Leita í fréttum mbl.is

Afleiðingar 30 ára ESB-aðildar Grikklands

Vaxtakostnaður evrulandsins Grikklands; tveggja ára lán til ríkissjóðs Grikklands, skyldi slíkt lán fást
Mynd Bloomberg; Össurar "Evrópuvextir" evrulandsins Grikklands í gær; vextir á tveggja ára láni til ríkissjóðs Grikklands, skyldi slíkt fást. 
 
Tuttugu prósent íbúa næst stærstu borgar Grikklands, Thessaloniki, eru atvinnulausir, samkvæmt tölum hagstofa. Verkalýðsfélög segja hins vegar að atvinnuleysið sé 26 prósent.

Þetta sést á borginni, segir gríska viðskiptablaðið Imerisia. "Borgin lítur algerlega mannlaus og yfirgefin út. Hundruðum, ef ekki þúsundum, skrifstofa og verslana hefur verið lokað. Sum stræti eru auð og yfirgefin. Hvern dag loka fleiri fyrirtæki, fyrirvaralaust. Sérstaklega sláandi er að einu nýju fyrirtækin sem verða til eru kaffihús, bakarí og skyndibitastaðir. Slík þróun endurspeglar örvæntinu hinna atvinnulausu. Þeir reyna að þéna til hnífs og skeiðar með því að nota síðustu skildingana til að opna eitthvað sem krefst lítils fjármagns."

Auglýsing þýskra banka um aðstoð við að flytja evrur burt frá Grikklandi
Þetta er hin stóra Össurarhamingja Grikklands í myntbandalagi Evrópusambandsins - á 26 prósent til tveggja ára "Evrópuvöxtum" Ö. Skarphéðinssonar, til ríkisreksturs. Aþena orðin enn dýrari en París - og lýðveldi Grikkja gjaldþrota.
 
Þá opnar maður kaffibar því engin lán er að fá neins staðar til nýrra fyrirtækja vegna þess að evrubankakerfi landsins er afskorið frá umheiminum. Landið á engan gjaldmiðil og hefur engan lánveitanda til þrutavarna.
 
Ö. Skarphéðinsson er þarna á hverju götuhorni að klippa Samfylkingu Evrópusambandssinna. "Velta" hinna "skapandi greina" verður þá svo mikil - þ.e.a.s inni í kennslustofum háskólanna.  

Eftir 30 ár í Evrópusambandinu og 89 miljarða evrur í ölmusuhjálp frá ríkari löndum sambandsins, er þetta árangurinn. Eyðilagt land. Lítil lönd sem lenda á heróini elítu Evrópusambandsins, eiga sér litla von.
 
Einu sinni var til land sem hét Grikkland . . mynt þess í meira en þrjú þúsund ár var drachma . . en svo gékk það í ESB og tók upp evru . . 
 
Peningar Grikklands eru nú á kistubotninum norður í Þýskalandi, sem stundað hefur 12 ára innvortis gengisfellingu gegn löndum þeim sem læst eru við það í órjúfanlega föstu gengisfyrirkomulagi - á fölsuðu gengi hagkerfis Þýskalands.
 
Undir svona aðstæðum væri enginn fiskur veiddur af Íslendingum í íslenskri landhelgi lengur. Enginn. Þá þyrftu Íslendingar að flytja inn fisk sér til matar - og borga í evrum sem þeir ættu ekki. Við værum marggjaldþrota.
 
Vegna þess að þetta er jú "friðartollabandalag Evrópusambandsins", þá auglýsa þýskir bankar grimmt að þeir, bæði á þýsku og grísku, aðstoði Grikkja, sem og aðra, við að flytja peninga sína burt frá Grikklandi. Að sögn þýska blaðsins Bild-Zeitung hafa 30 miljarðar evrur þegar flúið evruríkið Grikkland og til Þýskalands á þennan hátt. Þetta er jú allt svo gott!
 
Þessi frétt er ekki frá DDRÚV.

Krækjur;
 
Fyrri færsla
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta er hinn endanlegi Gríski harmleikur. Og Evrópusamtökin fagna blússandi uppganginum í þýskalandi, af því uppgang er hvergi annarstaðar að finna. Hann er allur á kostnað allra hinna. Deutschland uber alles!

Manni verður flökurt.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.5.2011 kl. 05:08

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég bendi á þennan hlekk, sem inniheldur mjög áhugaverða analísu á líklegri útkomu gjaldþrots Grikklands.

Argentina: the default scenario for Greece

Taktu eftir útkomu Barclays að næst mesta tjón fjárfesta verði af gjaldþroti Grikklands, einungis tjón þeirra af Argentínu hafi verið að hærra hlutalli.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 12.5.2011 kl. 22:25

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það er áhugaverð samlíking við Þýskaland á 3. áratugnum, að þegar óðaverðbólgan skall á þar þá var það vegna þess, að Þýskaland var undir þrýstingi að greiða af skuldum umfram hagkerfislega getu.

Nú, þegar Vesturveldin samþykktu að slaka á kröfunum, þannig að greiðslubyrðin minnkaði, þá rétti Þýskaland við sér.

Átti stutt uppgangstímabil fyrir hrunið á Wallstreet.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 12.5.2011 kl. 22:29

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur

Simon Johnson skrifaði í fyrra að ríkisgjaldþrot Grikklands yrði líklega stærra en ríkisgjaldþrot Argentínu og Rússlands var til samans. Menn vita nokkurn veginn hvað Argentína og Rússland kostuðu en við höfum aðeins getgátur um hversu stórt það gríska verður. Skuldir þess hlaðast nú upp í snjóboltahraða. 

Willem Buiter sagði í rannsókn í nóvember í fyrra (ekki gerð opinber) að hann sæi 3 eða fleiri ríkisgjaldþrot á evrusvæðinu á næstu árum, til viðbótar við Grikkland.

Tókstu eftir massífri gagnrýni Financial Times á seðlabanka Evrópusambandsins (ECB) í gær (fimmtudag). Mér þykir tónninn vera orðinn harður og allur annar en þegar ECB átti að vera hinn fullkomni seðlabanki sem ekkert rangt gat gert - þ.e.a.s á góðviðrisdögunum frá 2001 til 2007. Virðingin fyrir ECB meðal fagfólks er farin. 

FT/Alphaville stendur, skrifar og segir hátt að ECB sé massífur lög- og reglubrjótur sem ætti ekki að voga sér að brigsla öðrum um að umgangast reglur og góða viðskiptahætti með léttúð. Tónninn sker og er meitlaður. 

  • ‘Flippant’ = 159 per cent debt to GDP by 2012
  • ‘Flippant’ = no market access 2012 to 2013
  • ‘Flippant’ = consistent failures to control deficits or tax collection
  • ‘Flippant’ = (mynd af yield grafi => nú 25 prósent vextir á 2ára lánum til Grikklands) 

FT: Meanwhile, on Planet ECB

========================= 

TIL ÁMINNINGAR

Article 123

1.Overdraft facilities or any other type of credit facility with the European Central Bank or with the central banks of the Member States (hereinafter referred to as “national central banks”) in favour of Union institutions, bodies, offices or agencies, central governments, regional, local or other public authorities, other bodies governed by public law, or public undertakings of Member States shall be prohibited, as shall the purchase directly from them by the European Central Bank or national central banks of debt instruments.

2.Paragraph 1 shall not apply to publicly owned credit institutions which, in the context of the supply of reserves by central banks, shall be given the same treatment by national central banks and the European Central Bank as private credit institutions.

=========================  

Gunnar Rögnvaldsson, 13.5.2011 kl. 01:27

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Nei, tók ekki eftir þessum pistli. En, hann var athyglisverður.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.5.2011 kl. 01:58

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jón Steinar Ragnarsson, 14.5.2011 kl. 04:38

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ég hef svarað þér hér Jón Steinar: Þýska hagvaxtar kraftaverkið. Spurningu dagsin svarað

Kveðjur 

Gunnar Rögnvaldsson, 14.5.2011 kl. 14:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband