Leita í fréttum mbl.is

Kalt stríð - heitt stríð - fullveldisstríð

Stríðið er bráðnað. Þeir sem stóðu í köldu stríði er nú með báða fætur í því heita og ylja sér. Þeir þekkja sig ekki lengur. Fjarlægðin er farin og stríðið komið inn í þá. Þeir fatta þó ekki það. Nú er sjálfur ground zero vígvöllurinn hér; Ríkisstjórnin, meirihluti Alþingis, er í heitu stríði við þjóðina sem undir yfirskini "þjóðareignar" er að falla sem ríkiseign. Nú á að farga öllu því sem vannst hjá okkur; fullveldi og sjálfstæði Íslands, undir herstjórn Samfylkingar Vinstri grænna gegn Íslandi og þeirri þjóð sem byggir landið nú. Bráðum verða Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir og Össur Skarphéðinssin ein eftir í þjóðinni. Þá mun sú þrenna eiga allt. Allar auðlindirnar, ein. Þær verða jú í "þjóðareign". Allt hitt pakkið skorið og "eignabrennt" niður. 

Í augnablikinu freistast maður til að halda að náttúruöflin íslensku séu að gefa okkur ákveðin merki.
 
Gott að sjómenn Íslands eru ekki túristar og að flotinn er ekki alveg enn orðinn einn stór fljúgandi Hollendingur, fjarstýrt frá jarðfræðistofnun neðanjarðarríkisstjórnar Íslands í Brussel í "þjóðareign" Þjóðverja og Frakka. En þetta kemur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband