Fimmtudagur, 19. maí 2011
Ríkið sem dó í þjóðareign
Bíddu. Hvernig var þetta aftur. Voru ekki allar eigur og auðlindir Sovétríkjanna í þjóðareign þegna Sovétríkjanna. Var það ekki þannig?
Hvernig gekk þessi búskapur; ríkisauðlindakommúnisminn? Allir voru alveg jafnir. Um það bil 60 milljónir manna voru jafnaðir við jörðu. Sumir þeirra jafnvel jarðsettir ef efnahagur og ríkidæmi þessa heimsveldis fátæktarinnar leyfði. Fátæktin sigraði að lokum flest í þessu ríki auðlinda, sem allar voru alltaf í "þjóðareign".
Hrikalega massífar auðlindir móðurjarðarinnar voru eign þjóðarinnar, en sem alltaf varð þó bara fátækari og fátækari. Loks dó þjóðin í náttúruauðlindum þessa ríkis upp í háls. Hún dó í þjóðareign.
Stjórnvöld sem tala um að auðlindir eigi að vera þjóðareign eru hvorki meira né minna en klepptæk. Þau hafa ekkert lært og eru ófær um að læra.
Auðlindir í þjóðareign, sem stefna, er hreinræktaður kommúnismi. Hins vegar geta einstaklingar þjóðarinnar nýtt auðæfi lands okkar eins og þeir gera og hafa alltaf gert. Það munu þeir alltaf gera best og mest ríkidæmi fyrir alla mun einungis þannig hlotnast.
Er skattur á súrefni á Íslandi næst á dagskrá? Hvað verður það næsta; jarðir teknar af bændum? Fyrndar? Landnáma gerð ógild? Afsöl bænda brennd?
Weimartímabil ríkisstjórnar haturs og hefndar heldur áfram á Íslandi, undir hörpuslætti. Dansinn dunar.
Nei, þjóðríki á barmi ríkisgjaldþrots í umsjá AGS á ekki að byggja egypska píramída handa ríkissjóð. Ráðdeild, vinsamlegast! Við erum ekki þjóðnýtt enn, er það?
Við eigum að veiða fisk og þéna fyrir því sem gera skal. Sjávarútvegur er undirstaða efnahagslegrar tilveru okkar í þessu landi. Restin af hagkerfinu er byggður með afrakstri sjávar og lands. Áfram sjómenn og útgerðarmenn Íslands! Varið ykkur bændur!
Fyrri færsla
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Mætti í vinnuna strax í gærkvöldi og hóf störf
- Ísland og Grænlandsmálið
- "Alþjóðsamskipti" - ha ha ha ha ha ha ha
- Bjarni Ben sá þetta auðvitað strax, enda mestur og bestur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring: 31
- Sl. viku: 324
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 229
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Hvernig viltu hafa þetta Gunnar? Viltu láta þetta í hendur Óligarka eins og í sovét, þar sem niðurstaðan er sú sam ef ekki verri fyrir fólkið sjálft. Ríkis eða prívatarðrán? Ríkið stendur allavega straum af sameiginlegum þörfum okkar og mannréttindum. Í theoríunni allavega.
Nú svo er hægt að fara Magma leiðina og losa sig við þetta á víð og dreif í erlent eignarhald, sem gengur svo kaupum og sölum í útlöndum og aldrei kemur króna arðsins heim.
ég vil heyra hvað þér þykir betra fyrirkomulag, fyrst þér finnst þetta ómögulegt.
Það er munur á alræði öreiganna og heilbrigðu aðhaldi og afkomutryggingu.
Þessi eldræða Non sequitur á meðan málið er ekki skýrt betur. Ég kom nokkrum sinnum til gömlu sovétríkjanna fyrir járntjald og þykist muna hvernig það var þar. Þar máttirðu ekki vera neitt né eiga neitt. Þú þurftir að bíða í 5-6ár til að fá úthlutað hrærivél að því gefnu að þú hafir rökstutt þörfina á 200 blaðsíðum.
Hringir það kannski ekki einhverjum bjöllum varðandi annarskonnar sovét, sem verið er að draga okkur inní? Þú talar eins og evropubandalagssinni hér. Fullveldi, sjálfstæði, þjóðerni, þjóðmenning og þjóðareign er ekki cosher þar.
Make up your mind.
Jón Steinar Ragnarsson, 19.5.2011 kl. 06:19
Og svo að léttara hjali....
Moody's refsar Dönum fyrir að láta fall Amagerbankans lenda á fjárfestum.
Jón Steinar Ragnarsson, 19.5.2011 kl. 08:35
Auðlindir sem hver á þá Gunnar? Enginn? Útgerðamenn hver afhenti þeim eingnaréttinn?´
Einokun á nýtingaréttinum sama og gert var með mjólkursamsöluna á sínum tíma. Einokun á að selja mjólk í Reykjavík einokun á að fá að veiða fisk? Hver er munurinn?
Hvað er kommúnismi. Verðum við ekki að þekkja hann þegar við sjáum hann? Ef við viljum raunverulegt markaðskerfi förum við leið Sjálfstæðisflokksins og notum Sóknarmark Matthíasar Bjarnasonar en hættum þessu skrípa leik með hagfræði Hannesar Hólmsteins youtube stjörnu sem sniðin er utan um kvótakerfið og einokun.
Ísland verður áfram byggt á fiskveiðum vonandi stunðaðar af Íslendingum og í höndum íslenskra sjómanna.
Hvers vegan er ekki Sóknarmark ef menn vilja markaðsvæða og vernda um leið. Sóknar mark dugði okkur vel og dugar Færeyingum frábærlega bankarnir þeirra kaupa nú Danska banka þegar okkar bankar þurfa að halda áfram að svíða okkur inn að beini.
Ólafur Örn Jónsson, 19.5.2011 kl. 11:15
Hvað er svo að frétta frá Spáni?
Jón Steinar Ragnarsson, 19.5.2011 kl. 12:33
Viss um að það er miklu hlýrra þar en í þessum a**skotans Norðan Garra
Ólafur Örn Jónsson, 19.5.2011 kl. 13:22
Bændur komu hingað fyrir 1100 árum og helguðu sér land. Sú helgun hefur haldið hingað til að mestu.
Útvegsbændur stunduðu sjósókn í 1100 ár og þurftu ekki á helgun réttar síns fyrr en þurfti að takmarka sóknina í fiskinn.
Ég get ómögulega séð að fólk sem aldrei hefur stundað útgerð eigi allt í einu að fá hlut í af veiðiréttinum.
Svo er allt annað mál að útgerð er miklu arðbærari atvinnugrein heldur en t.d. landbúnaður á Íslandi, og þess vegna skekkir það samkeppnisstöðu þessara greina. Álver er líka miklu arðbærara en útgerð (rekstrarhagnaður álveranna er ca 400.000.000.- á dag)Þess vegna er sanngjarnt að Álverin eða Landsvirkjun og útgerðin borgi sanngjarnt auðlindagjald til að jafna stöðuna.
Ég hef ekki heyrt nokkurn mann tala um að hleypa inn nýliðum í Landsvirkjun eða Álverin.
En að fara að taka réttin af útgerðinni til að halda áfram að veiða er hreinn og beinn kjánaskapur. Þó svo að hann sé tekin á 15 árum.
Ég veit ekki betur er Magma Alterra eða hvað það nú heitir hafi nýtingarrétt á orkuauðlindinni í 130 ár og ekkert er gert í að breyta því.
Landsvirkjun sem þjónar aðallega erlendum álverum hefur endalausan nýtingarrétt.
En íslenskir útgerðarmenn mega éta það sem úti frýs.
Ætli það verði ekki þannig þegar búið er að nauðga okkur inn í ESB, og erlendar útgerðir með hjálp erlendra banka verða búnar að sölsa undir sig fiskveiðiheimildirnar , þá verður hægt að lengja nýtingartímann í 130 ár til samræmis við nýtingu annara auðlinda.
Sigurjón Jónsson, 19.5.2011 kl. 14:30
Þakka ykkur innlitið
Ég minni á að við erum fullvalda þjóð í eigin landi. Ef Alþingi setur lög þá gilda þau. Alþingi getur tekið hvaða hlut sem er eignarnámi, ef svo ber undir. Það fer að minnsta kosti nærri lagi.
En einu sinni munaði litli að þjóðin yrði flutt til heiðarholu Jótlands. Ég sé ekki fyrir mér að þó svo að þú og ég hefðum þá haft plagg í höndunum upp á 1/300.000 eignarrétt á auðlindum Íslands, að þá hafi það skipt nokkru um það að þeir sem nú byggju Ísland hefðu ekki farið sínu fram.
Það eina sem við þurfum að passa er að varðveita fullveldi landsins og sjálfstæði. Vel og vandlega. Og t.d. ekki afhenda það ESB til umráða. Passa það að við verðum ekki flutt til Jótlands Eevrópusambandsins þegar búið er að rústa efnahag Íslands og öllum þjóðríkjum ESB þannig að þá yrðum við bara hérað í Bandaríkjum Evrópu og bóla á rassinum á risastórri nýrri heild. Lítið hérað. Við þufum að passa uppá að allt landið okkar sé í notkun, í byggð og sé virkt í öllum skilningi, því annars verður það tekið af okkur. Sannið til. Þessi þróun að 66 prósoent landsmanna búi í skráargatinu að Íslandi er virkilega pervers.
Ef ég finn olíu eða bláber á mínu landi þá er ég ekkert hrifinn af því að sú auðlind sé komin í "þjóðareign" um leið og ég græði fyrsta tíkallinn eftir langan taprekstur. Ég borga skatt af henni. Ég borga skatt af öllum aðföngum. Ég borga skatt af allri vinnu. Ég borga skatt af öllum gróða. Ég borga söluskatt. Ég borga aðstöðugjald. Ég borga veltuskatt. Ég borga umhverfisgjald. Ég borga laun sem launþegar borga skatt af. Ég flyt út og sæki þann gjaldeyri til þjóðarinnar sem notaður er til að kaupa innviði sjúkrahúsa og mennta lækna og til að byggja upp restina af hagkerfinu með. Sökkull nýrra atvinnugreina.
Þið hljótið að skilja nú að ef olían, vatnið, fiskurinn og loftið og bláberin eiga að fara yfir í þjóðareign að þá hlýt ég að hætta öllum rekstri, hætta öllu og aldrei fjárfesta í neinu. Þess utan á ég enga olíu og fer brátt að vona að ég munu aldrei finna neina olíu eða fjárfesta í neinu nema innfluttum ljósritunarvélum handa sumum sem lifa eins og veruleikafirrt möppudýr á þeim sem finna bara svo mikið sem eitt bláber á lóðinni sinni.
Gunnar Rögnvaldsson, 19.5.2011 kl. 15:21
En Noregur, eru auðlyndir Noregs ekki í eigu norsku þjóðarinnar? Eru þeir jafnvitlausir og þeir USSR?
Bjöggi (IP-tala skráð) 19.5.2011 kl. 15:59
Það þurfti víst ekki að reka norska olíumenn af landgrunninu og koma þeim á hausinn fyrst til þess að norska ríkið kæmist þar að. Ef mig minnir rétt þá þorðu engir aðrir að fjárfesta í norskri olíuvinnslu á þeim tíma. Og var norska ríkið gagnrýnt harðlega fyrir "glæframennsku" á þeim tíma.
Við höfum sjálf viðhaft þennan hátt á þegar að risaframkvæmdum kemur í t.d. virkjunum. En nýlega var álverum á Ítalíu lokað vegna banns frá ESB um að Ítalska ríkið seldi þeim orku á sérstöku verði. Svo hér ber allt að sama brunni.
Hingað til hafa íslenskir útgerðarmenn ekki sýnt annað en að þeir hafi fjárfest í fiskveiðum af dugnaði og aflað vel og skaffað okkur hámarksverðmæti. En einu sinni var þetta að hluta til rekið í svo kölluðum "bæjarútgerðum". Þar fossuðu fjármunir skattgreiðenda í taprekstur eins og fljót í sjóinn.
En nú er búið að endurreisa bæjarútgerð í Reykjavík: Hörpuna. Svo allir ættu að vera ánægðir. Peningar skattgreiðenda fossa ennþá í sjóinn þar.
Gunnar Rögnvaldsson, 19.5.2011 kl. 16:23
Gleymdu því ekki Gunnar að Bæjarútgerðirnar nutu ekki braskmöguleika kvótakerfisins, framsalsins, uppskrúfaðs sjálftökuverðs, útblásinna höfuðstóla og veða í því sem ekki var til.
Rekstur sem hefur hrúgað upp 6-800 milljarða skuldum í ótengdu braski og græðgisvæðingu, sem svo á að setja á okkar reikning, er ekki að mala gull, bara svo þú vitir það. Það er verra en afskriftir til bæjarútgerða fyrir daga kvótakerfisins.
Þessi rök halda engu vatni og það er margbúið að senda þau til föðurhúsanna, en samt halda menn þeim á lofti eins og trúarlegri möntru í von upp einhver Göbbels áhrif. ( Það að stór lygi sögð nógu oft öðlist trú manna.)
Þú veist miklu betur Gunnar.
Jón Steinar Ragnarsson, 19.5.2011 kl. 16:59
Hvers vegna er svo nauðsynlegt að allt landið haldist í byggð? Er það rétt að skattpeningar skuli fossa í sjóinn til bænda og annarra sem vilja hokra í ósjálfbærum bú(tap)rekstri og krummaskuðum sem eru baggi á þjóðfélaginu?
Ekki veit ég betur en að bændur fái að hirða þær auðlindir og nýta sem eru á þeirra jörðum og það sem verra er: líka auðlindir sem ná langt út fyrir jarðarmörk þeirra.
Þar er ég að tala um skatttekjur ríkissjóðs, sem allir eiga að geta verið sammála um að eiga að vera í þjóðar- eða ríkiseign.
Theódór Norðkvist, 19.5.2011 kl. 17:04
Þjóðfélagið okkar sem er samfélag Íslendinga, getur varla talist vera baggi á sjálfu sér Theódór Norðkvist.
Að allt landið sé í sem mestri byggð, nýtingu og búsetu okkar landsmanna eykur samkeppni, eykur fjölbreytni og stuðlar að nýsköpun og kemur í veg fyrir bólumyndun. Það eykur ríkidæmi og bætir möguleika allra. Þess vegna. Ef svo væri þá ættum við ekki í þessum samræðum hér í dag. Hún væri óþörf.
Bændur yrðu þeirri stund fegnastir er ríkið og hið opinbera færi burt með puttana úr landbúnaði. Það er ég handviss um.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 19.5.2011 kl. 17:12
Þjóðin á lífeyrisjóðina, fallvötnin, og aðrar auðlindir eins og gilti í USSR. Hinsvegar hver á afnotaréttinn, og hriðir arðinn af þessum miklu eignum? Skilboðin eru einginn vill vera eigandi eða taka á sig ábyrgð, hér mun rísa upp nýtt mannkyn sem er aðhæft að þessari hugmyndafræði falshyggjunar.
Júlíus Björnsson, 19.5.2011 kl. 17:14
Afnema pér persónu aflátt, en leggja viðbótar samfélagsskatta um 500.000 kr. á ári á alla fullorðna, til að taka af aftur þetta nægir ríkinu í grunnskatta. 100 milljarða. Hækka verðlista birgja nauðsynja vöru og þjónustu um 3,0% og lækka smásölu vsk um 2,0%. Laun í söluskattsvikageirum hækka, verðlag hækkar ekki vegna breytinganna, kostnaður við umræður um þess máli á þingi verður úr sögunni. Einfaldar bókhald allstaðar. Persónafláttur er frá UK og leið til eflingar aðalsins, og styrkir fákeppni og stéttamun og manngreiningarálit. Skattgrunnur sem skilar engu er lítis metinn af þingmönnum. Menn leggja skatt á fastar tekjur í stöðuleika kerfum, en taka ekki skatta af tekjum nema í nýlendum. Borgir selja aðgang að sínum neytendum, ein krafa er að keppnisaðili eigi fyrir starfsmanna skatti. Arður er allt annað mál sem aldrei á skattleggja nem aðilar í geira séu færri en hundrað. 100 vegna þess að þá þarf ekki að tryggja vegna þess að einn fer á hausinn. Arður í 100 manna geirum laðar að fleiri þátttakendur.
Júlíus Björnsson, 19.5.2011 kl. 17:29
Við getum öll glatt okkur yfir því að norðan garrinn er í þjóðareign. Hann krefst mikillar og góðrar kjötsúpu. Þá þolir maður allt. Allt.
Afsakið ;)
Gunnar Rögnvaldsson, 19.5.2011 kl. 19:41
Hingað til hafa íslenskir útgerðarmenn ekki sýnt annað en að þeir hafi fjárfest í fiskveiðum af dugnaði og aflað vel og skaffað okkur hámarksverðmæti
Hvar eru þessi verðmæti í dag ? Lávirðaukageirar ESB skila fáum aðilum stærri [risa] eininga þokkalegar persónulegar tekjur, útrýma erfiðstörfum, fækka mannaafla í þessu geirum, en skapa fullt af hávirðsauka störfum í miljóna borgum neytendanna. Hér er engin neytanda markaður á næsta leiti. Hér verða ekki miklar tekjur. Í ESB samhengi. Eins dauði er annars brauð og stórborgir [milljóna] hafa alltaf verið nr. 1 í ESB.
Júlíus Björnsson, 19.5.2011 kl. 20:02
?
Jón Steinar Ragnarsson, 19.5.2011 kl. 21:18
Ekki viltu átthagafjörta útgerðarmenn við þær eignir sem þeir fjárfesta í Jón Steinar. Ekki frekar en þú vilt átthagafjötra "fasteignagreifa" (ef þeir eru til) við eignir sínar og banna þeim að framselja lóðir, byggingarétt eða atvinnufyrirtæki. Eða hvað þá almenning sem notið hefur kannski mikilla hækkana á fasteignaverði á meðan aðrir hafa mátt horfa á egnir sínar falla mikið í verði, allt eftir búsetu.
Allur atvinnurekstur skuldar ef hann tekur lán. Varla viltu hætta að eiga fasteign þína bara af því að hún er veðsett og að kaupendur skuldabréfa íbúðalánasjóðs eru erlendir sem innlendir aðilar. Eign þín er eftir sem áður á þínum höndum. Hver á veð í sjávarútvegi skiptir ekki máli svo lengi sem hann og nýting hans er algerlega á höndum Íslendinga.
Það er alveg eins hægt að kalla hvaða atvinnugrein sem er fyrir "greifa" og annað slíkt, ef út það er farið. Til dæmis ríkisgreifa.
Ef það væri skynsamleg langtíma byggðastefna til í landinu þá yrði atvinnurekstur útgerða sem og annarra atvinnugreina frekar um kyrrt í eðlilegum heimabyggðum þeirra. En því er ekki að heilsa. Það flýtur allt á sama stað. Það er ekki hollt fyrir landið.
Sjávarútvegur hefur aldrei verið eins arðsamur fyrir þjóðarbúið eins og núna. Það skiptir máli. En auðvitað má fínstilla sumt, þó það nú væri.
Fyrsta stóriðja Íslendinga var síldarbræðsla. Einkarekið frumkvæði. En svo kom SR.
Gunnar Rögnvaldsson, 19.5.2011 kl. 21:43
Júlíus þú kemur hvað eftir annað að því að útgerðamenn hafi fjárfest í fiskveiðum af dugnaði og nokkrir hafa gert það og satt er að búið er að sameina og "hámarka" afla á færri skip. Það kostar hámark 75 milljarða ef heildar kvótaeignin er 130 milljarðar. Þessi fáu skip sem búið er að kaupa eru nokkrir milljarðar svo kannski eru í skipum og húsum hámark 50 milljarðar hvar eru þá 200 til 300 milljarðar?
Bankarnir kvarta um að þessir peningar séu ekki í arðvænum verkefnum? Sægreifarnir löbbuðu með þessa peninga í fyrirfram tekin "retirement".
Veiðigjaldið dugar ekki fyrir afskriftum gjaldfallinna lána útgerðarinnar.
Flotinn er 20 árum of gamall og löngu úreltur.
Hámarksaflaverðmæti? Það er búið er að halda aftur af aflaúthlutunum svo tugþúsundum tonna skiptir í þeim eina tilgangi að verð á kvótum falli ekki til að trufla ekki veðin. Þjóðin hefur tapað hundruðum milljarða á þessu síðan 1993 þegar þetta byrjaði.
Ólafur Örn Jónsson, 19.5.2011 kl. 21:58
Sæll Ólafur. Geri ráð fyrir að athugasemd þín sé stíluð á mig, en ekki Júlíus.
Bendi þér á:
Hagstofan;
Hagtíðindi - Sjávarútvegur
Upplýsingar á vef Hagstofu Íslands um sjávarútveg
LÍÚ:
Sjávarútvegurinn í tölum
þetta, um leið og ég viðurkenni að ég er ekki sérfræðingur í sjávarútvegi og að ég flutti frá landinu áður er "fiskveiðistjórn" eða "kvótakerfi" var fundið upp.
En 25 árum síðar, þegar ég er aftur fluttur heim, sé ég mun ríkara samfélag en ég gerði mér grein fyrir, - en þó og samt á sama tíma alveg ömurlega byggðaþróun. Greinilegt er fyrir mér að byggðastefna landsins er mjög slæm.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 19.5.2011 kl. 22:12
Ólafur þú meinar Gunnar Grunnar, ég tel að margar litlar útgerðir og vinnslu og söluaðilar hefðu getað skilað meiri kostnaði og allur kostnaður sem fer í Íslendinga er fínn að mínu mati. Magn á alþjóðmörkuðum og einfaldleiki í sölu kosta alltaf afslátt, til kaupenda.
Júlíus Björnsson, 19.5.2011 kl. 22:12
Með fleiri útgerðum og fiskiskipum mun kostnaður vissulega aukast. Afkoma fyrirtækja mun versna samhliða því. Fleiri skip, fasteignir, veiðarfæri og hverkyns umsýsla, markaðssetning o.s.frv. fyrir sama magn af fiski nefnist bara einu nafni... sóun. Allir tapa, ríkið innheimtir minni skatta, laun lækka.
Jón Steinar, hvar finnur þú þessa 6-800 milljarða skulda-tölu? Þú mátt deila í með tveimur. Skuldir sjávarútvegs eru um 400-450 milljarðar.
Ólafur Örn, einn frystitogari kostar um 5 milljarða. 50 milljarðar í skipastól tel ég allt of lága tölu hjá þér. Svo hefur auðvitað verið fjárfest í heimildum. Keyptum af ríki og sveitarfélögum til dæmis.
Ég hvet þig til að fara hingað:
http://hagstofa.is/?PageID=148&src=/temp/Dialog/varval.asp?ma=SJA05001%26ti=Fiskiskipast%F3llinn+eftir+landsv%E6%F0um+og+ger%F0+skipa+1999%2D2010%26path=../Database/sjavarutvegur/skip/%26lang=3%26units=Fj%F6ldi/bt/kW/me%F0alaldur
og bera saman skipastólinn 1999 við 2010 og sjá fækkun skipa milli þessara ára. Úr 1976 skipum í 1625, eða 180 þús brúttótonn í 152 þús, eða 15,5% minni skipastóll. Hver ætli hafi borgað úreldingu á þessum skipum? Væntanlega hefur það ekki verið greitt upp úr vasanum. Þetta er skýrt dæmi um að sjávarútvegurinn hefur tekið á sig skuldir til hagræðingar í greininni. Og hagræðingunni er á endanum ætlað að standa undir þessu.
...nema auðvitað þessi blessaða ríkisstjórn fari með sjávarútveginn eins og allt sem það kemur nálægt og rústi því með einhverri hugmyndafræðilegri útskýringu um hvernig félagslegt réttlæti virki.
Njáll (IP-tala skráð) 20.5.2011 kl. 00:29
Hér er hægt að byggja 3 50.000 manna skýjakljúfa á höfuðborgasvæðinu. Spar alveg helling í alskonar kostnað.
Júlíus Björnsson, 20.5.2011 kl. 00:44
Hér er slóð Njáls í endurbættri útgáfu - og mynd: Skipastóllinn
Gunnar Rögnvaldsson, 20.5.2011 kl. 02:39
Sæll Gunnar jú við tókum upp Sóknarmark 1978 og slípaðist það fljótt og var sennilega eitt besta stjórnkerfi fiskveiða í heiminum þá.
Þu manst kannski að við vorum þá búnir að fá mikið af nýjum skuttogurum og nokkrum stórum. Þessum skipum gekk ekki vel í byrjun en smámsaman fóru þeir að gera það gott og var svo þarna um 1980 og má segja að á þeim tíma hafi verið svona 30 og síðan uppí 50 skip sem voru að gera það mjög gott. Kjartan Jóhannsson setti stopp á fjölgun togara 1981? en Steingrímur Hermans lét "plata" sig og togurum fjölgaði í 130. Af þessum 130 skipum voru 60 að gera það mjög gott en restin var ekki að gera mikið og flugu margir á hausinn.
Ekki stoppaði það þó Samherja frændur að kaupa Guðstein út úr gjaldþroti.
Úa og BÚR blómstruðu á þessum tíma þótt þau væru með ný stór skip var ebitan góð. Sama var um mörg fyrirtæki sem náð höfðu tökum á skuttogurunum. En þetta voru splunkuný skip.
Þarna 1983 áttum við möguleika a að verða samferða Noregi að verða ríkasta þjóð í heimi. Við byggðum Borgarsjúkrahúsið, Breiðholtið og Sigöldu ásamt álverinu.
En nokkur SÍS hús voru ekki ánægð með að sitja við sama borð og við hinir að þurfa að veiða aðrar tegundir en þorsk og fóru þau á fund Halldórs Ásgrímssonar haustið 1983 og úr varð kvótakerfi. Og á 2 árum var verndunar starf Sóknarmarksins sópað upp á 2 árum. Sjá veiði þorsk 1984 85 en stofninn hrundi og sást ekki þorksur 1990.
Þá var stoppað smá fiskadráp fyrir norðurlandi og uppúr 1993 var góð veiði af þorksi.
En þarna urðu þáttaskil með "Tvíhöfðanefndinni" Sjá skýrlsu endurskoðunarnefndar hjá sjávarútvegsráðuneytinu og framsalinu. Þarna byrjaði svört saga
Og árið 1995 þegar Davíð komst til valda var sett af stað Kvóta-rúllettan og hófs hreinn fjárdráttur út á kvótaveðin þar sem menn notuðu nú kvóta sem skíra gull í veðsetnigum.
Furðuleg hagsmuna gæsla hófs um þetta leiti og fóru Kristján Ragnarsson og Þorsteinn Már Baldvinsson á eftir öllum í greininni sem leyfðu sér að hafa skoðun á kvótanum og voru þeir reknir úr greininni og ritstjórum hótað.
Nú flutu ódýrir kvótapeningar inní samfélagið og vel rekin fyrirtæki ruku upp í verði langt yfir það sem reksturinn gat nokkurntíma staðið undir í væntingum.
Þetta er uppsveiflan sem þú sást byggð á "easy money" úr kvótaveðum sem ekkert var á bak við.
Nú hrun sagan var þarna hafin og þarf ekki að fjölyrða um það.
það sem við sjáum núna og þið sjáið greinilega ef þið skoðið skýrslurnar sem þið bendið á hjá hagstofunni. Það er góðæri í hafinu en ekki mátti auka við kvótann af því LÍÚ hefur staðið gegn því siðan 1993 og höfum við mátt horfa á eins og núna 5 aflaskeið liða hjá án þess að fá að veiða.
Svo mikill afli er að aldrei hefur sést annað eins i netarallinu þar sem má nota 5 net en báturinn varða að fara í land eftir 3 net af því lestin var full! Trillur fylla sig 3svar á dag með einn mann með handfæri. Svo það er ekki mikill útgerða kostnaður við að ná í aðeins 160 þus tonn af þorksi. Sama ástand er með karfa. Karfi um allan sjó og ekki má veiða.
Síðan skulum við líta á markaðina sem hafa verið í algeru hámarki svo jafnvel ufsinn hefur rokið upp í verði.
Gengið er sérlega hagstætt útflutningi og sést það best á viðskiptajöfnuððinum. Kvótakerfið er ekkert að skila þessu nema síður sé.
220 milljarðar ættu að vera 320 milljarðar ef við sætum ekki uppi með þetta kerfi. Jú skipin væru sennilega 80. En ekkert brottkast og 60 þus tonnum meiri þorsku og 10 til 15 þus meiri Karfi og ef ég væri á sjó 2000 tonnum meiri ufsi minnst.
Svo Gunnar hér er margt að. Af hverju heldur þú að Sjálfstæðisflokkurinn standi með því að hér sé notuð einokun við stjórn fiskveiða þegar þeir voru hönnuðir að markaðskerfi Sóknarmarki Matthíar Bjarnasonar? Besta fiskveiðistjornkerfi fiskveiða í heiminum.
Spurðu Færeyinga sem hentu kvótkerfi eftir 2 ár vegna spillingar og tóku upp sóknarmark. Þeir voru að kaupa Amager bank.
Ólafur Örn Jónsson, 20.5.2011 kl. 02:55
Fyrirgefðu Gunnar en ég vill svara athugasemd Njáls. Ég fullyrði Njáll að við eigum að nota ekki minna en 80 togara hérna til að full nýta miðin. Afli var í lágmarki þegar við tókum upp sóknarmark en veiðin 1984 og 85 sýndi að við höfðum verið á réttri leið.
Við eigum að sjálfsögðu að full nýta miðin en ekki halda aftur af úthlutuðum afla til að halda uppi verði á kvótanum.
Einokun á aldrei að eiga sér stað í neinni atvinnugrein. Oliu félögin voru hér með einokun og samráð um verð og græddu ótæpilega! Áttum við þá ekki að halda því áfram? Ríkið græddi á hærra olíu verði!!!
Sama með kortafyrirtækin og núna Gosið. Þetta er rosalega hagkvæmt. Einokun er alltaf hagkvæm fyrir þá sem halda á einokunin.
Síðan mér var bolað úr ísl sjávarútvegi hef ég átt því láni að fagna að vinna sem ráðgefandi víða um heim. Fyrst aðalega í S og N ameríku og síðan í Evrópu og Asíu og núna nýlega með austan tjalds þjóðum. Það sem ég hef lært er að best reknu útgerðir heimsins eru útgerðir þar sem eigendur eru stutt frá veiðinni eða jafnvel sjálfir skipstjórar. Útgerðir í Alaska og Írar, Skotar og Hollendingar. Þessar þjóðir bera af.
Ólafur Örn Jónsson, 20.5.2011 kl. 03:14
Einokun á aldrei að eiga sér stað í neinni atvinnugrein.
Ekki heldur fákeppni sem kostar rándýrt keppniseftirlit. Neytendur eða markaður í frjálsri [fjölda] keppni er sjálfgefið eftirlit.
Júlíus Björnsson, 20.5.2011 kl. 03:31
Takk fyrir þetta Ólafur. Fróðlegt fyrir mig.
En hvað með arðsemina í atvinnugrein með takmarkaðar auðlindir? Gildir ekki sama þarna og annars staðar að öll þjóðin sé ekki að grafa eftir sama gullmolanum, geti þannig fengist við annað og stuðst við arðsemi þessarar greinar til að byggja nýjar atvinnugreinar.
Engin þjóð í heiminum er eins háð því að fiskveiðar séu arðsamar eins og við Íslendingar. Við veiðum meira en milljón tonn fiskjar á ári og er þetta meira að hlutfallslegu vægi í þjóðarbúskap okkar en öll iðnaðarframleiðsla Bandaríkjanna og Þýskalands. Miklu mikilvægari okkar þjóðfélagi en þessar greinar þeirra. Það er eins gott að þarna sé hægt að græða fé og að hvatinn sé til staðar.
Góður maður segir mér að allir hér á Íslandi megi veiða sér fisk í sjónum til matar - til síns eigin brúks. Það kalla ég gott.
Ekki getum við stefnt öllum landsmönnum í laxveiðiár landsins undir yfirskini mannréttinda eða hvað þá í landbúnað og rúllað upp jarðaskiptingu og eignarrétti bænda undir því yfirskini að það séu mannréttindi að rækta land og bera sér björg úr búi. Til þess þarf maður að kaupa sér jörð. Sama gildir um húsbyggingar. Þú þarft lóð og þú þarft að hafa réttindi og uppfylla löggjöf.
Er það ekki HAFRÓ sem sér um veiðimagn? Varla eru þeir undir hæl annarra, næg virðist gagnrýnin vera á þá, sýnist mér.
En eins og ég segi. Ég er rétt að kynnast þessu máli.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 20.5.2011 kl. 03:36
Já Gunnar það skeði eftir úfærsluna að við töldum okkur þurfa að taka fastari tökum á stjórn veiðanna þar sem skuttogararnir okkar voru 3 svar sinnum afkasta meiri en gömlu síðutogararnir og eins voru komnir loran C tæki með plotterum sem gerðu veiðarnar markvissari.
Í sóknarmarkinu og með "skoðunarmenn" um borð byrjuðu strax að safnast upplýsingar um "smáfiskasvæði". Svæð þar sem nær aldrei var neitt annað en smár fiskur og of í miklu magni bæði karfa, þorsk og ufsa svæði. Með heilsár lokunum á þessum svæðum kom þorskstofninn hratt upp sjá fyrstu 2 árin í kvótakerfinu 84 og 85.
Karfinn er hægvaxta og fæðir lifandi afkvæmi svo "Bælið" og sennilega Jóns mið eru nú að skila okkur stór auknum karfa.
Eftir 1993 ("Tvíhöðanefndin") í kvótakerfinu þegar var búið að stoppa smá fiska drápið í Reyðarfjarðarál óx þorsk stofninn hratt en við fengum ekki að veiða? Og ár eftir ár kom þar sem skipin voru í vandræðum að forðast þorsk en aldrei mátti veiða?
Nú er komið í ljós að ekki mátti auka við aflaheimildirnar svo ekki yrði offramboð á aflaheimildum og verðið félli. Sjáðu hverjir voru Stjórnarformenn Hafró?
Þetta er svo spillt fyrirkomulag Gunnar að það nær engu tali og þess vegna á þjóðin að gera þá kröfu að kvótakerfið verði afnumið af því annars verður þetta bara eins áfram það er eins og ef menn komast á bragðið sé ekki aftur snúið. Ef þjóðin setti Sóknarmark í þjóðaratkvæðagreiðslu myndi enginn þora að hreyfa við því.
Ólafur Örn Jónsson, 23.5.2011 kl. 09:39
Eignarréttur og markaðshagkerfið skapar alltaf meiri velmegun og lífsgæði en miðstýring. Auk þess tryggir hann dreifingu valds og frelsi einstaklinga. Þessi þjóðareignarsöngur er orðinn hundleiðinlegur.
Í þeim tilvikum sem verst hefur verið farið með auðlindir Íslands er þegar Ríkið eða stór sveitarfélög hafa "átt" þær. T.d. stóru veiturnar sem fóru á hausinn.
Hins vegar sýna flest dæmi að auðlindir sem einkaaðilar eiga eru vel nýttar. T.d. í ylrækt, fiskeldi og fleira. Hvers vegna á að þjóðnýta heitan hver á landareign garðyrkjubónda ??? Hvers vegna að þjóðnýta laxveiðiá?? Ríkið hlýtur að eiga laxastofna að mati þjóðareignarsinna því hann vex í hafinu.
Ein mesta aðförin að eignarrétti bænda hófst þó þegar riddarar ríkisvaldsins fóru af stað og kröfðust þess að landareignir þeirra yrðu gerðar að þjóðlendu. Jafnvel alveg heim að íbúðahúsum þó þeir hefðu trygg afsöl og enginn hefði véfengt landamerki í marga mannsaldra. Það var Davíð Oddssyni og Geir Haarde til mikillar minnkunar.
Þorsteinn Sverrisson, 24.5.2011 kl. 20:21
Hver er munurinn á þjóðnýtingu og Einokun? Einokun er það versta sem til er í Hagfræði.
Ef farin er þín leið Þorsteinn þá eru það sjósóknararnir sem eiga veiðiréttinn meðan þeir tóra og síðan koma nýir sjósóknarar sem taka við og nýta veiðiréttinn. Að sjálfsögðu.
Bóndinn fer út á akurinn, Kaupmaðurinn opnar verslunina og sjómaðurinn fer á hafið við þurfum ekki einhverjar "pabbastráka hækjur" sitjandi út í London hirðandi arðinn af útgerðinni sem ekki getur endurnýjað skipakostinn.
Út af Laxveiðiánni þá eru vatnalög í Bandaríkjunum og víðar og enginn á vatnið eða getur eignað sér það. Þetta er markaðskerfi og góð lög.
Ólafur Örn Jónsson, 25.5.2011 kl. 09:01
Hver er munurinn á þjóðnýtingu og Einokun? Einokun er það versta sem til er í Hagfræði.
Í EU [ESB] er skilgreindur sameiginlegur lávirðisauka grunnur 2,0% VSk. Hann er hugsaður sem mannaflslítill og velta einingar risastór í samræmi við lávirðisaukan. Yfirleitt tengist þetta fornum strafsháttum sem þykja nú í dag í fullvirðsauka samfélögum ESB, jafn ómannúðlegi og sóðalegir og illa lyktandi og áður. Í grunnin fara, umfram hráefni Meðlima ríkja og sameiginlegur aðdráttur EU á hráefnum frá Alþjóðasamféleganium í gegnum vöru viðskipti. Í dag takmarkast útflttningur ESB við minnkandi hávirðisauka útfultninging.
Spáverjar eru byrði á þessum grunni, lélegir og kostnaðar samir fyrir fullvinnslunurnar.
ESB veltir sér ekki upp úr láviriðsauka heldur hefur hann í föstum skorðum, til að tryggja viðhald hávirðis tækni og fullvinnslunnar sem innri keppnin Meðlima Ríkja er um, og minnkandi keppni við hina risa Alþjóða samfélagsins. Ísland þarf óháð ESB að auka sinn jákvæða innri virðisauka talsvart og eyða úr honum öllum vaxtasköttum. Þetta er ekki spurning um magn og einfaldleika sem tengist lávirðisaukanum, heldur fjölbreytni í innanlands þjónustu og framleiðslu, með útflutnning að markmiði til að tryggja okkur þau hráefni sem okkur vantar í keppi við ESB, öll Meðlima Ríkin í einu. Hér þarf að skipta út óarðbærum vaxtaskatta geira, fjölga sjálfstæðum eignaraðilum í örlitlum háviriðauka þjónustu og framleiðslufyrirtækjum.
Júlíus Björnsson, 25.5.2011 kl. 16:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.