður þá þurrausinn af fé og það þarf að endurfjármagna þennan seðlabanka. 

Þegar Írland fer í þrot mun seðlabanki Evrópusambandsins tapa meiru en í Grikklandi. Hann verður þá þurrausinn og það þarf að endurfjármagna hann aftur.

Þegar Portúgal fer í þrot mun seðlabanki Evrópusambandsins tapa minna fé en í Grikklandi. En hann verður þá aftur orðinn þurrausinn og það þarf að endurfjármagna hann í þriðja skiptið. 

Þegar kemur að Ítalíu á undan eða á eftir Spáni - ef evran þá lifir enn - mun Silvio Berlusconi neita að taka við bail-out hjálp. Vinsældir hans munu fyrir vikið stíga til himins hjá kjósendum á Ítalíu, sem þola ekki þessa mynt lengur. Landamærum Ítalíu verður lokað. Þá er Evrópa aftur og á ný komin í leiðandi forystuhlutverk nýrra fjöldahreyfinga nokkurra sterka manna með hakana komna í kross.
 
Svona fer þegar lýðræði Evrópuríkja er drepið af valdasjúklingum elítu Evrópusambandsins. Þarna, einmitt þarna, á Össur Skarphéðinsson einn heima.
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Það er sorglegt að horfa uppá fjármálaöflin í heiminum berja höfðinu við steininn og neita að horfast í augu við þá staðreynd að afskriftir eru einu möguleikarnir í stöðu fjölmargra þjóða, fyrirtækja og ég tala ekki um heimila.  Nei, það virðist eiga endalaust að ganga á þá sem minnst mega sín og hirða af þeim það sem þeir eiga ekki lengur til.

Tómas Ibsen Halldórsson, 23.5.2011 kl. 11:03

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Og þetta eru vextir af ríkislánum. Hvað skyldi grískur almenningur þurfa að greiða fyrir lán ef þá einhver lán fást.

Ragnhildur Kolka, 23.5.2011 kl. 20:35

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það stendur til að lána Grikkjum 60ma.€ ofan á fyrra 110ma.€ lán, og allir vita að seinna lánið er að henda peningum, það verður ekki umdeilt. En, í sl. viku setti ECB stólinn fyrir dyrnar, segist munu fella grísku bankana ef Ráðherraráðið vogar sér að ákveða nokkuð annað en þ.s. ECB vill; sem er annað lán.

Ég spái því að Ráðherraráðið lúffi fyrir ECB, og ákveðið verði að fylgja ráðum herranna í stjórn ECB. Þó er ekki öruggt, að Merkel takist að fá það samþykkt, að veita Grikkjum þetta lán á Sambandsþinginu. Hún getur neyðst til þess, að hóta afsögn þ.e. gera þetta að stjórnarslitamáli til að fá þingmenn innan raða stjórnarflokka til að fylgja henni að málum.

Þetta viðbótarlán, fjármagnar Grikkland einungis út 2013. Það þarf ekki að efast, að 2014 - verða Evrópskir stjórnmálamenn jafn tregir, til að taka á sig tjónið og nú.

Svo þ.e. annaðhvort "kick the can down the road" og það aftur og aftur; eða að einhver stöðvar málið - annaðhvort uppreisn á Sambandsþinginu eða að grískur almenningur taki til sinna ráða; nema auðvitað að Finnland stöðvi málið - en samþykki allra þarf.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 23.5.2011 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband